Hlynur - 15.03.1969, Side 8

Hlynur - 15.03.1969, Side 8
EYÐUBLÖÐ OG PAPPÍR eftir Gísla Eriendsson tæknifræðing hjá Tæknideild SIS Markmið þessarar greinar er að vekja fólk til umhugsnnar um eyðublöð, pappír og kynna íslenzka staðla á þessu sviði. Nú á tímum skriffinnsku og pappírs er mjög mikilvægt að veita þessum málum athygli. Þeim tegundum pappírs sem við notum vil ég skipta í venju- legan skrifpappír og eyðublöð. Oft liggja mörkin á milli ekki skýr, en undir eyðublöð vil ég setja hvern þann pappír sem er prentaður að meira eða minna leyti fyrirfram, og síðan útfyllt- ur og/eða undirritaður. Um venjulegan skrifpappír ræði ég ekki, nema hann fellur auðvitað undir staðal eins og annar pappír, en eyðublöð ætla ég að ræða lítillega um. Hlutverk eyðublaðs 1. Spara vinnu við skrift, létt- ari skásetning. 2. Flýta fyrir. 3. Tryggja ákveðinn vinnu- gang. 4. Tryggja ákveðið form á upplýsingum. Uppbygging eyðublaðs Áður en hafizt er handa um að útbúa nýtt eyðublað þarf að hafa eftirfarandi í huga: 1. Þörf. Athuga vel þörfina fyrir við- komandi eyðublað og hvort ekki sé hægt að notast við annað sem til sé. Hlutverk, upplýsingar, hver gefur þær og hver á að nota upplýsingarnar. Hvaða gerð upplýsinga. Hvernig viðkomandi eyðublöð eiga að dreifast, og síðan geymslufyrirkomulag. Hvemig á að skrifa á eyðu- blaðið, handskrifa, vélrita o. s. frv. 2. Gæði, pappír, litur. Það fyrsta sem við hugsum um í sambandi við igæði pappírs er þykkt. Við heyrum fagfólk tala 'um t. d. 70 eða 80 gramma pappír, en með því er átt við að 1 m2 af viðkomandi pappír sé 70 eða 80 grömm á þyngd. Mörkin á milli pappírs og pappa eru um 140 g/m2, en venjulegur skrifpappír er um 70 g/m2. Grófleika pappírs verður að velja með tilliti til hvernig skrifa á, vélrita eða handskrifa. Litur skiptir venjulega ekki miklu máli, þó ber að varast dökka liti sem skrift sést verr á. 3. Stærð, staðall. Mjög mikilvægt er að gera sér grein fyrir stærðum pappírs og stöðlun. Lögfestir hafa verið á íslandi staðlar fyrir pappír og umslög, ÍST 1 fyrir pappír og ÍST 2 fyrir umslög. Eru þeir gerðir af Iðnaðarmálastofnun fslands eftir stöðlun annarra Kennimerki Mál f mm. AO 841 X 1189 A1 594 X 841 A2 420 X 594 A3 297 X 420 A4 210 X 297 A 5 148 X 210 A6 105 X 148 A7 74 X 105 A8 52 X 74 A9 37 X 52 A10 26 X 37 T afla Í2. landa, t. d. þýzkum staðli DIN 476. í fonmála ÍST 1 segir: „Hending hefur tíðum ráðið vali pappírsstærða hér á landi. Af þessu 'hefur hlötizt mikið ó- hagræði, og miklu fleiri stærðir hafa verið notaðar en þörf er á. Á þetta m. a. við um óhag- kvæman niðurskurð pappírs, 'torveldun birgðahaids og nýt- ingu geymslurýmis að því er varðar prentsmiðjur og pappírs- séljendur, og á hinn bóginn ó- hagræði í notkun og vörzlu bréfa, eyðublaða og hvers konar skjala. Það er tilgangur þessa staðals að bæta úr þessu. Staðallinn felur í sér nákvæmt alþjóðlegt kerfi um stærðir pappírs, og mun notkun hans leiða til fækkunar stærða og nákvæms samræmis milli þeirra. Með þessu verður pöntun, niður- skurður, notkun, sending og geymsla pappírs einfaldari og ódýrari, auk þess sem lagður er grundvöllur að öðrum stöðlum fyrir pappírsvörur, svo sem um- Kennimerki Mál f mm. B0 1000 X 1414 Bl 707 X 1000 B2 500 X 707 B3 353 X 500 B4 250 X 353 B5 176 X 250 B6 125 X 176 B7 88 X 125 B8 62 X 88 B9 44 X 62 B10 31 X 44 Tafla 3. 8 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.