Hlynur - 15.03.1969, Blaðsíða 15
Vaxandi sala í Noregi
Að því er norska samvinnublaðið
Várt blad skýrir frá nýlega, liggja
nú fyrir bráðabirgðatölur um rekst-
ur norska samvinnusambandsins
NKL árið 1968, og samkvæmt þeim
varð heildarsala þess um 86S milj.
n. kr., sem er um 9% aukning frá
árinu 1967. Endanlegar tölur liggja
ekki fyrir um heildarsölu kaupfé-
laganna í Noregi, en bráðabirgða-
útreikningar, sem gerðir hafa verið,
benda til um 8% aukningar, og
*tti heildarsmásala þeirra því að
hafa verið rúmar 2.800 milj. n. kr.
árið 1968. Gert er ráð fyrir, að í
Noregi hafi verðlag í smásölu hækk-
að að meðaltali um því sem næst
4% árið 1968, svo að samkvæmt
því eru norsku kaupfélögin í ör-
nggri sókn á markaði sínum, og
reyndar virðist NKL hafa aukið sölu
sína heldur meira en sem svarar
þessu, því að ekki er reiknað með
nema um 1% meðaltalsverðhækk-
unum í heildsölu þess.
Sameining í A-Hún.
Eins og áður hefur verið skýrt frá
hér í blaðinu (HLYNUR sept. 1968),
hefur staðið fyrir dyrum, að kaup-
félögin 'á Blönduósi og Skagaströnd
sameinuðust í eitt félag. Að því er
Árni Jóhannsson kaupfélagsstjóri á
Blönduósi tjáði blaðinu nú fyrir
skömmu, er sameiningin komin á,
og rekur Kf. Húnvetninga nú verzl-
anir á báðum þessum stöðum.
Sameiningin varð á þann veg, að
Kf. Skagstrendinga gekk inn í Kf.
Húnvetninga, sem yfirtók eignir og
skuldbindingar þess, að frátalinni
fiskvinnslu, sem seld var fyrirtæk-
inu Hólanesi á Skagaströnd. Fé-
lagsmenn Kf. Skagstrendinga urðu
þannig sjálfkrafa félagsmenn í Kf.
Húnvetninga við sameininguna, og
hefur félagssvæði þess nú stækkað
þannig, að það nær yfir alla Austur-
Húnavatnssýslu.
Kosygin samvinnumaður
Það er ekki óalgengt, að menn í
trúnaðarstöðum innan samvinnu-
hreyfingarinnar eigi möguleika á
þvi að klífa upp í æðstu metorða-
st.ga þjóojelagsins. Þann'g er því t.
d. háttað um forsætisráðherra
Sovétríkjanna, Alexej Kosygin, en
hann gefck í samvinnuskóla í Len-
Alexej Kosygm.
íngrad á árunum 1921—24 og vann
síðan fram til ársins 1930 hjá kaup-
félögunum í Síberíu. Þá fór hann
til starfa í vefnaðarvöruiðnaðinum,
þar sem hann gegndi ýmsum störf-
um til ársins 1939, er hann var skip-
aður ráðherra fyrir málefni alls
vefnaðarvöruiðnaðarins í Sovétríkj-
unum, og gegndi hann því starfi
það ár og hið næsta. Síðan skipaði
hann ýmsar opinberar ábyrgðar- og
trúnaðarstöður, þar til hann varð
forsætisráðherra í október 1964.
Aú í vetur hafa nokkrir starfsmenn SÍS í Reykjavíh æft körfuknattleik í œfinga-
sal Laugarnesskólans sér til heilsubótar, og hafa þeir haft vikulegar œfingar.
Sjást kapparnir hér á myndinni, en þeir eru frá vinstri: Halldór Jóhannsson,
Lryggvi Eyvindsson, Ör?i Friðriksson, Geir Magnússon, Böðvar Valgeirsson og
Pétur Jónsson. Auk þeirra eru í hópnum Þorbergur Eysteinsson, sem tók mynd-
‘na, og Skúli J. Pálmason, sem var fjarstaddur.
Kenn.slu.búð
Pramh. af bls. 16.
verið fullsetið á öllum nám-
skeiðum kennslubúðarinnar, og
ekkert lát er á aðsókninni.
Þetta á sér raunar eðlilegar
crsakir. Til þessa hafa innfædd-
ir Tansaníubúar naumast átt
þess nokkurn kost að fá að læra
og auka við kunnáttu sína í al-
mennum búðastörfum. Smá-
söluverzlunin í landinu hefur til
skamms tíma verið og er að
miklu leyti enn í höndum út-
lendinga, einkum Asíumanna, og
þeir hafa gætt þess vandlega að
kenna innfæddum starfsmönn-
um sínum ekkert fram yfir það
sem iþeir þurfa á að halda til að
geta gegnt einföldustu sendils-
störfum. Tansaníumennirnir
sjálfir hafa nú fullan hug á að
breyta þessu ástandi, en verk-
efnin eru mörg í þróunarlönd-
unum, svo að af þeim sökum er
það kærkomið þegar gjafir ber-
ast á borð við þessa.
HLYNUR 15