Breiðholtsblaðið - jan 2017, Side 8
Gleðilegt ár kæru Breiðhylt-
ingar og takk fyrir það gamla.
Árið 2016 var umfangsmikið ár
hjá okkur hér í Breiðholti. Ég
vil þakka hverfisbúum sem hafa
stutt mig bæði með atkvæðum
og trausti sem þið veittuð mér
í tengslum við kosningar til
Alþingis á liðnu hausti. Einnig
vil ég þakka ykkur sem ég hef
mætt hér í hverfinu og óskað
mér bæði velgengni og einnig
minnt mig á þá ábyrgð sem ég
ber hér í okkar kjördæmi. Ég er
mjög stolt af að stiga fram sem
fulltrúi Breiðholts á landsvísu.
Það hefur reynst mér vel að
mæta til starfa með reynslu
og þekkingu tengda þeim
verkefnum sem við höfum verið
að vinna að hér í okkur hverfi.
Þótt ég hafi tekið við þessari
nýju stöðu vil ég taka sérstaklega
fram að ég mun áfram gegna
stöðu formanns í hverfisráðinu
þar sem hjartað mitt slær hér.
Ég tel það mikilvægt að ég fylgi
áfram þeirri vinnu sem við
höfum lagt af stað með í ráðinu
í tengslum við stefnumið okkur.
Ég vil nefna nokkra hluti sem ég
hef lengi viljað tjá mig um en fékk
ekki tækifæri til að gera vegna jóla
og annarra anna.
Samstarf við Rauða
krossinn
Á desemberfundi hverfisráð-
sins tókum við ákvörðun um
að bjóða Rauða krossinum sæti
sem áheyrnarfulltrúa á ráðs-
fundinum. Tveir fulltrúar frá
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
komu á fund ráðsins til þess
að kynna fyrir okkur umdeildu
skýrsluna „Fólkið í skugganum“.
Í kjölfar skýrslunnar mun einn
starfsmaður á vegum Rauða kross
fá aðstöðu í Gerðubergi til þess
að vinna að ýmsum málefnum
sem voru rædd í skýrslunni
og mynda samstarf innan
Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.
Ein mesta ábyrgð hverfisráðs
liggur í að stuðla að hvers
konar samstarfi innan hverfis.
Hlutverk hverfisráð er skilgreint
sem vettvangur samráðs íbúa,
félagasamtaka, atvinnulífs og
borgaryfirvalda, og eru virkir
þátttakendur í allri stefnumörkun
hverfanna. Þannig eru hverfis-
ráðin ráðgefandi fyrir starfsemi
þjónustumiðstöðva í hverfunum
og stuðla að eflingu félagsauðs
innan þeirra. Rauði krossinn
hefur sýnt gott fordæmi í gegnum
ýmis verkefni með sjálfboðaliðum
í tengslum við virkni íbúa og
einnig að efla samskipti menning-
arleg sem mannleg sérstaklega
tengd málefnum innflytjenda.
Góð umhirða og
umgengni mikilvæg
Eitt af því sem mikið hefur
verið rætt um í Breiðholti gegnum
árin er umhirða og umgengni
innan hverfisins. Þetta málefni er
alltaf til umræðu og ekki spurning
um að í því efni er samstarf milli
íbúa og borgaryfirvalda í borginni
mikilvægt. Við getum haft mikil
áhrif á ákveðna hluti til dæmis
umhirðu og umgengi í kringum
okkur sjálfum - umhirðu eftir
bæði dýr og fólk. Ruslastömpum
var fjölgað eftir síðasta „Betra
hverfi“ verkefni og verður fjölgað
frekar á nýbyrjuðu ári.
Mikilvægt er að muna að við
getum haft mikið áhrif á borgina
með því einfaldlega að tilkynna
um aðila sem bera ábyrgð á
borgarlóðum. Til dæmis ef fólk
sér tjón eða eitthvað óviðeigandi
á skólalóðum eða í frístundahús-
næði að tilkynna það til skólayfir-
valda sem bera ábyrgð á þessum
stöðum. Hægt er að hringja í
Hverfisstöðina í Jafnaseli í númer
411-8440, senda tölvupóst eða
senda ábendingu á vefgáttinna
á síðu: http://reykjavik. is/
t h j o n u s t a / a b e n d i n g a r - t i l -
borgarinnar. Ekkert er að því að
koma með ábendingar um það
sem þarf að lagfæra á götum eða
gangstéttum og koma þeim beint
til þeirra sem bera ábyrgð og sjá
um að þær séu í lagi.
