Hlynur - 15.08.1979, Blaðsíða 27

Hlynur - 15.08.1979, Blaðsíða 27
Ný félagsmiðstöð samvinnumanna Kópavogi 19. ágúst 1979. Heill og sæll Hlynur! Ég vil byrja á því að þakka gott blað nú sem fyrr. Pað er útgáfu- stjórnini í alla staði til sóma og verðið ætti ekki að verða neinum að fjörtjóni. En það var nú ekki meining mín að skrifa lof- eða þakkargjörð um útgáfustjórnina. Heldur langaði mig til þess að koma á framfæri nokkr- um hugmyndum, sem hafa verið að veltast um í kollinum á mér í nokk- ur ár varðandi framtíðarstarfsemi NSS. Að vísu reifaði ég þessa hug- mynd á aðalfundi NSS fyrir þremur árum en þá þótti hún svo fráleit, að ég greindi berlega vorkunnar- brosið á andlitum flestra fundar- manna. Ég vil þó ekki gefast upp því ég tel þetta geta orðið félögum NSS og mörgum fleiri brýnt hags- munamál og skapað þáttaskil í starfsemi Nemendasambandsins. Hugmynd mín er sú, að Nem- endasamband Samvinnuskólans eign- ist sitt eigið húsnæði. Hamragarðar, sem lengi hafa verið samastaður NSS og LÍS, fullnægja ekki lengur þeim kröfum, sem gera verður ef félags- starfið á að ná til allra aðildarfé- laganna. Húsnæðið er alltof lítið og starfsemin hlýtur í mörgum til- vikum að verða að miðast við það. Ekki veit ég hve margir félagar eru nú í NSS, en þeir eru gríðarmargir og fer fjölgandi. Pess vegna. þarf að bjóða upp á fjölbreytt félagsstarf þannig, að sem flestir fái dútlað við eitthvað, sem þeim er hugleikið. Pá er komið að stóru bomb- unni. Ég set dæmið þannig upp, að NSS og t. d. LlS, reisi tvílyft sam- komuhús, samtals um 800 m2 að stærð. Á neðri hæð yrði samkomu- salur og fleira, sem nauðsynlegt er í því sambandi. Uppi yrðu svo þokkalega stórt fundarherbergi, bókaherbergi, skrifstofa, prentstofa, gufubað og hagnýt aðstaða til fé- lagsmálastarfa ásamt vel hljóðein- angraðri framkvæmdastjóraíbúð handa Reyni, svo dæmi séu nefnd. Auðvitað kosta svona fram- kvæmdir stórfé. En því má heldur ekki gleyma, að margt smátt gerir eitt stórt. Pví vil ég að stofnað verði samvinnu- eða hlutafélag um framkvæmdirnar og reksturinn að þeim loknum. Pannig væru það fé- lagar samtakanna, sem í raun ættu þessa félagsmiðstöð samvinnumanna. Að sjálfsögðu yrði ekki ráðist í svona framkvæmdir nema að undan- genginni könnun á því hver sé vilji félagsmanna í þessum efnum og væntanleg fjárframlög þeirra. Sannfæring mín er sú, að með þessum hætti mætti afla verulegs fjár til framkvæmdanna, því að þarna er um þúsundir einstaklinga að tefla. Pá væri vel hugsanlegt að gefa samvinnufélögunum í landinu kost á því að skrifa sig fyrir hlut- um. Forsenda svona framkvæmda er, að starfsemin afli sér tekna þegar frá líður, en lifi ekki á framlögum félagsmanna. Pess vegna finnst mér henta, að í samkomusalnum yrði rekið almennt danshús með vín- veitingaleyfi, þegar ekkert stæði til hjá aðildarfélögunum. Einnig mætti gera ráð fyrir, að hann yrði leigður út til ráðstefnu- og funda- halda; möguleikarnir eru fjölmarg- ir. Ég ætla ekki að hafa þennan pistil lengri að sinni en minní á, að þetta er einungis frumhugmynd, sem eftir er að útfæra miklu nánar í einstökum atriðum. Allar athug- anir eru ógerðir í þessu sambandi og víðtækrar kynningar er þörf meðal félagsmanna á tilgangi svona framkvæmda, eignaraðild, þeim möguleikum, sem félagsmiðstöðin býður uppá o. fl. o. fl. Að lokum þetta: Pví skyldu fjöl- menn félagasamtök eins og NSS og LÍS ekki geta velt slíku hlassi, þegar ein þúfa getur það eins og dæmi eru um í Reykjavík? Kveðja, Aðalsteinn Hákonarson. HLYNUR 27

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.