Hlynur - 15.08.1979, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.08.1979, Blaðsíða 16
verið góð, en mætti þó vera betri. Vináttuvikur eru ákjósanlegur vettvangur í þessum samskiptum og ber að halda þeim áfram. Auka íþróttasamskipti og starfsmannaskipti milli Norðurlandanna. Efla þarf íþróttasamskipti við samvinnustarfsmenn annars staðar á Norðurlöndum. Þingið felur LlS að athuga möguleika á starfsmanna- skiptum milli Norðurlandanna og einnig kaupfélaganna innanlands, svipað og tíðkast í Danmörku. Fela LlS að kanna leiðir til að fjármagna norræn samskipti t. d. með umsóknum úr ýmsum sjóðum. Félgsgjöld til LÍS rúmlega tvöfaldist 1980. Lagt er til að aðildargjöld til LÍS fyrir árið 1980 verði kr. 2.500.- á félagsmann. Jafnframt heimilar landsþingið sambandsstjórn að hækka aðildargjöld fyrir 1981 í samræmi við almennar launabreytingar á árinu 1980. Þingið telur ekki rétt að byggja fjármál sambandsins upp á happdrættum. Sú fjáröflunarleið sé ekki notuð nema í neyðartilfellum. Þingið leggur til, að árgjöld til LÍS verði greidd á þremur gjalddögum, 1/3 - 1/6 - 1/10 hjá þeim félögum, sem hafa 50 félagsmenn eða fleiri, og innheirfita þeirra verði í gíróformi. Verði gíró- miðar sendir út til félaganna. Samvinnufyrirtæki greiði helming félagsgjalda til LÍS. Þingið leggur til, að athugað verði, hvort ekki sé hægt að koma því á, að samvinnufyrirtækin greiði t. d. 50% af félagsgjöldum til LÍS eftir félagafjölda. Reynt verði að kynna málið fyrir forsvarsmönnum fyrirtækj- anna m. a. með því að senda fulltrúa inn á fund hjá félagi kaupfélagsstjóra. Þingið beinir því til framkvæmdastjórnar að nota alla þá fjáröflunarmöguleika, sem tök eru á. Enn fremur að leita eftir þeim styrkjum, sem mögulegir eru. Áframhaldandi útgáfa félagsskírteina fyrir starfs- mannafélögin. Þingið leggur til, að áfram verði haldið með útgáfu félagsskírteina fyrir aðildarfélög LÍS. Þingið gerir engar tillögur um lagabreytingar um- fram þær lagabreytingatillögur, sem lagðar hafa verið fram á þinginu. Stofna félög t Vestmannaeyjum og á Stöðvarfirði. Þingið hvetur til stofnunar starfsmannafélaga í Vest- mannaeyjum og á Stöðvarfirði sem allra fyrst og á öðrum þeim stöðum, sem til greina koma. Auka erindrekstur og heimsóknlr frá LÍS tll starfsmannafélaganna. Helstu samskipti LÍS við aðildarfélögin hafa hingað til verið í gegnum landsþingið og fjáraflanir. I því sam- bandi þyrfti að koma á auknum samskiptum t. d. með erindrekstri og heimsóknum stjórnarmanna LÍS og koma á frekari tengslum milli félaganna. Aukin samskipti einstakra starfsmannafélaga. Nauðsynlegt væri að efna til vináttuheimsókna milli félaga á nærliggjandi stöðum og koma á keppnum í úti- og inniíþróttum. Þá mætti auka kynni starfsmanna með því að fara í skoðunarferðir til hinna ýmsu vinnu- staða, þar sem starfsemi viðkomandi fyrirtækja væri kynnt. íþróttamót í landsfjórðungum. Ef vel tækist til með kynningu starfsmannafélaga innan landsfjórðunga, mætti halda áfram á þeirra braut og efna til landsmóta annaðhvort ár til skiptis í hverj- um fjórðungi, og þá á þeim stöðum, sem góð aðstaða væri fyrir hendi. Þar mætti efna til keppna í þeim íþróttagreinum, sem krefðust þátttöku sem flestra. Skoðanakannanir í starfsmannafélögunum. Þingið ályktar að koma þurfi á samræmdu formi Brugðið á leik á kvöldvöku. T. v. eru kvöldvökugestir hýrir í bragði og til hægri eru þau, Fríða Aðalsteinsdóttir og Pórir Porvarðarson að sýna einhverjar kúnstir.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.