Hlynur - 15.03.1969, Page 12
Kaupfétagssti.skipti
Nokkrar skýringar við málefni á Óspakseyri ....
í fyrsta tölublaði Hlyns 1969
er gbein með yfirskrift „Liítið við
í Ldkastaðarétt,“ og er höfundur
Helgi Bergs. Fjallar greinin um
lítil og stór kaupfélög. Afstöðu
til þeirra málefna tek ég hér
ekki að öðru leyti en því sem
ekki verður komizt hjá.
Það sem gefur mér tilefni að
taka til máls um grein þeissa, er
eftirfarandi málsgrein hennar:
„Kaupfélag Héraðsbúa stækkaði
af 'sjálfu isér í fyrra um verzlun-
arsvæði Kaupfélags Austfjarða,
sem varð gjaldþrota.“ Ég hefði
vænzit þess, að maður sem Helgi
Bergs 'hefði önnur orð um það
imál en þessi, „stækkaði af sjálfu
sér.“ Við þau orð eigum við
gamlir meðlimir KAS á Seyðis-
firði ertfitt með að fella okkur.
Mér er e'kki kunnugt um, að hér
á Seyðisfirði séu neinir mteðlimir
Kaupfélags Héraðsbúa, eða að
hér isé nein deild úr því, þó það
féiag reki hér verzlun. Veit e'kki
til, að stofnað hafi verið hér til
neinnar slíkrar félagsdeildar.
Um orð Helga Bergs í nefndri
grein: „sem varð gjaldþrota,"
vil ég segja það, að sú ráðsitöfun
muni eitthvað hafa komið til
aif því, að þeir, sem halda áttu
vöku yfir KAS á Seyðisfirði, hafi
eitthvað blundað á verðinum.
Við seim vorum félagsmenn í
KAS átium sízt von á, að það
kæmi fyrir. Tildrögin að því, að
KAS varð gjaldþrota, eru meira
mál en það, að því verði gerð
skil í stu'ttu máli, en það tel ég
harmsögu í sögu samvinnumál-
ainna, að sií'kt skyldi koma fyrir.
Hjá okkur hinium gömlu með-
limum KAS mun það geymast í
minni, hversu það bar að, og
hverjar afleiðingar allt það mál
hafði.
Eg teldi eðliiegra, að stækkun
kaupfélaga æ'tti sér stað áður
en þáu minni eru orðin van-
máttug til framhaldandi starf-
semi. Einnig æ'jti ætíð að gæta
þesis, iað la'llir þeir, sem vaika yfir
og istjórna samvinnumálum, vaki
yfir því, ef fara að koma í ljós
erfiðleikar í félögunum, að gagn-
kyn'na sér, af hverju þeir staíi.
Ég get tekið undir það viðhorf,
er skipulagsbreytingar verða, að
æskilegra væri, að framkvæmd
þeirra yrði á annan veg en orð-
ið hefur í sseinni tíð. Því tel ég
orðin í grein H.B. „af sjálfu
isér“ e'kki viðeigandi, sízt þeg-
ar óheppni hefur hent minni
'bróðurinn. Ætti fremur að rétta
honum fyrr hönd til aðstoðar,
ef með þyrfti.
Að sinni hef ég ekki orð þessi
fieiri, en ef tilefni gefst, svo
mér sýnislt ástæða til, mun ég
skýra afstöðu mína nánar.
Sigurður Stefánsson
frá Stakkahlíð.
Ritstjóri Hlyns hefur sýnt mér
þe'ssia grein Sigurðar Stefánsson-
ar og 'sé ég ekki ástæðu til ann-
arar aíthugasemdar en þeirrar,
að sé grein mín sú, sem til er
vísað, lesin með athygli ber hún
það með sér, að það orðalag,
sem er 'honum hneykslunarhella,
er haft eftir öðrum manni, ein-
mitt tll að undirstrika það 'sa.ma,
sem Sigurður orðar svo í sikýr-
ingum s'ímum: „Ég teldi eðlilegra
að stækkun kaupfélaga ætti sér
■ stað áður en þau minni eru orð-
in vanmát'tug til fraimhaldandi
'starfsemi." Um þetta er því ek'ki
ágreiningur milli okkar.
Helgi Bergs.
Kaupfélags-
stjóraskipti urðu
hjá Kf. Bitru-
fjarðar á Ó-
spakseyri um sl.
áramót, er Ól-
afur Einarsson
lét af því starfi,
og við tók Ein-
ar Magnússon.
Einar er fæddur
hinn 2. ágúst
1931 í Hvítuhlíð,
þar sem hann ólst upp. Hann varð
gagnfræðingur frá Núpsskóla 1953,
en tók við búi í Hvítuhlíð 1958, þar
sem hann hefur búið síðan. E'nar
hefur áður gegnt starfi kaupfélags-
stjóra hjá Kf. Bitrufjarðar, um eins
og hálfs árs skeið, á árunum 1962—
63. Kona hans er Hersilía Þórðar-
dóttir og eiga þau tvær dætur.
.... og í Grafarnesi
Kaupfélags-
stjóraskipti urðu
hjá Kf. Grund-
firðinga í Graf-
arnesi í byrjun
marz. — Þórir
Sæmundsson lét
af störfum hjá
félaginu og
fluttist til
Reykjavíkur, en
við tók Þorkell
J. Sigurðsson.
Þorkell er fæddur 18. sept. 1908 og
lauk prófi frá Samvinnuskólanum
1935. Hann var útibússtjóri fyrir
útibú Kf. Stykkishólms, sem þá var
í Grafarnesi, árin 1942—46, vann
síðan við útgerð í Grafarnesi til
1950, er hann fluttist til Kópavogs,
þar sem hann rak verzlun um
tíma, en starfaði í Búnaðarbank-
anum 1958—64. Síðan hefur hann
starfað við iðnað, þar til nú. —
Kona Þorkels er Kristín Guðríður
Kristjánsdóttir, og eiga þau 5 börn.
Þorkell.
12 HLYNUR