Fréttablaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 32
Una útgáfuhús er nýtt forlag, en nafnið er hugsað sem tenging við Unuhús og þann hóp sem þa r kom saman. Stofnendur eru Einar Kári Jóhannsson, Kristín María Krist­ insdóttir, Jóhannes Helgason og Styrmir Dýrfjörð. Þau hafa stundað nám í íslensku, heimspeki og bók­ menntafræði og starfað saman í bókabúð. Komu auga á gat „Við höfum fylgst með bókaútgáfu mjög lengi og komum auga á smá gat, ekki endilega í markaðnum heldur menningarlega og hug­ myndafræðilega. Bækur eru yfir­ leitt prentaðar einu sinni og koma ekki aftur út og nýjar kynslóðir hafa lítinn aðgang að þeim. Það er líka oft erfitt fyrir ungskáld og nýja höfunda að fá verk sín gefin út og við viljum skapa vettvang fyrir þessa höfunda,“ segir Einar Kári. „Við viljum ekki síst endur útgefa gamlar bækur sem eru ef til vill gleymdar en skipta máli og eiga erindi við samtímann. Við ætlum líka að gefa út þýðingar á sígildum samtímaverkum, kannski ekki þau allra klassískustu, en verk sem annars myndu varla koma út á íslensku,“ segir Kristín María. „Við erum að skoða bókmenntasöguna með nýjum augum, erum til dæmis að skoða merkileg eldri verk eftir skáldkonur, verk sem náðu ekki fótfestu. En við erum aðeins í start­ holunum og að skoða ýmislegt.“ Áhugaverð saga Fyrsta bók Unu útgáfuhúss er komin út, en það er bókin Undir fána lýðveldisins, endurminn­ ingar Hallgríms Hallgrímssonar sem barðist í spænsku borgara­ styrjöldinni. Jóhannes rakst á þá bók í Kolaportinu, keypti hana og las. „Mér fannst hún einstaklega áhugaverð og vel til endurútgáfu fallin en hún kom fyrst út árið 1942 í litlum bæklingi,“ segir hann. Saga Hallgríms hefur haft áhrif á aðra höfunda og var til dæmis kveikja að skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Yfir Ebrof ljótið. Einar Kári og Styrmir skrifa eftir­ mála við þessa nýju útgáfu á Undir fána lýðveldisins. „Frásögn Hallgríms er eins og spennusaga og hann er afar ein­ lægur í lýsingum sínum,“ segir Einar Kári. „Við Styrmir fórum að skoða líf hans og það varð að helj­ arinnar rannsókn. Hallgrímur átti okkur í nokkra mánuði. Við kynnt­ umst dóttur hans, Höllu Mjöll Hall­ grímsdóttur, sem lét okkur í té áður óbirt bréf eftir hann og við fórum á skjalasöfn og fundum mikið af upplýsingum þar. Það er áhugavert hvernig þessi fátæki drengur varð eins róttækur og raun ber vitni. Ungur byrjaði hann í k völdskóla hjá Einari Olgeirssyni og tók þátt í verkföll­ um. Hann var síðan meðal yngstu stofnmeðlima Kommúnistaf lokks Íslands og fékk inngöngu í skóla Komintern í Moskvu. Íslenskir sagnfræðingar hafa tekist á um hvort Hallgrímur hafi lært til hern­ aðar í Rússlandi og hafi jafnvel átt að stjórna vopnaðri byltingu hér á landi. Við stígum varlega til jarðar í þeim efnum, enda erum við fædd eftir lok kalda stríðsins og vildum frekar gefa mannlega mynd af Hall­ grími og um leið reyna að skilja róttækni fjórða áratugarins. Það finnst okkur frekar til þess fallið að spegla samtímann. Til dæmis eru ýmis líkindi með honum og Hauki Hilmarssyni. Báðir hverfa þeir nær sporlaust 32 ára og eru brennandi hugsjónamenn sem taka þátt í erlendu stríði án þess að tilkynna neinum hvert þeir eru að fara.“ Skoða bókmenntasöguna með nýjum augum Einar Kári, Kristín María og Jóhannes ásamt Styrmi Dýrfjörð hafa stofnað nýtt bókaforlag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 5. MARS 2019 Hvað? Gammar á Kex Hvenær? 20.30 Hvar? Kex Hostel, Skúlagötu 28 Djassbræð­ ingssveitin Gammar spilar á Jazzkvöldi Kex Host­ els í kvöld. Sveitin var á sínum tíma atkvæðamikil í djass­rokk­ tónlistinni á Íslandi og gaf út þrjár hljómplötur með frumsömdu efni. Á tónleik­ unum leika þeir félagar nýtt efni í bland við eldri lög. Nánast allt efni hljómsveitarinnar er frumsamið og því er hér tilvalið tækifæri til að hlýða á nýtt djass­rokkefni frá íslenskri hljómsveit. Hvað? Bingó Kiwanisklúbbsins Dyngju til styrktar börnum Hvenær? 20.00-22.00 Hvar? Árskógum 4, Breiðholti Kiwanisklúbburinn Dyngja held­ ur bingó 5. mars í Árskógum 4, í sal félagsstarfs eldri borgara í Breiðholti. Öllum ágóða af bingó­ inu verður varið til styrktar Vina­ setrinu, sem er heimili sem veitir börnum, sem á þurfa að halda, stuðning og helgardvöl. Vinn­ ingar eru glæsilegir, m.a. vönduð gjafa­ og merkjavara, matar­ og kryddkörfur, ferðavinningar og gjafabréf. Nýbakaðar pönnukökur og drykkir seldar í hléi. Hvað? Sextíu kíló af sólskini á Bók- menntakvöldi Hvenær? 19.30-20.30 Hvar? Bókasafn Seltjarnarness, Eiðistorgi 11 Hallgrímur Helgason rithöfundur les upp úr og fjallar um bók sína Sextíu kíló af sólskini, en hún hlaut Íslensku bókmenntaverð­ launin 2018. Sextíu kíló af sólskini fjallar um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu; hér segir af því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norð­ menn námu landið öðru sinni. Saga sem bæði grætir og gleður og hefur fengið lofsamlega dóma.Allir velkomnir og boðið er upp á kaffi og með því. Hvað? Ljós- myndum safnað í 111 ár Hvenær? 12.00- 13.00 Hvar? Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41 Þriðjudaginn 5. mars kl. 12 flytur Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðs­ stjóri Ljósmyndasafns Íslands, erindi í fyrirlestrasal safnsins. Söfnun ljósmynda varð hluti af starfsemi Þjóðminjasafns Íslands árið 1908 þegar sérstakt Manna­ myndasafn var sett á fót sem safn­ heild innan safnsins. Ljósmyndir urðu síðan æ stærri hluti af safn­ kosti Þjóðminjasafnsins eftir því sem leið á 20. öldina. Nú þegar liðið er fram á 21. öldina eru ljós­ myndir orðnar stærsti hluti safn­ kostsins í magni talið. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is VIÐ HÖFUM FYLGST MEÐ BÓKAÚTGÁFU MJÖG LENGI OG KOMUM AUGA Á SMÁ GAT, EKKI ENDILEGA Í MARKAÐNUM HELDUR MENN- INGARLEGA OG HUGMYNDA- FRÆÐILEGA. Nýtt bókaforlag lítur dagsins ljós. Stofnendur eru ungt fólk sem hefur lengi fylgst með bókaútgáfu. Fyrsta bókin er endur­ útgáfa á Undir fána lýðveldisins. Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook 5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.