Hlynur - 15.12.1972, Blaðsíða 2
Vasa-
kver
fyrir
bændur
og
einfald-
-t •
iinga
*
a
íslandi
Pyrir skömmu komst í eigu
Sambands ísl. samvinnufélaga
eintak af torgætri bók frá árinu
1782, sem ber íramanskráð heiti.
Er eintak þetta komið frá Sigur-
steini Magnússyni ræðismanni í
Edinborg, sem eignaðist það í
Bretlandi og sendi það heim til
varðveizlu.
Bók þessi er fyrir margra hluta
sakir girnileg til fróðleiks. Fullt
heiti hennar er alllangt að þeirra
tíma sið eða „Vasakver fyrir
bændur og einfaldlinga á íslandi,
eður ein auðveld reikningslist,
hvar í finnst alls konar útreikn-
ingur á upphæð og verðaurum í
kaupum og sölum, bæði eftir
innlenzku og útlenzku verðlagi,
einnig útdráttur af hinni kon-
ungl. íslenzku kauptaxta- og
bréfburðartilskipun" (sjá einnig
mynd á forsíðu). Segir nafnið
nokkuð til um efni bókarinnar,
en í stuttu máli er hér um að
ræða handbók fyrir almenning
til nota við hvers konar viðskipti,
bæði til aðstoðar við útreikninga
og til að kynna sér verðlag á
innlendum og erlendum vörum.
Höfundur og útgefandi þessar-
ar bókar var Jón Johnsonius,
sem vann mikið að margvísleg-
um fræðistörfum, þýddi m. a.
Njáls sögu á latínu og vann að
útgáfu Árnanefndar á Eddu-
kvæðum, en varð síðar sýslu-
maður í ísafjarðarsýslu. — Á
sínum tíma hefur þessi bók
verið mikil nýjung, en útgáfa
hennar hefur reyndar verið í
samræmi við tízku tímans, því
að um þetta leyti gekk einmitt
mikil framfaraalda yfir danska
konungsríkið. M. a. voru á þess-
um árum gefin út margvísleg rit,
sem horfa áttu til framfara fyrir
þegnana, þar á meðal allmörg á
íslenzku. Bækur svipaðar þessari
höfðu áður verið gefnar út fyrir
Dani, og með þessu framtaki
sínu hefur höfundurinn viljað
brjóta þessari nýjung leið til
landa sinna. Er og ljóst, að hann
hefur verið vandvirkur og sam-
vizkusamur maður, því að frá-
gangur bókarinnar er allur til
mestu fyrirmyndar.
Þess er ekki kostur að gera
hér nema takmarkaða grein fyr-
ir efni þessarar bókar, en til
fróðleiksauka verður hér gripið
niður í henni á nokkrum stöðum,
þar sem segja má, að hún veiti
innsýn i viðskiptahætti forfeðra
okkar fyrir um tvö hundruð ár-
um. Þess skal þó getið, að hún
skiptist að efni til i þrjá megin-
hluta, í fyrsta lagi venjulega
margföldunartöflu eins og við
þekkjum þær, í öðru lagi marg-
földunartöflu fyrir algengustu
þágildandi mynt, sem samanstóð
af rikisdölum, mörkum og skild-
ingum, og i þriðja lagi kaup-
taxtatilskipun, þ. e. fyrirmæli
konungs um verðlag á erlendum
og innlendum vörum í verzlun-
um kaupmanna. Auk þess er svo
ýmislegt fleira að finna í bók-
inni, svo sem vaxtatöflur, töflur
til að umreikna fiska og álnir til
peninga, tiundatöflu, útdrátt úr
tilskipun um bréfburð á íslandi
o. fl.
Margföldunartaflan
Það ber e. t. v. fátt betur vitni
um það, hversu almenn hefur
verið á þessum tímum vankunn-
átta í þeim undirstöðuatriðum
stærðfræðinnar, sem hvert
mannsbarn veit nú deili á, en
inngangur höfundar að marg-
földunartöflunni í bók sinni.
Segja má, að hann geri þar ráð
fyrir algjöru kunnáttuleysi í
þeim fræðum og jafnvel því, að
notendur bókarinnar séu óskrif-
andi. Kemur það fram í inn-
gangi hans eða „ávísan um
rétta brúkun og nytsemi þeirra
tölutaflna, er finnast í kveri
þessu“, þar sem segir m. a.:
„Hin fyrsta tölutafla . . ., sem
heldur einungis óviðkenndar töl-
ur, fernar á hverri blaðsíðu ofan
til, notar til að vita útreikning
alls konar fjölda og verðhæðar,
sem eigi eru ákvörðuð til fleiri
en einnar tegundar sérílagi, hver
og hafa má hvaða helzt nafn
sem vill, til dæmis hundruð, aur-
ar, álnir, fiskar, ríkisdalir o. s.
frv., og þarf eigi annað til að
finna summu eður upphæð á
öllu þvílíku en fletta upp þeim
tölum, er maður hefir i hugan-
um og vili fá útreiknaðar, og
leita jafnan að þeirri stærri of-
an við þverstrikið, en að þeirri
2 HLYNUR