Hlynur - 15.08.1981, Blaðsíða 36

Hlynur - 15.08.1981, Blaðsíða 36
• Að þessu sinni er kveðið á skjáinn í Búðardal í Dölum vestur, og pistilinn sendir okkur Guð- brandur Þórðarson, verslunarmað- ur hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar. Gefum nú Guðbrandi orðið. Brag þennan orti Hallgrímur Jóns- son frá Ljárskógum í tilefni af því, að hann kom í búðina til Guðbrand- ar Pórðarsonar og bað hann að gefa sér pappír til að pára á. Pað var auðsótt, en það kostaði vísu. Og þá var þetta til. Braginn flutti Guð- brandur á 5 landsþingi LÍS að Bif- röst 5. og 6. sept. sl. Einhvern tíma einhver var í æri miklu pappírs hraki. Árangurslaust alls staðar æpti hann með rokna braki. Ég er púra pappírslaus penninn gagnslaus, líka andinn. Hvað verður um mitt visku raus ég vildi að kæmi einhver fjandinn. Og hrifi mig af heljarþröm ég heiti því að yrkja kvæði ef bætist þessi kvöl og kröm og kvöldið veitir eitthvert næði. Og viti menn, ég hreppti og hlaut af höndum Brandar pappírs snepil og Brandi strax í lotning laut og lamdi saman vísu gepil. Til endurgjalds um ærna rausn hjá innanbúðarlokudrengnum, sem gaf mér svona ljúfa lausn og leysti mig úr pappírs kengnum. Og því skal Brandi þakkir tjá já, þúsund faldar svei mér þá. Og veitist auðnan honum hjá og hækki hann ört uns megi hann ná. Pví marki er allir ungir þrá að eignast mey að hvíla hjá. En ekki má sú auðargná ófríð vera ljót né grá. Nú liggur svei mér lífið á. Leitað hvar sem finna má og þegar lithýr lipurtá loksins á þér festir brá. Með ástarglóð frá toppi að tá þá taktu hana já, já, já. Og hérna skal nú amen eftir efni stá. Eftirfarandi vísa varð til í starfs- mannaferðalagi, ort af Árna L. Tómassyni, en hann var starfsmaður Kf. Hvammsfjarðar um margra ára- tuga skeið. Manninn gleður göfugt grín gleði vakti á brautum. Láttu ganga, ljúfan mín líkn í öllum þrautum. Ort í sláturhúsinu. Höfundur ó- kunnir. Geislar Svövu gleði á brá grennist hún með hraði. Pví hún lifir aðeins á ástarsúkkulaði. Ymsir vilja, enginn fær ekki margir reyna. Sá ég fjóra sitja í gær sömu í kring um meyna. Stolið hefur stálinu stríði mun það valda. En hann verður einhverju út á við að tjalda. Ráð við flestu kappinn kann klár, af gömlum vana. Setti mjúka sessu hann sjálfur undir hana. Pað er eitt, sem ekki má inn í gæruskúr. Það er að leggja eign sína á annarra manna frúr. Eftirfarandi vísu kom með gas- hylki frá Indriða Pórðarsyni Keis- bakka á Skógarströnd til undirritaðs. Ástandið er afleitt hér orku þrotinn kraftur, Sendu kæri Kristinn mér kútinn fullan aftur. Gudbrandur Pórðarson. 36 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.