Hlynur - 15.08.1979, Blaðsíða 23

Hlynur - 15.08.1979, Blaðsíða 23
Laugardagur 16. júní. Við hjónin komum til Pránd- heims kl. 4.40 eftir tveggja tíma flug. Á flugvellinum beið okkar fararstjórinn, Þorsteinn Máni Árna- son og fagnaði okkur innilega. Síð- an höfð snör handtök og farangur- inn kominn í bílinn kl. 5.00 hjá knálegum bílstjóra, Arleif Fiskvík og reyndist hann frábær bílstjóri og félagi næstu 9 dagana. Við liðs- könnun kom í ljós, að hópurinn að heiman var 27 manns, en sam- ferða okkur í flugvélinni, sem var frá Braathens, var hópur bænda og búaliðs í bændaför. Ekið var frá flugvelli til Pránd- heims um 40 km og þaðan til Sandmoen-tjaldstæðisins um 20 km. Allir komnir í ró um kl. 6 og við hjónin fengum okkur hús á tjald- stæðinu, sem var mjög notalegt. KI. 13.00 var ekið til miðbæjar Prándheims, skoðuð Niðarósdóm- kirkja og var það fyrsti þáttur í þessu ágæta æfintýri. Síðan farið á skoðunarhæð og notið dásamlegs útsýnis, ekið um miðbæinn og keyptur kostur til kvöldverðar í S- Iaget (kaupfélaginu). Kl. 19 mættu svo allir með mat sinn í grilleld- húsinu okkar. Á eftir kvöldvaka og gert að gamni sínu. Sunnudagur 17. júní. Lagt af stað kl. 11.00 til Röros, um 132 km. Ekið um Gaulárdal, þéttbýlan og allan skógivaxinn til fjallstoppa — mjög fagurt land. Skammt sunnan við Röros á Roste- býlinu var tjaldstæðið, sem við áttum pantað. Norskir bændur búa mjög smátt, en hafa mikla styrki frá ríkinu til að byggð haldist. Auka þeir tekjur sínar af ferða- þjónustu, sem margir hafa svo ,,skattfrjálsar“. Við vorum fyrsti ferðamanna- hópurinn og ein og frjáls þarna úti í sveitasælunni. Bóndi tók okkur vel og fengu þeir hús sem vildu. I eftirmiðdaginn fórum við í góða gönguferð að gömlu húsunum, sem nú eru minjasafn. Aðalhúsið er frá 1788 og var mjög fróðlegt og gaman að sjá og heyra það, sem bóndinn sýndi okkur. Hluti af framhlið hinnar stórbrotnu Niðarósdómklrkju er alllr skoðuðu að sjðlfsðgðu. Hellt upp ð könnuna ð einu af þeim velbúnu og hlýlegu tjaldstaeðum sem gist vtr ð. Sú aðstaða sem boðið er upp á á tjaldstæðunum um öll Norðurlönd, gerir ferðalag sem þetta að leik einum. Dagbókarhöfundur, Sigurður B. Guðbrandsson og Helga þorkelsdóttir kona hans, njóta sólar og sumarblíðu. HLYNUR 23

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.