Hlynur - 15.03.1969, Qupperneq 2
Erlendur Einarssonj
MENNTUN Á VEGUM
SAMVINNUFÉLAGA
fslenzkir samvinnumenn hafa
rekið sérstakan skóla í hálfa
öld. Samvinnuskólinn er jafn
giamall sjálfstæði landsins. Skól-
inn hefur gegnt þýðingarmiklu
hlutverki sem almenn mennta-
stofnun og stofnun er menntað
hefur starfsfólk fyrir samvinnu-
félögin í landinu á því tíma-
skeiði, sem mestar efnislegar
framfarir hafa orðið í landinu.
Skólinn hefur því verið ein af
þeim stofnunum landsins, sem
lögðu grundvöll að þeim fram-
Erlendur Einarsson.
förum, sem átt hafa sér stað
sl. hálfa öld.
Hlutverk skólans hefur verið
tvíþætt. Annars vegar að ann-
ast verzlunarmenntun og hins
vegar að glæða og þroska fé-
lagsmálaáhuga með þjóðinni.
Samvinnuhreyfingin hefur not-
ið góðs af þessu tvíþætta starfi
skólans bæði beint, með því að
fá menntað ungt fólk í verzlun-
arfræðum til starfa fyrir sam-
vinnufélögin og einnig óbeint,
með auknum félagslegum áhuga,
sem skólinn hefur glætt með
þjóðinni.
Samvinnuskólinn og Verzlun-
arskólinn hafa gegnt mikilvægu
hlutverki í menntun þjóðarinn-
ar á sl. áratugum. Verzlunar-
menntun þjóðarinnar hefur
hvílt á þessum skólum svo til
eingöngu.
Með hinum miklu breytingum,
sem átt hafa sér stað í þjóðfé-
lagsháttum hér á landi, sérstak-
lega á sl. 25 árum, hafa skap-
azt ný viðhorf í verzlunar-
menntuninni. Það er langt síð-
an, að hinir tveir skólar, sem
annast verzlunarmenntunina,
gátu gegnt hlutverki sínu. Fjöldi
fólks, sem vinnur verzlunar- og
skrifstofustörf í dag, er orðinn
svo mikill, að þessir tveir skól-
ar anna engan veginn þessari
menntun. Það vantar menntun
bæði fyrir neðan og ofan verzl-
unarskólana.
Það er því ljóst, að efcki má
dragast öllu lengur að taka
verzlunarmenntun þjóðarinnar
Greinin hér á opnunni birtist í aj-
mœlisblaði VEFARANS, sem gejið var
út í tilejni aj hálfrar aldar ajrrueli
Samvinnuslcólans og sagt var frá í
síðasta hejti HLYNS. Þar er rœtt á
breiðum grundvelli um skólamód sam-
vinnuhreyfingarinnar og settar jrarn
ýmsar nýjar hugmyndir varðandi þau,
og þótti okkur því ástœða til að láta
hana koma jyrir augu sem flestra
starfsmanna hennar. Höjundinum, Er-
lendi Einarssyni forstjóra SIS. þökkum
við leyfi til endurprentunar hennar.
til gagngerðrar endurskoðunar.
Þar ber ríkinu að hafa forystu.
Lausn vandamálsins hlýtur að
felast í því m. a., að verzlunar-
fræðsla verði felld inn í hið al-
menna skólakerfi.
Þegar ræða á fyrirkomulag
menntunar á vegum samvinnu-
félaganna í framtíðinni, hljóta
skoðanir að miðast nokkuð við
það, hvernig heildarskipulagið
verður á þessum málum í fram-
tíðinni.
Rétt er þó að vekja aihygli á
því, að samvinnuskólar ná-
grannalandanna eru alls staðar,
þar sem ég þekki til, byggðir
þannig upp, að þeir taka á móti
starfsfólki samvinnufélaganna
og þjálfa það og mennta með
tilliti til ákveðinna starfa. Skól-
arnir eru þannig ekki opnir,
heldur aðeins fyrir starfsfólk
félaganna. Hjá stórfyrirtækj um
erlendis eru einnig reknir slíkir
þjálfunarskólar. í þessum skól-
um er fyrst og fremst lögð á-
herzla á að mennta starfsfólkið
með tilliti til ákveðinna starfa,
eins og áður er sagt. Efnilegir
starfsmenn fá þá tækifæri í
þessum skólum að búa sig undir
vandasamari störf. Þannig er
það í sænska samvinnuskólanum
t. d. að þar eru sérstök námsfceið
fyrir stjómendur kaupfélaganna
og síðan fjölmörg námskeið á
öllum sviðum starfsins.
Ég tel, að það sé tilfinnanleg-
ur skortur á þjálfun starfsfólks
2 HLYNUR