Hlynur - 15.03.1969, Side 10

Hlynur - 15.03.1969, Side 10
Indversk börn. VERZLU NARSTJÓRN í I N D LAN D I Okkur íslendingum hæiitir oft til þess að kvarta og bera okkur ilia, þegar á móti blæs, og kann það að einhverju leyti að eiga rætur sínar að re'kja til þeirra tíma, þegar í gildi var máltækið „enginn er búmaður nema hann kunni að berja sér“. í þeim efnáhags'erfiðleikum, sem geng- ið hafa yfir þjóðina undanfarið, hefur nokkuð borið á þesisu, enda skai ekki úr því dregið hér, að margir hafa orðið að herða mittisólina og það jafnvel úr hófi fram. Þegar þannig stend-ur á, er þó hollt að hafa það í huga, að miðað við þau lönd í heiminum, sem í daglegu tali eru nefnd vanþróuðu lönd- in, búum við hvað sem öðru líð- ur við allgöð lífsskilyrði, og þótt nökkuð hafi blásið á móti und- anfarið, fer því fjarri, að hér á landi hafi rikt nokkurt neyðar- ás;and, eins og verst gerist í öðrum hlutum heimsins. Fyrir þá lesendur okkar sér í lagi, sem fásit við smásölu- verzlun, ekki sízt verzluniarstjór- ana, birtum við hér lýsingu á því, hvernig háttað er kjörum dæmigerðs verzlunarstjóra í kaupfélagsbúð í Indlandi, en ekki þarf að lýsa því fyrir þeim, sem fylgzt hafa með fréttum þaðan, hvernig lífskjörum fólks er háttað í því þéttbýla landi. Við erum að vísu ekki kunnug- ari lífsafkomu fólks austur þar en gerist og gengur, en þó telj- um við líklegt, að afkoma ann- arra sambærilegra stétta þjóð- félagsins sé þar nokkuð svipuð því sem hér er lýst, en frásögnin er höfð eftir starfsmanni sænsku samvinnufélaganna, sem dvaldist þar um skeið við ráð- gjafástörf. Hann kynntist um- ræddum verzlunarstjóra á miðju sumri á því herrans ári 1968. Búðin, sem þessi verzlunar- stjóri veitti forstöðu, var aðeins 15 fermetrar, en á bak við hana var vörugeymsla, svipuð að flat- armáli. Það þarf ekki að taka fram, að hér var um afgreiðslu- búð að ræða, en ekki kjörbúð. í henni voru seldar um það bil 150 vörutegundir, og nær ein- göngu nauðsynlegustu lífsnauð- synjar. Flestar vörurnar voru Verksmiðjupakkaðar, þó að frá- töldum sykri, hrísgrjónum og steinolíu, og það sem olli verzl- unarstjóranum einna mestum erfiðleikum voru rotturnar, sem oft unnu talsverð spjöll á vörum hans. Afgreiðslumátinn hjá hon- um var á þann veg, að viðskipta- vinurinn kom fyrst til hans og taldi upp það sem hann vildi kaupa, síðan skrifaði hann það upp á blað, lagði saman og tók við greiðslunni, og rétti síðan einum af aðstoðarmönnum sín- um blaðið, sem afgreiddi vör- urnar. Það þarf naumast að taka fram, að þetta þótti Svían- um, sem söguna segir, heldur gamaldags verzlunaraðferð og ólík því sem hann þekkti úr búðunum í heimalandi sínu. Þessi maður rak verzlun sína allvel eftir því sem gerist í Ind- landi, en þó var nokkurt tap á rekstrinum. Hann hafði verið verzlunarstj óri þarna í fjögur ár, og hafði 132 rúpíur í mán- aðarlaun (um 1.550.00 ísl. krón- ur), en þrátt fyrir talsverðar verðhækkanir á þessum fjórum árum, höfðu laun hans haldizt óbreytt allan tímann. Til dæmis kostaði sykurkílóið upphæð sam- svarandi 43 ísl. kr. og hrís- grjónakílóið um 25 kr. Með þess- um launum þurfti hann að framfleyta fjölskyldu sinni, sem samanstóð af konu og einu barni, en auk þess hafði hann móður sína, yngri bróður sinn 10 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.