Fréttablaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 19
Það er ekki að spyrja að raf-magnsvæðingunni í bílaflóru Audi og hefur fyrirtækið tilkynnt að bílgerðirnar Q5, A6, A7 og A8 verði brátt allar í boði sem tengiltvinnbílar. Þeir fá allir 14,1 kWh rafhlöður og verða með um 40 kílómetra drægi eingöngu á rafmagninu. Hægt verður að fá alla þessa bíla sem tengiltvinnbíla seinna á þessu ári. Allar gerðirnar fá stafina TFSI e í endann þar sem e stendur fyrir „e-tron“. Sá eini þeirra sem verður fjórhjóladrifinn er Audi A8 TFSI e. Allir hinir bílarnir fá S-line pakka sem staðal- búnað, stífari fjöðrun, sportlega útfærslu innréttingarinnar og „boost performance“ frá rafmót- ornum í þar til gerðri akstursstill- ingu. Auk þess fá A6- og A7-bílarn- ir rauðmálaðan bremsubúnað og þykkari hljóðeinangrandi rúður í afturhurðum. Audi Q5, A6, A7 og A8 verða tengiltvinnbílar Volkswagen kynnti nýlega enn einn vélarkostinn í hinn tiltölulega nýja Touareg-jeppa sinn og það er ekki vél af af lminna taginu. Þessi vél er sú sama og finna má undir húddinu á Audi SQ7, þ.e. V8 TDI vélin sem skilar 416 hestöf lum til allra hjóla bílsins. Þessi vél togar heil ósköp, eða 900 Nm og gerir þessum stóra bíl kleift að taka sprettinn í hundraðið á litlum 4,9 sekúndum sem er fáheyrt á meðaljeppa. Hámarkshraði jeppans er raf- rænt takmarkaður við 250 km/ klst. og því kemst hann í raun enn hraðar. Þó svo að dísilvélin í Touareg sé ansi öf lug skilar hún f leiri hestöf lum í Audi SQ7 bílnum, eða 429 hestöf lum. Enda hvernig mætti það vera að Volkswagen jeppi fái öf lugri vél en f laggskip frá Audi? Sala á VW Touareg V8 TDI hefst í maí á þessu ári. VW Touareg fær V8 dísilvél Vélin togar heil ósköp, eða 900 Nm, og gerir þessum stóra bíl kleift að taka sprettinn upp í hundraðið. Hjólaskófla? Við hjá Ergo erum engir sérfræðingar í jarðvinnu en við fjármögnum hins vegar hjólaskóflur. Við fjármögnum flest milli himins og jarðar. Kynntu þér möguleikana á ergo.is Á fyrsta blaðamannadegi bílasýningarinnar í Genf, sem hófst í gær, bar helst til tíðinda að bíll ársins í Evrópu var kjörinn og þann titil hlaut raf- magnsbíllinn Jaguar I-Pace. Hann hafði nauman sigur á Renault Alpine A110 sportbílnum og vann Jaguar I-Pace á jöfnum stigum en þar sem hann var af f leirum valinn í efsta sætið hreppti hann titilinn eftirsótta. Þriðja sætið fékk svo Kia Ceed og Ford Focus það fjórða. Hlaut Kia Ceed 247 stig en Fors Focus fékk 235 stig. Jaguar I-Pace er fyrsti bíllinn frá Jaguar sem hlýtur þennan titil og merkilegt má telja að I-Pace er fyrsti hreinræktaði rafmagnsbíll Jaguar. Ekki slæm byrjun það. Jaguar I-Pace er líka kominn í úrslit í World Car of the Year og því ekki loku fyrir það skotið að hann bæti við enn merkari verðlaunum í ár. Hann er nú þegar búinn að sanka að sér 55 verðlaunum frá því hann kom á markað, meðal annars sem bíll ársins í Bretlandi. Jaguar I-Pace er með 394 hestaf la rafmagnsdrifrás og 694 Nm tog og hann kemst í hundraðið á litlum 4,5 sekúndum og er með 377 km drægi. Jaguar I-Pace bíll ársins í Evrópu Allar gerðirnar fá stafina TFSI e í endann þar sem e stendur fyrir „e-tron“. BÍLAR B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 5Þ R I Ð J U D A G U R 5 . M A R S 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.