Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Side 7

Breiðholtsblaðið - jan. 2017, Side 7
7BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2017 Alls útskrifuðust 117 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu 21. desember sl. Stærsti verknámshópurinn voru rafvirkjar en þeir voru 22. Stúdentarnir voru 72 og af þeim voru 9 nemendur sem luku öðrum prófum samhliða. Þá útskrifuðust 19 sjúkraliðar, 8 húsasmiðir og 5 snyrtifræðingar. Verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi fékk Fanney Viktoría Dúx skólans var Fanney Viktoría Kristjánsdóttir með 9,04 í einkunn. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari talaði í útskriftarræðu sinni um mikilvægi þess að sérhver einstaklingur byggi yfir innra viðnámi til að sporna gegn miklu áreiti, m.a. af samfélagsmiðlum og snjalltækjum. Hugsanlega væri þetta áreiti ein af ástæðum þess að þunglyndi og kvíði hefur snaraukist meðal ungmenna. Síðan fjallaði skólameistari um hugrækt sem tæki til að takast á við áreiti og streitu. 117 útskrifaðir frá FB Sjúkraliðar. Mynd: JLong Dúx skólans Fanney Viktoría Kristjánsdóttir ásamt Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara. Mynd: JLong Rafvirkjar – Hluti hópsins . Mynd: JLong

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.