Fréttablaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 22
Dacia Duster er
fær í flestan sjó
og líkar einkar
vel í Bretlandi.
VW T-Roc mun koma á markað í kraftaútfærslu síðar á árinu.
Á verðlaunahátíð breska tímaritsins What Car? sem nýlega var haldin í Bretlandi
tók fólksbíllinn Dacia Sandero
1. sætið sem „Besti litli bíllinn“ í
sínum verðflokki og jepplingurinn
Dacia Duster 1. sætið sem „Besti
fjölskyldujepplingurinn“ í sínum
verðflokki og hlaut mikið lof fyrir
þær breytingar sem hann fékk með
annarri kynslóð sem kynnt var á
síðasta ári.
Sandero engum líkur
Frá því að Dacia Sandero kom á
markað í Bretlandi 2013 hefur bíll-
inn verið í miklu uppáhaldi meðal
þarlendra sem vilja „bara“ ein-
faldan, áreiðanlegan og ágætlega
vel búinn bíl á sem hagstæðustu
verði. Þessa kosti býður Sandero
og því hefur hann vermt topp-
sætið hjá What Car? sem „Besti
litli bíllinn“ í sínum verðflokki
allar götur frá því að hann birtist á
breska markaðnum. Í niðurstöðu
dómnefndar What Car? í ár er
mikið tekið til þess mikla virðis
sem Sandero býður miðað við verð
enda segir dómnefndin Sandero
vera á „átakanlega viðráðanlegu
verði“. Steve Huntingford, ritstjóri
What Car?, segir Sandero m.a.
einstakan fyrir þá sök að enginn
annar bíll í verðflokknum bjóði
sama góða rýmið og Sandero, bæði
fyrir farþega og farangur.
Dacia Duster jeppinn
og Sandero á toppnum
Frá því að Dacia Sandero kom á markað í Bretlandi 2013 hefur bíllinn verið í
miklu uppáhaldi meðal þarlendra sem vilja „bara“ einfaldan, áreiðanlegan
og ágætlega vel búinn bíl á sem hagstæðustu verði. Duster skorar líka hátt.Næsta kynslóð hins kassalaga Kia Soul verður eingöngu í boði rafdrifin og mun fást
með tveimur stærðum af raf-
hlöðum, 64 kWh og með 150 kW
rafmótor og 39,2 kWh og með 100
kW rafmótor. Kia ætlar að kynna
bílinn á bílasýningunni í Genf sem
hefst 7. mars. Hann verður fram-
leiddur í Gwangju-verksmiðju
Kia í heimalandinu S-Kóreu. Sala
bílsins hefst í Evrópu í lok árs.
Drægi bílanna verður ansi drjúgt,
eða 452 km og 277 km samkvæmt
nýju WLTP-reglugerðinni.
Kia segir að rafhlöður bílanna
hafi 25% meira geymslurými raf-
magns hvað rúmmál þeirra snertir
og að rafhlöðurnar séu 30% skil-
virkari en í söluhæsta rafmagnsbíl
heims, Nissan Leaf. Hlaða má raf-
hlöður bílanna að 80% hleðslu á
42 mínútum með 100 kW hleðslu-
stöð. Rafhlöðurnar verða í ábyrgð
í 7 ár eða upp að 150.000 km akstri
bílanna.
Þyngd bílanna er 1.682 kg með
stærri rafhlöðuna og 1.593 kg með
þá minni. Skottrýmið er aðeins 315
lítrar með aftursætin uppi en 1.339
lítrar með þau niðri.
Kia Soul verður
aðeins rafdrifinn
Í síðustu viku náði tala seldra raf bíla frá Renault tvö hundruð þúsund eintaka markinu á
Evrópumarkaði. Þar af er helm-
ingurinn á götum heimalandsins,
Frakklands, þar sem bíleigendur
hafa tekið miklu ástfóstri við hina
hljóðlátu og mengunarlausu sam-
göngutækni. Samkvæmt fréttum
frá Renault er nærri einn af hverj-
um þremur raf bílum sem seldir
eru í Evrópu frá Renault sem fram-
leitt hefur raf bíla fyrir almennan
markað frá 2011. Á síðasta ári jókst
raf bílasala fyrirtækisins í Evrópu
um 36% og var Frakkland stærsti
markaðurinn með tæplega 57%
sölu á rafknúnum fólksbílum og
litlum sendibílum.
Rafbílar við allra hæfi
Gilles Normand, einn af yfirmönn-
um á raf bílasviði Renault Group,
segir tímamótin stóran áfanga
fyrir fyrirtækið og til vitnis um
dyggan stuðning við umhverfis-
stefnu Renault sem leggur ríka
áherslu á framleiðslu grænna bíla.
„Það hefur verið markviss stefna
okkar sl. 10 ár að bjóða öllum kost
á raf bíl á viðráðanlegu verði þann-
ig að þeir henti öllum þjóðfélags-
hópum.
Áætlanir okkar gera ráð fyrir að
árið 2022 verði átta mismunandi
raf bílar í boði frá Renault Group
sem standi undir að minnsta
kosti 10 prósentum af heildar-
sölu móðurfyrirtækisins,“ segir
Normand.
