Hlynur - 15.12.1972, Síða 12

Hlynur - 15.12.1972, Síða 12
— Úr ýmsum áttum j Samvinnuverzlun á Siglufirði Hinn 1. nóv. s. 1. opnaði Kf. Ey- firðinga verzlun á Siglufirði sam- kvæmt eindregnum tilmælum sam- vinnumanna þar í bæ. Aðdragandi þessa er sá, að haustið 1970 varð Kf. Siglfirðinga að hætta störfum, en þá varð að ráði, að Kf. Skag- firðinga og Kf. Eyfirðinga, sem um árabil höfðu í sameiningu annazt sölu mjólkur og mjólkurvara á Siglu- firði, breyttu mjólkurbúð sinni þar í almenna matvöruverzlun. Var það gert að ósk fjölda heimamanna, og var á þann hátt komið í veg fyrir, að samvinnuverzlun félli alveg nið- ur á Siglufirði. Á s. 1. vetri kom fram áskorun frá 120 fjölskyldum á Siglufirði þess efnis, að Kf. Eyfirðinga setti þar á stofn útibú og stofnaði þar félags- deild. Þetta erindi afgreiddi aðal- fundur Kf. Eyfirðinga 5. júní s. 1. með því að samþykkja, að sett yrði á stofn verzlun á Siglufirði, og þeg- ar fengin yrði tveggja ára reynsla af henni, yrði tekin ákvörðun um stofnun félagsdeildar. Verzlunin er í húsakynnum þeim, sem áður tilheyrðu Kf. Siglfirðinga við Suðurgötu 2—4. Þarna hefur verið útbúið mjög glæsilegt verzl- unarhúsnæði, og auk fjölbreyttrar matvöru eru þar einnig á boðstólum heimilistæki, búsáhöld, vefnaðar- vörur og leikföng. Frá þessari verzl- un er síðan útibú að Hvanneyrar- braut 42, eingöngu með matvörur, og svo mjólkurbúð í sunnanverðum bænum. Skipulagningu og uppsetningu hinnar nýju verzlunar önnuðust af hálfu Kf. Eyfirðinga þeir Björn Baldursson, Vilhelm Ágústsson, Mikael Jóhannesson, Haraldur Magnússon og Gísli Magnússon. Iðnaðarmenn og fyrirtæki á Siglu- firði sáu um hina almennu fag- vinnu, Jón & Erling önnuðust upp- setningu kælitækja, Tréverk hf. annaðist alla trésmiði, Gunnar Guðmundsson múrverk, Ingólfur Ámason raflögn og Bjarni Þorgeirs- son málningu. Verzlunarstjóri er Guðmundur Jónasson og með hon- um munu starfa 6—7 manns. Afmæli og hlutafjárútboð Samvinnubankans Samvinnubankinn átti 10 ára starfsafmæli hinn 17. nóv. s. 1. Á afmælisdeginum hófst áður boðað hlutafjárútboð bankans, en sam- kvæmt ákvörðun síðasta aðalfund- ar hans er nú fyrir hendi heimild til að auka hlutafé hans úr 16 milj. kr. í allt að 100 milj. kr. Á liðnum áratug hefur starfsemi Samvinnubankans vaxið mjög. Við stofnun yfirtók hann Samvinnu- sparisjóðinn, sem starfað hafði frá 1954, og voru innstæður hans þá 152 milj. kr., en nú nemur innláns- fé bankans um 1.400 milj. kr. Á af- mælisdeginum hafði innlánsféð auk- izt um 350 milj. kr. frá ársbyrjun eða um 34%. Starfsemi bankans er dreifð um land allt, og hefur hann á liðnum starfstíma yfirtekið tólf innlánsdeildir kaupfélaga og tvo sparisjóði með innlánsfé að upphæð 94 milj. kr. Bankinn starfrækir nú tíu útibú og tvær umboðsskrifstof- ur úti á landi, auk eins útibús í Reykjavík. Náið samstarf er á milli bankans og Samvinnutrygginga, og annast hann víða umboðsstörf fyrir þær. Fyrir skömmu tók til starfa við bankann Stofnlánadeild samvinnu- félaga. Er hlutverk hennar að veita stofnlán til byggingar verzlunar- og skrifstofuhúsnæðis fyrir fyrirtæki samvinnumanna, og hafa deildinni þegar verið tryggðar 15 milj. kr. til ráðstöfunar á þessu ári. Hlutafjárútboð bankans nær til allra félagsmanna í Sambandsfélög- unum. Eru hin nýju hlutabréf að nafnverði 5, 10 og 100 þús. kr., og eru þau til sölu í bankanum og úti- búum hans, svo og í kaupfélögun- um um land allt. Ný verzlun KRON KRON opnaði hinn 17. nóv. s. 1. nýja verzlun sína við Norðurfell í efra Breiðholtshverfi í Reykjavík. Er hún í nýju húsi, sem félagið hef- ur reist þar. Húsið er á einni hæð með rúmgóðum geymslukjallara undir, og er heildargólfflötur þess 1,300 fermetrar, þar af sölusvæði 550 fermetrar. Er þessi verzlun þar með hin stærsta og glæsilegasta í eigu félagsins. Þessi verzlun er fyrst og fremst fyrir matvörur, en einnig er þar á boðstólum nokkuð af fatnaði, bús- áhöldum, leikföngum og gjafavör- um. Rúmgóðir kæli- og frystiklefar eru í húsinu, en kæli- og frystiborð í sjálfri búðinni eru auk þess 30 m löng. Innréttingar eru keyptar frá sænska samvinnusambandinu, og hillulengd er samtals 1.050 m. Kass- ar eru þrír, en búnir færiböndum, svo að afgreiðsla gengur mjög hratt. Verzlunarstjóri í hinni nýju verzl- un er Elías R. Helgason. Verzlunin er í nýjasta hverfi Reykjavíkur, þangað sem íbúar eru Vr verzlun Kj. Eyjirðinga á Siglujirði (Ljósm.: Kr. Mötter). 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.