Máttum aðeins velja
20 hugmyndir
Ég hef ekki fjallað áður um þá
óánægju sem var á meðal íbúa
um kosningarnar sem tengdust
verkefninu „Hverfið mitt“ en
ég skil hana vel. Ég var glöð að
lesa hugmyndirnar sem flæddu
inn frá ykkur. Eftir að hugmynd-
irnar komu fram tók við ferli
sem einkenndist af miðstýringu
af hálfu borgarinnar. Það þýddi
að margar af okkar hugmyndum
og eða sérstöðu sem hverfi datt
út vegna þessarar miðstýring-
ar og reglna um verkefnið. Ein
þeirra reglna er að hverfisráð má
aðeins velja 20 hugmyndir þrátt
fyrir að Breiðholtið hafi fengið
mest fjármagn í þessi verkefni af
öllum hverfum borgarinnar. Ýmis
verkefni voru þannig strikuð út í
meðförum borgaryfirvalda þó að
þau nytu mikils áhuga á meðal
íbúanna. Við reyndum eftir bestu
samvisku að velja 20 verkefni -
verkefni sem voru þvert á hverfið,
vinsæl meðal íbúa, skynsöm og
hreint út sagt umbót við byggðina
okkar. Við vorum svo lánsöm að
fá fulltrúa frá íbúasamtökunum
Betra Breiðholt og einnig frá Ung-
mennaráði með okkur til að velja
úr hugmyndunum. Það hjálpaði
mikið við valið að hafa sem flest
sjónarmið á borðinu.
Á nýja árinu náum við vonandi
inn enn fleiri verkefnum svo
þróunin hér í hverfinu okkar verði
í takt við vilja íbúana.
8 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2017
Augl‡singasími:
511 1188 & 895 8298
www.breidholt.is
Reynslan úr Breiðholtinu
nýtist mér vel
Nichole Leigh Mosty formaður hverfisráðs Breiðholts og alþingismaður. Myndin er tekin í Fellunum í
Breiðholti.
- segir Nichole Leigh Mosty sem nú hefur tekið sæti á
Alþingi
Ve r s l u n i n L e i k s p o r t í
Hólagarði er að hætta starfsemi
og verður lokað innan tíðar.
Bragi Björnsson verslunar -
maður hefur rekið verslunina í
Hólagarði hátt í aldarfjórðung.
Hann hefur einkum verslað með
íþróttafatnað, íþróttavörur og
skólavörur og ritföng.
Þegar hann ákvað að opna
verslunina í Hólagarði á sínum
tíma kom það meðal annars
til af því að hann hafði starfað
hjá Gunnari Snorrasyni sem
byggði Hólagarð og rak fyrstu
matvöruvers lun ina þar. Í
samtali við Breiðholtblaðið fyrir
nokkrum árum komst Bragi svo
að orði að hann væri eiginlega
alin upp í þessu húsi auk þess
að vera kunnugur í hverfinu.
Áður en Bragi hóf verslunar-
rekstur var verslun í Hólagarði
sem hét Hólasport. Bragi festi
kaup á henni og breytti nafninu
í Leiksport auk þess að aðlaga
vöruúrval meira eftir eftirspurn
en var en Bragi hefur löngum
starfað í nánum tengslum við
íþróttafélögin í Breiðholti – ÍR
og Leikni. Bragi segir að nokkuð
hafi dregið úr verslun á undan-
förnum árum og reksturinn orðið
erfiðari. Svo virðist sem litlar
verslanir eigi erfitt uppdráttar og
engin breyting hafi orðið á því
þrátt fyrir tal ráðamanna um að
flytja þurfi þjónustu meira inn í
hverfið. Í Hólagarði hafi verslanir
verið að koma og fara í gegnum
tíðina. Sumar staðið stutt við en
aðrar verið starfræktar um lengri
tíma. Leiksport sé nú sú verslun
sem lengst hefur verið opin í
Hólagarði í sömu eigu og undir
sama nafni. Bragi kveðst sakna
verslunarinnar og Hólagarðs en
nú verði ekki aftur snúið. Þetta
hafi verið góður tími en geta verið
strembinn á köflum. Að lokum
kveðst hann vilja þakka öllu
því góða fólki sem hann hafi átt
viðskipti við og kynnst á þessum
tíma fyrir velvild og ánægjuleg
samskipti.
Leiksport
í Hólagarði
að hætta
- Bragi þakkar fyrir sig
Bragi Björnsson í versluninni Leiksport í Hólagarði.
Opið alla daga
frá kl. 11 til 23.
Lóuhólar 4,nálægt Dominospizza Sími: 557 1414