Hlynur - 15.03.1966, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.03.1966, Blaðsíða 4
gest. Siðan talaði Páll H. Jónsson nokkur orð og skýrði frá tildrögum þess, að Axel Schou kom til landsins. Þá tók til máls Axel Schou og flutti erindi sitt. Kl. nl. hálf tíu var kaffi- hlé stutta stund og var þá spjallað saman yfir kaffinu, gjarnan um er- Nú, hundrað árum síðar en fyrsta kaupféiag var stofnað á Norðurlönd- um, eru um 3.3 milljónir féiags- manna í kaupfélögum þar. íbúar allra Norðurlanda eru nl. 20 millj. Ef gerf er ráð fyrir, að hver félags- maður eigi til jafnaðar konu og eitt barn, eru nl. 10 milljónir beinir þátt- takendur í kaupfélögunum, þótt heimilisfaðir sé þar venjulega skráð- ur félagsmaður. indi Schou. Síðan tók hann aftur til máls og svaraði að lokum fyrir- spurnum. Fundunum lauk oftast nær nl. kl. hálf tólf. Nokkurs kvíða hafði gætt um það, að menn myndu ekki skilja ræðu- manninn. Mikla ánægju vakti þaö, þegar í ljós kom, að sá kvíði var ástæðulaus. Axel Schou er þaulvanur ræðumaður og hefur verið meira og minna á öllum Norðurlöndum, nema íslandi, og á létt með að laga mál- far sitt eftir því sem hezt hentar á hverjum stað. Skildu menn hann til fullnustu að því er virtist. Máli sínu til skýringar notaði hann línu- rit og „plaggöt". í fundarlok fengu allir fundarmenn afhenta möppu með ýmsum upplýsingum varðandi erindi Axel Schou. Voru möppurn- ar gjöf frá Fræðsludeild FDB. Vegna hins stóra meirihluta ís- lenzkra samvinnustarfsmanna, sem ekki áttu þess kost að hlýða á Axel Schou, mun Hlynur reyna að flytja lesendum sínum útdrátt úr málflutn- ingi hans: Senn eru hundrað ár liðin síðan fyrsta kaupfélag á Norðurlöndum var stofnað. Þá var prestur í litlum verksmiðjubæ á norðvestanverðu Jótlandi Hans Kristian Sonne að nafni, en hann var fæddur á Borg- undarhólmi 1817. í söfnuði hans var einkum fátækt verksmiðjufólk, sem sjaldan sótti kirkju. Hugkvæmdist presti þá að reyna að ná til þess á annan hátt og hafði með því kvöld- fundi í vöruskemmu niðri í bænum. Honum skildist að fátækt og skort- ur stæðu ekki sízt í vegi fyrir and- legum þroska þess og áhuga. Niður- staðan af kvöldfundum þessum varð sú, að séra Sonne stofnaði kaupfélag með 140 meðlimum 1. maí 1836. Verksmiðjuþorpið heitir Thisted. Nú, hundrað árum síðar, eru 3.3 milljónir manna á Norðurlöndum fé- lagsmenn í kaupfélögum. íbúar allra Norðurlanda eru nl. 20 milljónir. Ef gert er ráð fyrir að hver félags- maður eigi til jafnaðar konu og eitt barn, eru nl. 10 milljónir beimr þátttakendur í kaupfélögunum, þótt heimilisfaðir sé þar venjulega skráð- ur félagsmaður. Það þýðir, að nl. 50% af öllum íbúum Norðurlanda hafa áhuga fyrir kaupfélögum og eru í tengslum við þau. Það væru þeir ekki, ef þeir hefðu ekki áhuga á þeim sjónarmiðum og starfsaðferð- um, sem kaupfélögin einkennast af. Öll kaupfélögin starfa eftir sömu grundvallarreglum, út frá sömu meg- inhugsjón og stefna að sama marki, án tillits til alls þess, sem skiptir löndum í ríki og ibúum þeirra i þjóðir, sem tala ekki allar sama tungumál. Öll kaupfélögin starfa eftir sömu grundvallarreglum, út frá sömu meg- inhugsjón og stefna að sama marki, án tillits til alls þess, sem skiptir löndum í ríki og íbúum þeirra i þjóðir, sem tala ekki allar sama tungumál. 4 HLTNUB

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.