Alþýðublaðið - 27.12.1919, Blaðsíða 2
2
ALf’ÝÐUBLAÐIÐ
mánuði í stað Francis Gharmes
rithöíundar, sem er látinn.
Koltschak.
í orustu sem Koltschak háði
við Bolsivíka við Omsk (í Síberíu)
íyrir 6 vikum beið hann algeran
ósigur og tóku Bolsivíkar fjölda
fanga, þar á meðal (samkv. Pol.
2S/n) 15 hershöfðingja og 1000
íyrirliða.
Nýr prófessor í bókmentnm.
Nýskeð er lokið ákafri kepni
um prófessorsembættið í bókment-
um við háskólann norska. Kept
var bæði munnlega og skriflega
og tóku þrír menn þátt í kepn-
inni, þeir: Dr. phil. Francis Bull,
sem varð hlutskarpastur og hlaut
embættið, Anders Krogsvig, rit-
höfundur og dr. Bing, amtskrifari
frá Bergen.
Norska ríkið
ver 300,000 kr. á ári til reksturs
á’’smærri fossum.
•u
í sumar keypti rikið Halling-
fossinn í Næss í Hallingdal fyrir
25 þús. krónur. Fossinn er reikn-
aður 4000 hestöfl.
Dm daginn 09 vegiai
Gullió. íslandsbanka hefir nú
verið stefnt fyrir að neita að láta
gull fyrir seðla sína. Máiið hefir
þegar verið fyrir sáttanefnd, en
engin sætt varð. Bankinn játaði
því að hann hefði neitað að inn-
leysa seðlana með gulli.
lagarfoss fór í gærdag til
Vesturheims. Með honum fóru að
eins fáir farþegar.
Gullfoss fer héðan á þriðju-
daginn, til útlanda.
Fálkinn hefir nú verið tekinn
af stjórnrráðshúsinu, eins og vera
bar. En færi ekki vel á því, að
hann hyrfi líka af símastöðinni
og Alþingishúsinu fyrir nýárið?
Silkísvunta fundin á göt-
unni (á Aðfangadagskvöld). Uppl.
á afgr. Alþbl.
lernaðarástand ur sögnnnL
Khöfn 24. des.
Frá Basel kemur sú fregn, að
Ameríka afnemi á nýársdag hern-
aðarástandið gagnvart Þýzkalandi,
með opinberri tilkynningu.
Sím sk ey ti.
Kaupmannahöfn 23. dea.
Baudamenn og Bandaríkja-
menn.
„Times“ segir, að stjórn Banda-
rikjanna vilji fá leyfi þingsins til
þess að fresta afborgunum Banda-
manna í tvö ár. Republikanski
flokkurinn vilji að éins kcsti þá,
sem friðarsamningarnir veiti, án
þess að taka á sínar herðar neitt
af skyldunum.
Heimastjórn íra.
Lloyd George leggur til að ír-
land fái löggjafarþing, en að Ulster
fái sérstakt þing. Banatilræðið við
Frensch breytir engu um fyrirætl-
anir stjórnarinnar.
1‘ýzkaland.
Frá París er símað, að Banda-
menn hafi svarað Þjóðverjum, að
þeir verði að ganga að skilyrðum
þeim, er þeim hafi verið sett, en
lofa að skipa nefnd til þess að
semja við þá eítir á um tilslökun.
Frá Berlín er símað, að Suður-
Þjóðverjar bafi stöðvað áformið
um alríkið.
Khöfn 24. des.
d’Annunzio.
Frá Róm er símað, að d’Ann-
unzio hafi farið burtu úr Fiume.
Transtsyfirlýsing.
Traustsyfirlýsing hefir verið sam-
þykt á Clemenceau með 458 atkv.
gegn 71.
JóUemtnn
ungl.st. »Díönu« verður
á mánud. 29. þ. mánaðar-
Nánar á fundi á morgun.
frá ytkureyri.
Litlar kanpmannstekjnr. Það
er í frásögur fært, að kaupmaður
einn á Akureyri, Pétur Pétursson,
sem talinn er allvel efnaður, hafi
gefið upp tvö þúsund kr. tekjur
siðastl. ár til tekjuskatts. Hann
ætlar víst ekki að auka lánstraust
sitt með of hárri tekjuuppgjöí,
kaupmaðurinn sá!
Áætlnn um tekjur og gjöld
Akureyrar árið 1920 hefir nýskeð
verið samþykt, og hleypur hún
upp á 135 þús. og 995 kr. Tekju-
megin eru aukaútsvörin hæst, eða
77,745 kr. og tekjur af jarðeign-
um bæjarins 15,500 kr. Stærstu
útgjaldaliðir eru afborganir af dýr-
tíðarlánum 15 þús. kr., til barna-
skólans 13,300 kr. og fátækra-
framfærsla 10,900 kr.
Hætt að selja lóðir. Bæjar-
sljórn Akureyrar hefir nýskeð sam-
þykt, að bærinn hætti að selja
einstökum mönnum byggingarlóðir
af landareign sinni. Eftirleiðis skulu
lóðir leigðar til ótakmarkaðs tíma,
svo lengi sem leigutaki fullnægir
ákvæðum leigusamnings, sem bæj-
arstjórnin hefir samþ. uppkast af.
Lóðargjaldið skal ákveðið fyrir-
fram, en eftir 20 ár getur hvor
aðili sem er krafist þess, að árs-
leigan sé á ný ákveðin. Heimilt
er leigutaka að selja eða veðsetja
leigurétt sinn.
líjarni og Hamar innlimaðar?
Bæjarstjórn Akureyrar hefir nú
samþykt uppkast að samningi
milli Akureyrar og Hrafnagils-
hrepps um það, að jarðirnar Kjarni
(sem bærinn keypti af landssjóði
fyrir allmörgum árum á 10 þús.
kr.) og Hamar verði með lögum
lagðar undir lögsagnarumdæmi Ak-
ureyrarkaupstaðar. Bæjarstjóra fal-
ið að koma þessu í kring.