Hlynur - 15.08.1981, Qupperneq 25

Hlynur - 15.08.1981, Qupperneq 25
Jal,”Th— Ávarp á fund í _________verksmiSjum SÍS • Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá lands- mönnum, að iðnaðurinn í Sambandsverksmiðjunum á Akureyri á í verulegum rekstrarerfiðleikum. Pann 1. september sl. voru hjólin stöðvuð á Gleráreyrum og 700 manns mættu á fund í Félagsborg, félags- heimili Starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins á Akureyri. Þolinmæði fólks var þrotin. Áður hafði stjórn starfsmannafélagsins og Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, verið kynnt hin alvarlega staða, og þessi félög ákváðu, ásamt forráðamönnum verksmiðjanna, að boða til umrædds fundar. Og ekki verður annað sagt, en að fundurinn hafi haft áhrif og skapað umræðu, þótt ýmsum hafi gengið misjafnlega að draga af honum eðlilegar ályktanir. Á fundinum flutti Júlíus Thorarensen, formaður Starfsmannafélags verksmiðjanna kröftugt ávarp, sem verulega hristi upp í mönnum, en þær raddir hafa þó heyrst, að verið væri að nota starfsfólkið til að „gráta út“ fyrirgreiðslu við reksturinn. Vonandi hefur þó einhverjum einnig orðið Ijóst, hverja þýðingu öflugt starfsmannafélag getur haft fyrir starfsfólk hvers fyrirtækis og víst er um það, að fundurinn þann mikla örlagadag, 1. sept. sl., beindi sjónum að Starfsmannafélagi verksmiðja Sambandsins á Akureyri og formanni þess, Júlíusi Thorarensen, sem síðan hefur varla vikið úr fjöl- miðlunum. Gefum nú Júlíusi orðið: Góðir fundarmenn. Erum við að missa vinnuna? Þessi spurning hefur flogið um verksmiðjurnar æ oftar síðustu daga og ekki af ástæðulausu. Sífellt meiri taprekstur í iðnaði, þrátt fyrir stóraukna framleiðslu, vegna óaðgengilegra rekstrarskilyrða og tillitsleysis stjórnvalda í garð íslensks iðnaðar. Nú er mál að linni. 1 þessu kjördæmi kjósum við menn á þing, til þess meðal annars, að tryggja atvinnuöryggi okkar bæjar, sem byggist að miklu leyti upp á iðnaði. Það ástand, sem nú ríkir, er síðpr en svo traustvekjandi fyrir starfs- fólk í þessum greinum. Petta er hættuástand. Nú viljum við, þingmenn góðir og forráðamenn þessa bæjar, að þið takið til óspilltra málanna og gangið fram í því, að hér komi til skjót lausn. Það þykir sjálfsagður hlutur og telst til venjulegra mannasiða, að taka vand- lega til í húsum sínum fyrir jól og áramótj Við byrjum okkar hreingerningar kannski svolítið snemma í ár, en það er vegna sérstakra ástæðna. Við ætlum nefnilega að hreinsa rækilega til og knýja á um, að á okkur verði hlustað og tillit tekið til þess, að hér er verið að ræða um atvinnuöryggi hundruða karla og kvenna, svo og tilverurétt merks iðnaðar. Krafa okkar í dag er því sú, að hægt sé að reka þennan iðnað þannig, að hann geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti — geti þróast og vaxið, en umfram allt — tryggt starfsfólki sínu atvinnuöryggi og mannsæm- andi laun. — Júlíus Tborarensen. " HLYNUR 25

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.