Hlynur - 15.08.1981, Síða 14

Hlynur - 15.08.1981, Síða 14
Ályktanir 5. Landsþings LÍS Samningar um kaup og kjör í hendur samvínnu- starfsmanna. Pingið vill marka þá framtíðarstefnu, að LÍS og starfsmannafélög verði samningsaðilar um kaup og kjör við Vinnumálasamband samvinnufélaganna. Skal þess- um árangri náð í áföngum, eftir því sem möguleikar gefa tilefni til. Efla ber gagnkvæman skilning aðila, en áhersla verði lögð á sérstöðu samvinnustarfsmanna og hún viðurkennd í reynd. Pingið leggur áherslu á, að næsta stjórn LÍS vinni að þessum málum af alefli og fái sér til fulltingis þá aðila, sem besta þekkingu hafa á öllum hagsmuna- málum samvinnustarfsmanna. Starfsmanafélögin sinni vinnuverndarmálum. Þingið telur, að starfsmannafélögin séu rétti aðilinn til að sjá um kjör öryggisfulltrúa og öryggisnefnda, sem sjá um að framfylgja lögum um aðbúnað og hollustu- hætti á vinnustöðum. I samvinnufélögunum er gjarnan um margbrotinn atvinnurekstur að ræða og þess vegna verður að meta þörf og fjölda trúnaðarmanna á hverjum stað. Nauð- synlegt er, að haft sé fult samráð við stjórnir stéttar- félaga um framkvæmd þessa máls. Áberandi örðugleikar hafa komið upp við að veita frídaga og 10 tíma hvíld í fiskiðnaði og til að fram- fylgja ákvæðum laganna, þarf samstillt átak hagsmuna- aðila á sjó og landi. Pingið leggur áherslu á mikilvægi fræðslu um allt, er lýtur að öryggi og hollustuháttum. Pá telur þingið, að ekkert eftirlit geti komið í staðinn fyrir það innra eftirlit, sem fram fer á vinnustaðnum sjálfum. Betra vinnuumhverfi — mál samvinnustarfsmanna á afmælisári 1982. Landsþing LÍS ályktar, að samvinnustarfsmenn minn- ist 10 ára afmælis Kf. Þingeyinga og 80 ára afmælis Sambandsins á næsta ári, með því að gera sameiginlegt átak til að bæta enn og snyrta vinnuumhverfi sitt, innandyra og utan, og leggja sig fram til að gera vinn- staði sína aðlaðandi. Þingið mælist til þess við aðildar- félögin, að þau bregðist myndariega við þessu máli og felur stjórn LÍS að hafa um það forgöngu. 14 HLYNUR Æskileg efnisatriði í stefnuskrá samvinnu- hreyfingarinnar. 1. I hverju samvinnufélagi starfi starfsmannafélag með aðild allra starfsmanna, viðurkennt sem félagslegur og hagsmunalegur vettvangur þeirra. 2. Vinnustaðir samvinnufélaganna eiga að vera fyrir- myndarvinnustaðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi starfsmanna. 3. 1 samræmi við fræðsluskyldu samvinnuhreyfingar- innar, ber henni að sjá til þess, að sérhver starfs- maður sé fræddur um hugsjón, markmið og skipulag samvinnufélaga, svo og það fyrirtæki, sem hann starfar hjá. 4. Allir starfsmenn samvinnufélaga, án tillits til starfs- vettvangs, skulu eiga kost á grundvallarfræðslu um starf sitt og símenntun verði eðlilegur þáttur í hverju starfi. Bæta þarf heildarskipulag fræðslu- og upplýsinga- mála og stuðla að sem nánustu samstarfi aðila, sem sinna fræðslustarfi í samvinnufélögunum. 5. Samvinnufélögin eiga að vera í fararbroddi við að finna lausn á félagslegum og atvinnulegum vanda- málum starfsmanna sinna, sem komnir eru á eftir- launaaldur. 6. Starfsfólk samvinnufélaga á með vinnuframlagi sínu að hafa sérstakan rétt til áhrifa í samvinnufélögunum, t. d. með því að eiga fultrúa með fullum réttindum og skyldum í stjórnum þeirra. 7. Líta ber á öll samvinnufélög eins og byggingarsam- vinnufélög og framleiðslusamvinnufélög sem hluta af samvinnuhreyfingunni í landinu. Einnig þarf að leita leiða til að aðlaga samvinnuformið nýjum svið- um í rekstri og atvinnulífi. 8. Samvinnuhreyfingin á Islandi sem ein öflugasta samvinnuhreyfing í einu þjóðríki, á að líta á það sem eitt af markmiðum sínum að aðstoða við upp- bygg‘ngu samvinnustarfs í þróunarlöndunum. 9. Samvinnuhreyfingin á að kappkosta sem mest og best samstarf við samtök launafólks, enda eru sam- vinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin sprottnar af sömu rót og eiga það sameiginlega markmið að efla hag alls almennings í landinu.

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.