ZOE og Kangoo
Renault er nú með fjóra raf bíla
á markaðnum; fólksbílinn ZOE,
sendibílana Kangoo Z.E. og Master
Z.E. auk litla og lipra borgarsmá-
bílsins Twizy sem minnir um
margt á yfirbyggt fjórhjól.
Raf bílar verða sífellt lang-
drægari og öflugri og ár frá ári
styttist sá tími sem tekur að hlaða
rafhlöðuna. Hjá Renault eru ZOE
og Kangoo Z.E. söluhæstu raf bíl-
arnir enda velja sífellt f leiri græna
kostinn. Má sem dæmi nefna að
51,5% rafknúinna lítilla sendibíla á
Evrópumarkaði eru af tegundinni
Kangoo Z.E.
Í júní 2018 kynnti Renault
áætlun sína um að fjárfesta um
einn milljarð evra í Frakklandi til
að auka raf bílaframleiðslu fyrir-
tækisins, m.a. með tvöföldun á
framleiðslu á ZOE sem selst hwefur
einkar vel í heimalndinu Frakk-
landi og í f leiri löndum.
Mengunarlaus samgöngutækni heillar fleiri
Volkswagen ætlar að bjóða T-Roc jepplinginn í krafta-útfærslu og fær hann stafinn
R í endann, en 300 hestöfl undir
húddið. Volkswagen hefur ekki
útbúið jeppa eða jeppling í R-út-
færslu síðan Touareg R50 var og
hét. Volkswagen T-Roc R verður
eins konar Golf R á stultum og jafn
öflugur, enda fær hann sömu for-
þjöppudrifnu 2,0 lítra TSI vélina og
með sama 400 Nm toginu. Þetta afl
dugar T-Roc R til að taka sprettinn
í hundraðið á 4,9 sekúndum og
hámarkshraðinn verður rafrænt
takmarkaður við 250 km.
Bíllinn fær DSG-tvíkúplingar-
sjálfskiptinguna með 7 gírum og
hann verður fjórhjóladrifinn eins
og Golf R. Fyrir þá sem þora þá
verður hægt að aftengja skrikvörn
bílsins ef til dæmis á að drifta.
VW T-Roc R fær líka pústkerfi frá
Akrapovic úr títaníumblöndu,
18 eða 19 tommu álfelgur, stífari
fjöðrun en í hefðbundnum T-Roc
og bíllinn situr lægra á vegi.
Volkswagen ætlar að sýna VW
T-Roc R á bílasýningunni í Genf
sem hefst 7. mars og hann mun
síðan fást til kaups á síðari hluta
ársins.
VW T-Roc R fær 300 hestöfl undir vélarhlífina
Rafmagnsbíllinn vinsæli, Renault ZOE.
Kia Soul.
Á einstöku verði
Sandero er sérlega ódýr bíll, kostar
t.d. rétt rúmlega tvær milljónir
króna hjá BL, og er búinn góðum
staðalbúnaði. Meðal búnaðar er
hiti í framsætum, stöðugleika-
stýring, brekkuaðstoð, Eco-
akstursstilling, aksturstölva,
aðgerðahnappar í stýri, handfrjáls
símbúnaður með aðgerðahnöpp-
um í stýri svo fátt eitt sé nefnt og
hægt er að kynna sér nánar á vef
BL.
Flottari og betur búinn
Jepplingurinn Duster er einnig
geysivinsæll á meginlandinu og
var t.d. nýlega valinn besti drif-
bíllinn hjá Parkers í Bretlandi auk
þess sem hann hreppti 1. sætið
sem besti fjölskyldujepplingurinn
hjá What Car? Meðal breytinga á
nýju kynslóðinni má nefna nýjan
og öflugri undirvagn til að auka
torfærugetuna enn frekar auk
þess sem bíllinn hefur fengið mun
sportlegra og kröftugra ytra útlit.
Farþegarýmið hefur líka tekið
stakkaskiptum með nýrri innrétt-
ingu, nýjum sætum, betri hljóð-
einangrun og uppfærðu afþrey-
ingarkerfi og fjölnotaskjá sem m.a.
tengist bakkmyndavél.
Rolling Stones meðlimurinn Keith Richards er mikill mótorhjólaáhugamaður og
á dágott safn hjóla. Keith varð þó
fyrir því að þeim fækkaði aðeins
um daginn því óprúttnir náungar
nöppuðu sex mótorhjólum í hans
eigu, sumum þeirra verðmætum
söfnunargripum. Meðal hjólanna
sem stolið var voru 1981 árgerðin
af KTM 495, 1981 árgerðin af
Maico 490, 1977 árgerðin af Maico
400, 2011 árgerðin af Husaberg
390, 2013 árgerðin af Beta 300
Evo og GasGas 300 Enduro hjóli.
Erfitt gæti verið að koma þessum
hjólum í verð þar sem fylgst er vel
með afdrifum þeirra. Vonandi
endurheimtir hinn 75 ára gítaristi
Rolling Stones þessi hjól.
Sex mótorhjólum
í eigu Keith
Richards stolið
5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR