Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Qupperneq 5
2002. Síðan skrapp þetta talsvert
saman og fjöldi starfsmanna fór
niður undir 130 en hefur fjölgað
talsvert á nýjan leik.“
Vaxandi trú á
erfðavísindin
Jóhann segir að eftir síðustu
aldamót hafi skapast mikil trú á að
erfðavísindin myndu leysa flestan
vanda. Með þeim væri hægt að
rekja uppruna sjúkdóma, ráðast
gegn þeim og jafnvel að eyða
þeim að fullu. Fólk var með margt
í huga – eiginlega flest annað en
að afnema ellina sem ég held að
engum hafi dottið í hug af alvöru
að unnt væri að gera. Kannski sem
betur fer.“
Jóhann segir að vissulega megi
gera margt og möguleikar hafi
opnist sem áður voru óþekktir
eftir því sem vísindastarfinu miði
áfram. „Eitt af því sem má rekja
er hvernig skaðlegir erfðaþættir
erfast, leita eftir lækningu og
jafnvel hvernig koma megi í veg
fyrir að sjúkdómar berist frá
einni kynslóð til annarrar eftir
erfðafræðilegum leiðum. Allt eru
þetta liðir í greiningu sjúkdóma
og til þess fallið að bæta lífsgæði
fólks. Þetta er ekki alveg eins og
skákinni þar sem menn vinna eða
tapa en erfðafræðirannsóknir
kosta mikla vinnu og einkum
þolinmæði. Menn þurfa að vanda
sig og eitt leiðir síðan af öðru.“
Þekki ekki sjálfur
til erfðafræði
„Nei – þekkti lítið til líffræði og
enn minna til erfðafræði,“ segir
Jóhann aðspurður um hvernig
honum hafi komið til hugar að fara
til starfa hjá erfðatæknifyrirtæki.
„Ég er heldur ekki látinn skoða
frumur í smásjá. Yrði sennilega
ekki treyst fyrir því en mitt starf
hefur einkum verið að annast
um hugverkamál fyrirtækisins,
samningsgerð og margt fleira
sem byggir á minni sérgrein í
lögfræðinni. Allar upplýsingar
þurfa að koma út á réttum
tíma. Verkin þróast hægt og
bítandi og vissulega hefur mikið
gengið á. Fókusinn breytist líka
frá einum tíma til annars þótt
grundvöllurinn sé alltaf hinn sami
að rýna í DNA, sameindina sem er
arkitektúrinn að öllu lífi og skilja
hana betur.“
Áhugavert að sjá hvað
verið er að gera í
Fellaskóla
En aftur í Breiðholtið. Jóhann
segir allt umhverfi Seljahverfisins
virka afslappandi og svo megi
raunar segja um allt hverfið.
Byggðin hafi öll tekið á sig grænan
lit í gegnum árin og Breiðholtið
sé orðið með grónari byggðum
Reykjavíkur. Margt hafi gerst á
þeirri hálfu öld sem liðin sé frá
því að hugmyndir um þessa
byggð voru fyrst settar á blað.
„Fjölbreytileikinn er einnig mikill
og fólk af margvíslegum uppruna
hafi kosið að festa sér ból þar.
„Við í Rótarýklúbb Breiðholt
vorum í heimsókn hjá Sigurlaugu
skólastjóra í Fellaskóla og
rótarýfélaga okkar fyrr skömmu.
Mér fannst einkar fróðlegt að sjá
hvað mikið er lagt í að aðstoða
börn af erlendum uppruna að
aðlagast samfélaginu og einnig að
aðstoða foreldra við að styrka við
börnin sín. Þetta er vinna og tekur
tíma en allt er þetta í rétta átt. Það
er einnig gaman að sjá breytingar
á umhverfinu. Ég get nefnt
skólalóð Fellaskóla sem dæmi um
velheppnaða aðgerð. Margt annað
hefur verið gert.“
Ekki rétt að tala niður til
Breiðholtsins
Ég tel fáránlegt að lýsa
Breiðholtinu sem ghettoi. Þar
er mörgum orðum aukið. Ég hef
fundið fyrir því eins og aðrir að
það er talað niður til Breiðholtsins
og þá oft sem einnar heildar. Það
er ekki rétt. Ég hef fregnað að fólk
sé farið að vakna upp við vonda
drauma í Miðborginni. Hávaði
um nætur og ónæði af umferð
fólksflutningabíla sem eru að ná
í farþega – jafnvel um nætur og
þá væntanlega fólk sem þarf að
mæta í flug. Auðvitað er alltaf
fólk sem vill vera í hringiðunni en
aðrir kjósa sér meiri ró og frið.“
Við Jóhann göngum til baka frá
skrifstofu hans í vesturhluta húss
Íslenskrar erfðagreiningar. Hann
rennir augum til austurs. Fram hjá
skrifstofu Kára Stefánssonar yfir
Reykjavíkurflugvöll og Öskjuhlíð
í átt til Breiðholtsins sem er
það nokkuð að baki áður en við
hverfum inn í lyftuna. „Ég hef búið
á tveimur stöðum í Breiðholti. Í
Hólunum og í Seljahverfinu. Okkur
fjölskyldunni hefur liðið vel þar. Ég
get tekið undir að það er gott að
búa í Breiðholtinu.“
5BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2017
Skákmeistarar: Jóhann Hjartarson, Yuri Kaplun frá Rússlandi, Garry Kasparov frá Rússlandi, Robert von
Weizsäcker frá Þýskalandi, Anatoly Karpov frá Rússlandi og Ivan Sokolov frá frá Bosníu og Herzegóvínu.
Frá
morgnifyrir alla fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Laugarnar í Reykjavík
NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL