Hlynur - 15.08.1981, Page 29

Hlynur - 15.08.1981, Page 29
Tímamótanámskeið að Bifröst Rætt við Þóri Pál Guðjónsson • Hver var aðdra^andinn að þessu námskeiði? — Hann var sá, að Vinnumála- samband samvinnufélaganna fór þess á leit við Samvinnuskólann, að standa fyrir námskeiði fyrir verslun- arfólk í hópi samvinnustarfsmanna, í samræmi við ákvæði í síðustu kjarasamningum verslunarmanna. Er Verslunarskólinn einmitt nýbú- inn að halda slík námskeið, að beiðni Kaupmannasamtakanna. Petta námskeið, sem Samvinnu- skólinn hélt, stóð í fimm daga og voru þátttakendur 23 talsins. Nám- skeiðið var miðað við afgreiðslu- fólk, sem hafði unnið 7 ár í verslun- um eða lengur og komið upp í efsta þrep síns launaflokks. Eftir nám- skeiðið fer það upp í efsta þrep 16. launaflokks, en flest var það áður t níunda, ellefta og 13. launaflokki. Pað var skilyrði í þessum kjara- samningum, að vinnuveitendur ættu að vera búnir að bjóða upp á svona námskeið fyrir 28. október á þessu ári. Ef ekki, þá færu þeir, sem rétt áttu á námskeiði, beint upp í 16. launaflokk. Á móti kemur, að not- færi fólk sér ekki námskeiðin, þá missir það af launahækkuninni. — Hvað var kennt á þessu nám- skeiði? — Uppistaðan voru námskeiðs- þættir, sem við höfum verið með áður á verslunarnámskeiðum Sam- vinnuskólans, s. s. almenn verslunar- störf, samvinnuhreyfingin, þjónustu- hlutverkið, meðferð reiknivéla, fingrasetning og kennsla á búðar- kassa. Svo var farið í reikning, þ. e. prósentur og vexti, meðferð ávísana og helstu reikninga, svolítið í versl- unarrétt og loks vorum við með smá þátt í íslensku, þ. e. réttritun og málvillur. Pá má geta þess, að ef fólk hefur verið búið að sækja námskeið áður hjá okkur, þá hefur það ekki þurft að vera fullan tíma og þar með hafa þessi námskeið okkar að verulegu leyti hlotið viðurkenningu. Náms- • Hinn nýkjörni formaður LÍS, Þórir Páll Guðjónsson, hefur svo sannarlega haft í ýmsu að snúast að undanförnu. M. a. var hann námskeiðsstjóri á námskeiði, sem haldið var fyrri partinn í septem- ber að Bifröst fyrir verslunarfólk, í samræmi við ákvæði í síðustu samningum verslunarmanna. Hér er um merkt nýmæli að ræða og því þótti ráð að leita frekari upp- lýsinga um þetta námskeið hjá Þóri Páli. efnið núna var ákveðið af Samvinnu- skólanum og Vinnumálasambandinu. Vinnuveitandi greiðir uppihalds- og ferðakostnað, en þátttakendur sækja námskeiðin að 2/3 hlutum í sínum frítíma og Vj, hluta í vinnutíma. Til viðbótar námskeiðinu, sem var að Bifröst, þá eru ákveðin tvö námskeið á Akureyri og eitt á Sauð- árkróki fyrir 28. október. Síðar hefur verið rætt um námskeið í Hafnar- firði og á Hornafirði. Pað er rétt að undirstrika það sérstaklega, að þetta er fyrsta viður- kenning á því, að þessi námskeið leiði til launahækkunar og ég held að það sé ekki vafi á því, að þetta verður tekið meira og meira inn í kjarasamninga í framtíðinni og þá ekki aðeins hjá verslunarfólki, held- ur öllum starfsstéttum. — Hvað eru margir sem eiga rétt á að sækja námskeið eins og þetta sem var á Bifröst? — Við höfum verið að giska á að það séu um 150 manns a. m. k. HLYNUR 29

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.