Hlynur - 15.12.1972, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.12.1972, Blaðsíða 3
FORSÍÐAN: Titilsíða Vasakvers, sjá grein hér á opnunni. minni framan við langstrikið í fyrsta dálki, og stendur þá summan eða upphæðin, sú er mann vita girnir, rétt niður und- an þeirri ofanverðu tölu og beint út frá hinni framan strikið.“ Siðan tekur hann nokkur hag- nýt dæmi um notkun töflunnar, sem sýnast gripin beint úr dag- legu lífi fólks á þessum tímum, og hljóða þau svo: „Til dæmis: Kaupir maður 35 hundraða jörð og gefur 6 rd. fyrir hvert hundrað, þá flettir maður 35 upp í fyrstu töflu ofan til, og hyggur þá að 6 i fremsta dálki á sömu blaðsíðu, og standa þá beint út undan 6 og rétt niður frá 35 i þriðja dálki 210, sem er verðhæðin i ríkisdölum. Item: Kaupir maður eða selur 36 ær, hverja fyrir 30 fiska, hvað kosta þær þá allar? Flett nú upp 36 ofan strikið, og undir eins 30 í fremsta dálki, stendur þá upp- hæðin, 1080 (eða 9 stór hundruð) fiskar, sem ærnar kosta, rétt út frá 30 og niður frá 36 í fjórða dálki. Item: Hvað mikið verða 65 stikur vaðmáls, þegar hver kost- ar 5 álnir? Svar: 325 álnir, því að sú upphæð stendur í fimmta dálki beint niður frá 65 og út undan 5, nær flett er upp eftir þeim tölum. Item: Hvað kosta 97 stykki rekatiés, er hvert selst 12 fisk- um? Svar: 1164 fiska (eða 9 stór hundruð og 84 fiska), sem finna má, nær upp er flett 97, rétt nið- ur frá þeim og út undan 12, í fimmta dálki.“ Margföldunartöflurnar í bók- inni ná ekki nema annars veg- ar frá tveimur upp í tuttugu og síðan yfir tugina upp í eitt hundrað, og hins vegar upp í eitt hundrað, en höf. gefur einnig leiðbeiningar um, hvernig fara skuli að við að nota þær til að margfalda saman hærri töl- ur: „Nú ber það tiðum við, að menn kunna eigi að finna báðar tölurnar í töflunni, sem menn hafa í huganum, það er að segja, nær þær báðar yfirganga ein- hverja tugatöluna frá 20 til 100, er standa i fremstu dálkunum og ofan til, til dæmis maður vill reikna hvað 68 ær kosti, þegar hver selst 24 fiskum. Þá skal fletta upp 68 ofan til, en 20 að framan, og sér maður þá i fjórða dálki, að 68 sinnum 20 fiskar eru ..... 1360 fiskar, leitar síðan hve margt er fjórum sinnum 68 og finnur það eru .... 272 fiskar, sem hann setur þá rétt undir hina summuna (eins og hér er gjört), leggur þá hvertveggja saman, og verður þá summan ............ 1632 fiskar, (eða 13 stór hundruð og 72 fiskar), sem er verðhæð ásauðarins.“ Sömuleiðis kemur í ljós, að höfundurinn telur sig verða að gera ráð fyrir heldur bágu á- standi i menntun alþýðu, því að við þessa skýringargrein sína setur hann þessa neðanmáls- grein: „Þeir sem nokkuð kunna að skrifa, geta hæglega gjört þetta eftir og lagt saman frá hægri hendi til vinstri hvern töiudálk fyrir sig, skrifandi þar undir á hverjum stað sem minna er en 10, en bætandi hverjum 10 eða tug við tölurnar næst að framan. En þeir sem ekki kunna að skrifa, verða að reikna slíkt í huganum." Okkur nútímamönnum kemur það spánskt fyrir sjónir, að í slíkri almannahandbók þurfi að gera ráð fyrir því, að notendurn- ir kunni hvorki að skrifa né leggja saman á blaði hærri töl- ur en sem nemur fyrsta tugn- um. Hafa verður þó í huga, að þetta er löngu fyrir daga barna- skólanna, og þó að lestrar- og skriftarkunnátta væri jafnan tiltölulega útbreidd hér á landi, hlaut hún að dreifast á nokkuð tilviljanakenndan hátt, áður en almenn barnafiæðsla var lög- leidd. Nokkur fleiri dæmi gefur hann 5- ■ mn?m SlÍlllB llllll ■1111 = 2 13 14 55 16 37 r ■. cvn crn Cl*U CEÍt jí'Ut. cru ; erii cm cnt 2 6o' 62 64 66 2 é-8 70 7 = 3 ■ 93 96 cy 3 102 io5 ! - 1 H 4 12Q 1 -4 !■- I32. 4 136 140 •■■■■ 5 150 : 60 14 5 170 175 !«0- 185 6 i o 1Í56 ! 9« 6 504 210 2'6 3-231 - 7 2 tO st 7 -■'4 2 5 I ? =38 24$ 2SÍ 8 ■340 2-,8 8 272 . - 2gQ : ■- -4 9 2 70 279 T S 8 - 97 306 515 3=4 io 7> lc 3:0 330 30 3 80 150 }6o .370 ..: 1J 341 >52 3f>l 13 ■ 37+ 3«5 34« 7 12 VO 384 VA 12 ;: :. 408 420 43' 484 13 V'® 4* 3 4.0 4-9 >3 ;;; 44=9 455 4«S 4íU Í4 420 4 4 448 481 ‘4 376 490 5°4 - ::ÍS 4:0 a'H 4!io 495 "8 ;r- 5 = 5 <.|0 : 555 ; : 480 4<J0 S*3 5=8 36 544 5<50 576 5-‘ 17 5 10 527 544 561 4/ 578 59 5 6 12 62<?> 54° 5'8 57« 594 IS 6l2 65- 6 tS Ó6 5 '9 570 589 608 6:7 19 64 6 66 5 703 30 600 6:0 6.;-. 660 20 6Ö0 . - 720 74t> 3<; S-OQ VI- V -■- 990 3° XC20 1050 ÍQ&Q !t!t> i:0O 1240 1*80 :: 1320- 40 I>6o I4QO 1440 >4)5» 'o i 5CO IS50 16 0 1650 50 1700 i?$0 1800 • li- «-■ 18co 1S V. ; ‘9:0 lþ'5,0 fio 20:40 (2100 7 1 co 2170 2240 2^10 70 33SO 3450 * ÍSV'ý ' So 2.J-C0 =4bo 2'' ,80 2770 2800 =8 8 0 íítíí 0700 = 88° 2^70 80 3c(.o 3‘ 50 3=+o 35$.? lvO , 3400 1.00 3400 3500 }6oo • 3700 Opna úr margföldunartöjlunni. HLYNUR 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.