Hlynur - 15.08.1981, Blaðsíða 30

Hlynur - 15.08.1981, Blaðsíða 30
Frá verslunarnámskeiðum Samvinnuskólans. Efri myndin er af þátttakendum á nám- skeiði á Hvolsvelli og sú neðri frá námskeiði hjá starfsfólki Kf. Kjalarnesþings. Frá ritaranámskeiði á vegum Samvinnuskólans í Hamragörðum. Mörg félög hafa ekki sinnt þessu ennþá og tilkynnt þátttakendur og ég hef grun um, að þessi möguleiki hafi ekki verið kynntur sem skyldi, bæði af fyrirtækjunum og stéttar- félögunum. Svo kann að vera að einhver hugsi ennþá sem svo, að það sé kostnaðarminna að hækka kaupið eins og samningarnir gera ráð fyrir, og sleppa því að kosta við- komandi á námskeið. Annars vil ég segja um þann hóp sem var núna á Bifröst, að þetta var sérstaklega góður og áhugasam- ur hópur og það er enginn vafi á því, að gildi svona námskeiða fellst ekki síst í kynningunni og því, að þátttakendur fara að bera saman reynslu sína í viðkomandi störfum. Það er hins vegar alltaf erfitt að meta árgangur af svona námskeiðum í beinum krónum. —■ Hvað er svo um önnur nám- skeið hjá Samvinnuskólanum? — Við höldum áfram með stutt kvöldnámskeið, eins og við höfum verið með undanfarin ár. Við reyn- um svo að bæta við sérnámskeiðum, t. d. í vefnaðarvörunni fyrir af- greiðslufólk. Sl. vetur vorum við með námskeið fyrir verkstjóra í Iðnaðardeildinni, þ. e. tvo fyrstu hlutana og eigum einn hluta eftir. Petta er hins vegar allt spurning um afkastagetu hjá okkur, því það er mikil vinna að undirbúa ný nám- skeið og útbúa námsefni. Sl. vor hætti Pórir Þorvarðarson sem kenn- ari hjá Samvinnuskólanum, en hann var mikið í námskeiðahaldinu, en Margrét Guðjónsdóttir mun taka að sér kennslu á þessum námskeiðum í staðinn. Svo munum við að sjálf- sögðu fá kennslukrafta annars staðar að eftir þörfum. Við höfum reynt að fara sem mest eftir óskum frá starfsfólki og samvinnufélögunum með námskeið, en við rennum því miður allt of mikið blinnt í sjóinn með þörfina fyrir hin ýmsu námskeið. Þar er mikið verk að vinna og þarf að kanna miklu betur. Með þessum orðum þökkum við Þóri Páli fyrir spjallið, enda þurfti að fara að tygja sig á stjórnarfund hjá LÍS. — R. I. 30 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.