Hlynur - 15.03.1969, Síða 7

Hlynur - 15.03.1969, Síða 7
Franklín-virki séð úr lofti. tilraunuim sínum til að bæta ha'g sinn á næstu árum á undan, greindu frá árangrinum til þess tima og fóru fram á aukna að- stoð hins opinbera til þess að efla 'atvinnulífið í þorpinu og Sera það fjölbreyttara. Þeir fcentu á það, að takmarkið væri ekki aðeins að bæta efnahag fólksins, heldur ekki síður að bseta fóikið sjálfit og breyta hugsunarhætti þess. Og þetta var að takast, að því er þeir sögðu. „Fólkið hérna er farið að taka störf sín mun alvarlegar en fyrr“ sögðu þeir. „Það leggur sig fram við að vanda verk sín, °g því er að lærast hvaða vandi iylgir því að takast ábyrgð á herðar og það er að 'kynnast ánægjunni sem fylgir því að leysa störf sín vel af hendi.“ Pjármálin eða réttara sagt skortur á f j ármagni reyndisi; enn sem fyrr 'erfiðasta vandamálið. Og eftir því sem fram í sótti varð félagsmönnunum stöðugt ijósari þörfin á því að ráða sér- stakan kaupféiagsstjóra. í því efni varð peningaskorturinn enn hindrun, því að hvort heldur sem ráðinn yrði utanaðkomandi maður í starfið eða einhver úr þorpinu yrði gerður út af örk- inni til að afia sér nægilegrar reynslu og þekkingar til að geta gegnt sitarfinu, þá kostaði það chjákvæmilega meiri peninga en félagið hafði yfir að ráða. Þetta var einmitt aðalefni bréfsins, sem þeir sendu ríkis- stjóra sínum árið 1964, og í kjöl- far þess og frekari tilmæla fylgdi það svo, að yfirvöldin létu til leiðast að veita félaginu mán- aðarlegan styrk, sem næmi laun- um kaupfélagsstjóra. Þetta var Indíánunum mikilvæg aðstoð, seim nýttisí þó ekki eins vtel og skyldi, því aið fyrsti kaupfélags- stjórinn var ekki nema tvo mán- uði í stiarfi, en eftir hann var ráðinn ungur Indiáni, sem hafði aflað sér nokkurrar menntunar, °g gegndi hann starfinu í tvö ár. Þe'gar hann fór, reyndis't nokkr- um erfiðleikum bundið að fá mann í hans stað, og varð þá úr, að faðir Fumoleau, sem svo oft 'Og lengi hafði reynzt félaginu hollur ráðunautur, hljóp í skarð- ið um tíma eða -þar til loksins tókSt að fá nýjan mann. En þó að framgangur félags- ins hafi ekki að öllu leyti verið sem bezt skyldi, hefur þó verið um ótvíræðan framgang að ræða. Árið 1966 seldi það þann- ig vörur fyrir 34.168 dollara, og af þeirri upphæð seldust hand- unnar framleiðsluvörur Indíán- anna sjálfra fyrir 15.749 dollara. Rekstursafgangurinn það ár nam 2.738 dollurum, og haldið haifði verið inn á ýmsar nýjar brautir, svo sem sölu á eldiviði, auk þess ®em hafin hafði verið saia á nauðsynjavörum fyrir fé- lagsmenn, og síðasta nýjungin í starfi félagsins er sú, að það er farið að leigja út tjaldsvæði og sumarhús í smáum stíl, ásamt því s'em það annast fyrirgreiðslu fyrir sumarleyfisfólk. Það væri að sjálfsögðu fjar- stæða að halda því fram, að stofnun kaupfélagsins ein út af fyrir sig hafi fært Indíánunum alla þessa framför, enda eiga þeir enn mikið ólært og ógert, áður en lífskjör þeirra mega kallast viðunandi miðað við nú- tímakröfur. En Kaupfélagið Stóri Björninn hefur þegar kennt Indíánunum það, að að- eins með því að standa saman sem einn maður og vera sam- taka og 'einhuga um að bæta kjör sín geta þeir vænzt árang- urs, og haldi áfram sem hingað til, þá eru þeir siannfærðir um, að tekki muni líða á löngu þar til allir þeir erfiðleikar sem nú er við að glíma tilheyri liðnum tíma. Endursagt úr Review of International Cooperation. hlynur 7

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.