Hlynur - 15.03.1969, Síða 14
maður, Stefán Björnsson, forstjóri,
Einar Ólafsson, bóndi, Grétar Sím-
onarson, mjólkurbússtjóri, Hjalti
Pálsson, frkv.stjóri, Jónas Kristj-
ánsson, f.v. mjólkursaml.stjóri.
Auk stjórnar og framkv.stjóra
sátu ársfundinn stjórnir Mjólkur-
samsölunnar og Sambands íslenzkra
samvinnufélaga.
Isl. iðnaðarvörur í Danmörku
Eins og kunnugt er og m. a. var
greint frá í síðasta hefti HLYNS,
er nú unnið að :því að reyna að auka
útflutning á framleiðsluvörum verk-
smiðja SÍS á Akureyri og vinna
nýja markaði fyrir þær erlendis.
Hið nýjasta, sem af þeim málum
er að fregna, er það, að í fram-
haldi af samþykkt, sem gerð var
á stjórnarfundi Norræna samvinnu-
sambandsins í Kaupmannahöfn í
desember s.l., um það að samvinnu-
samböndin á hinum Norðurlöndun-
um skyldu beita sér fyrir kaupum
á íslenzkum iðnaðarvörum, komu
w + 1 1« A 4 HH rs
iL. mtmil Jt %
F-yrir nokkru, var gerður samningur um sölu d Heklu-ggeysum til Rússlands jyrir
um 88 milj. kr. eins og Icomið hefur frarn í fréttum. Þessar myndir voru teknar
á Akureyri í byrjun febrúar, þegar verið var að skipa út í Dísarfellið jyrstu
sendingunni, en í henni voru 32 þiis. peysur að verðmœti 15—16 milj. kr. ■—
Ljósm.: Gunnlaugur P. Kristinsson.
nýlega hingað til lands tveir full-
trúar frá danska samvinnusam-
bandinu FDB, til þess að at-
huga um kaup á vörum frá verk-
smiðjunum á Akureyri.
Heimsóttu þeir m. a. verksmiðj-
urnar á Akureyri og kvnntu sér
framleiðsluvörur þeirra. og þær vör-
ur sem vöktu mesta athygli
þeirra voru íslenzku prjónapeys-
urnar, ullarteppi, skinn og kulda-
úlpur, fóffraðar með íslenzkum gær-
um, og einnig húsgagnaáklæði.
Sömuleiðis vöktu hin nýju tweed-
Jón
Arnþórsson
ullarefni frá Gefjun áhuga þsirra.
f framhaldi af þessari heimsókn
er nú ráðgert að koma upp sýn-
ingum á íslenzku iðnaðarvörunum
í öllum samvinnuvöruhúsum Dan-
merkur, þar á meðal vöruhúsinu
ANVA í Kaupmannahöfn, og er
einnig hugmyndin, að á sýningum
þessum verði sérstök kynning á ís-
landi, m. a. sem ferðamannalandi.
Að hálfu SÍS fjallar Jón Arn-
þórsson sölustjóri útflutningsvara
í Iðnaðardeild um þessi mál, cg
eftir heimsókn Dananna eru taldar
góðar horfur á því, að þarna geti
orðið um framtíðarviðskipti að
ræða.
Kf. Skagfirðinga opnar verzlun á
Hofsósi
Um mánaðamót nóvember og des-
ember s.l. hætti Kf. Austur-Skag-
firðinga á Hofsósi verzlunarrekstri,
en frá og með sama tíma tók Kf.
Skagfirðinga á Sauðárkróki verzl-
unarhúsnæði félagsins á leigu,
keypti vörubirgðir þess og opnaði
verzlun þar. Að því er Sveinn Guð-
mundisson kaupfélagsstjóri á Sauð-
árkróki tj'áði blaðinu, hafa félögin
þó ekki sameinazt, og óvíst að svo
verði. Hins vegar hafa ýmsir fé-
lagsmenn Kf. Austur-Skagfirðinga.
einkum bændur á félagssvæði þess,
undanfarið fært viðskipti sín til
Kf. Skagfirðinga og jafnvel gerzt
félagsmenn þar.
14 HLYNUR