Breiðholtsblaðið - jan 2017, Qupperneq 6
6 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2017
www.breiðholt.is
Opnuð verður sýning á japönskum dúkkum í Menningarhúsinu
Gerðubergi laugardaginn 25. febrúar n.k. Í frétt frá
Borgarbókasafninu segir að dúkkur hafi verið hluti af daglegu
lífi í Japan frá örófi alda og endurspegla siði landsins og
lífsviðhorf Japana.
Dúkkurnar sýna vel hefðbundið japanskt handbragð, til dæmis í
textíl. Sýningin Dúkkurnar frá Japan gefur því áhugaverða innsýn
í hina margbreytilegu japönsku menningu. Gamlar japanskar
þjóðhefðir á borð við „stúlkuhátíðina“ (Hina Matsuri) hafa átt
sinn þátt í þessari sérstöku dúkkumenningu. Hin víðtæka aðdáun
á dúkkunum hefur orðið til þess að þær eru ekki einungis taldar
barnaleikföng, heldur einnig listaverk til að sýna og dást að.
Einnig hafa japönsku Noh og Kabuki leikhúshefðirnar fléttast
inn í dúkkuhefðina, sem enn hefur aukið við fjölbreytileika í
framsetningunni. Um 70 dúkkur verða á sýningunni og skiptast þær
í afar fjölbreytilega flokka.
Sýning á japönskum
dúkkum í Gerðubergi
Franskir kvikmyndatónar
muni hljóma á Jazz í hádeginu
í Menningarhúsinu Gerðubergi
föstudaginn 10. febrúar næst
komandi á milli kl. 12.15 til
13.00. Það eru Tónlistarhjónin
Vignir Þór Stefánsson píanólei-
kari og Guðlaug Dröfn Ólaf-
sdóttir söngkona sem munu
flytja lög eftir franska kvikmyn-
datónskáldið og jazzpíanistann
Michel Legrand ásamt Leifi Gun-
narssyni. Daginn eftir munu þau
síðan endurtaka dagskrána í
heimahverfi sínu, í menningar-
húsinu í Spönginni í Grafarvogi.
Michel Legrand er mar -
gverðlaunaður franskur jazz-
píanisti og tónskáld. Þrátt fyrir að
vera þekktastur fyrir framlag sitt
til kvikmyndatónlistar liggja eftir
hann nokkrar plötur með jazzmú-
sík og meðspilarar hans ekki af
verri endanum. Þar má finna
nöfn eins og Miles Davis, John
Coltrane, Bill Evans, Phil Woods
og Ray Brown. Legrand á langan
feril að baki en hann hefur komið
að vinnu við um hundrað hljóðrit
í ýmsum stílum. Tónlistin sem
flutt verður á tónleikunum eiga
það sameiginlegt að vera sönglög,
sum hver titillög þekktra kvik-
mynda. Þar á meðal verður fluttur
fyrsti stóri smellur Legrands, „La
Valse des Lilas“ eða „Once Upon
a Summertime“ sem kom út fyrst
árið 1950 en er í dag þekkt sem
jazz-standard.
Vignir Þór, Guðlaug Dröfn og Leifur. Myndin er samsett.
Franskir kvikmyndatónar
í Gerðubergi
www.eignaumsjon.is
S. 585 4800, Suðurlandbraut 30.
Aðalfundur
framundan?
Heildarlausn í
rekstri húsfélaga.
Hér má sjá sýnishorn af dúkkuhefð Japana.
Jólagleði félagsstarfsins í Gerðubergi var haldin
með veitingum, söng og dansi skömmu fyrir jól.
Fjölmennt var í jólagleðinni þar sem Sigurður
Guðmundsson stjórnaði dansi og Þorvaldur
Jónsson lék á harmónikku.
Báðir eru vel kunnir í félagsstarfinu. Á myndunum
á sjá fólk taka þátt í gleðinni og einnig glæsilegar
veitingar sem voru á boðstólum. Þá er mynd af
feðginunum Þuríði Sigurðardóttur, verkefnisstjóra
Fjölskyldumiðstöðvarinnar og föður hennar
Sigurði Stefáns Þóroddssyni sem syngur í
Gerðubergskórnum kórnum. Þau létu sig að
sjálfsögðu ekki vanta í jólagleðina.
Jólagleði Gerðubergs
LITUN & PLOKKUN • HANDSNYRTING
ANDLITSBÖÐ • VAX • FÖRÐUN • NUDD
S: 557 3122