Hlynur - 15.03.1969, Qupperneq 6

Hlynur - 15.03.1969, Qupperneq 6
að Indíánarnir í Franklín virki fengu vægast sagt ekki mikla, uppörvun á þeim vígstöðum, Jafnframt þessu leituðu Indi- ánarnir einnig fyrir sér á öðrum sviðum, og í septemfcer 1961 datt þeim í hug, hvort ekki væri hægt að framleiða og selja ýmsa handunna hluti til skreytingar og sem minjagripi. Þeir hófust handa, og í árslok 1961 höfðu þeir selt slika hluti fyrir 132 dollara. Þ'eitlfa vakti nýjar vonir, þó að þeir ættu 'enn margt ólært varðandi framleiðslu slíkra hluta, og þeir gætu enn sem komið var aðeins boðið takmark- að magn og úrval. Indíánarnir héldu því ótrauðir áfram, og í árslok 1962 hafði sala á fiski og handunnum vörum samtals fært þorpinu 4.454,20 dollara tekjur, og á miðju ári 1963 var upphæð- in komin upp í 7.916,30 dollara. íbúar þorpsins voru þá hins veg- ar um 300, svo að hér var ekki urn neinar óhemjutekjur að ræða, en eigi að síður var Indí- ánunum ljóst, að hér voru þeir komnir á leið, sem gat orðið þeim hagkvæm til þess að rétta úr kúitnum. Fram til þessa hafði hér að- eins verið um óskipulögð sam- tök nokkurra framtakssamra manna í þorpinu að ræða, og framkvæmdastjóri hafði enginn verið, nema ef telja skyldi föður Fumoleau, sem frá upphafi hafði stutt þessa viðleitni með ráðum og dáð. í april 1963 fengu Indíánarnir hins vegar heim- sókn af fulltrúum ríkisstj órnar- innar, sem höfðu haft fregnir af fraimta'ki þeirra, og presturinn og barnalkennarinn í þorpinu studdu málstað þeirra drengi- lega í viðræðunum sem þá fóru fram. Indíánarnir voru þá ein- huga um það, að þeir vildu stofna kaupfélag, og voru þeir af þeim sem að fisk- og minja- gripasölunni höfðu staðið for- svarsmenn þeirrar hugmyndar, og hinir fáitækustu úr hópi fé- laga þeirra stóðu einkum og sér í lagi sem einn maður að ba’ki Indíánabrúður. þeirra. Á þessum fundi lýstu Indíánarnir því, að það sem þá skorti fyrst og fremst væru pen- ingar til þess að leggja í fram- leiðsluna, og einnig hefði það háð þeim mjög, að þessi sam- tök þeirra hefðu til þessa verið algjörlega óskipulögð og því ekki getað komið fram sem sjálf- stæður aðili gagnvart hugsan- legum kaupendum. Þegar stjórnarerindrekarnir sáu, hvað Indíánarnir voru ákveðnir í málflutningi sínum, ákváðu þeir að reyna þessa leið, þótt þeir hefðu ekki til þessa verið trúaðir á, að kaupfélags- formið gæti blessazt meðal Indí- ána. Því varð úr, að frá Inuvik var sendur til þeirra maður, sem kunnugur var skipulagi og rekstri kaupfélaga, og hinn 14. júní 1963 var svo stofnað í Franklín virki Kaupfélagið Stóri Bjöminn með 36 stofniendum. Var istofnfjárframlag hvers fé- lagsmanns ákveðið 10 dollarar, en markmið félagsins voru ann- ars skilgreind þannig í sam- þykktum þess, að það skyldi vinna að eflingu latvinnuhátta og að endurbótum á lífskjörum fclks í Franklín virki, þannig að Indíánarnir þiar gætu seim fyrst orðið sjálfstæðir og fullgildir borgarair í þjóðfélagi sínu. Þegar félagið hafði verið stofn- að, hófst barátian síðan fyrir alvöru. Það naut í upphafi mik- ilvægrar aðstoðar frá vinsam- legum verzlunarstjóra Hudson- flóafélagsins, og einnig reyndist nýr barnakennari, sem kom í ágúst 1963, félaginu mjög hjálp- legur. Leitað var eftir markaði í Bandaríkjunum fyrir handiðnað félagsmannanna, og þegar Indí- ánarnÍT urðu fyrir því, að þrír pa'kkar með sýnishomum, sem þangað voru sendir, glötuðust í pósti, lærðu þeir af reynslunni að hagnýta sér tryggingar á vörusendingum. Lengi framan af skorti þá mjög peninga, auk þess sem ýmsu var ábótavant í sjálfri framleiðslunni hjá þeim, en með því að yfirvega vandlega öll mistök sín og leggja sig fram við að læra af reynslunni tókst þeim smátt og smátt að koma fyrirtækinu á stöðugt traustari grundvöll. Þeir kynntust smám saman fleiri og fleiri hliðum við- skiptalífsinis, þar sem aðgæzlu þurf'ti við, svo sem er þeir 'töp- uðu nokkru fé á tveimur fyrir- tækjum, sem þeir höfðu skipt við, en urðu gjaldþrota, og eins þegar nokkru magni af ótryggð- um vörum var stolið úr sýning- arglugga, hvort tveggja að vísu smáupphæðir, en sem skiptu þó verulegu máli fyrir fyrirtæki sem var að ikömast yfir byrjunarörð- ugleikana. Hins vegar gekk þeim vel að vinna sér traust hjá við- skiptavinum sinum, og þeir fengu orð á sig fyrir áreiðan- leika í viðskiptum, svo að á því sviði vegnaði þeim vel. Árið 1961 hafði landsvæðinu umhverfis Franklin virki verið lýst sem einu af þeim svæðum, þar Sem atvinnulífið væri í hvað mestri niðurníðslu í öllu landinu. Þremur árum síðar voru Indíán- arnir þar hvorki niðurbeygðir né mæddir, heldur þvert á móti höfðu þeir fundið sér leið til að vinna bug á erfiðleikum sínum, og þeir héldu eftir hennl fram á við einbeittir og fullir af áhuga. Um þær mundir skrifuðu þeir ríkisstjóra sínum bréf, þar sem þeir gerðu ýtarlega grein fyrir 6 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.