Breiðholtsblaðið - jan 2017, Blaðsíða 10
10 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2017
Bernskuminningar úr Breiðholtinu
Ég er ekki fædd í Breið-
holtinu en búin að eiga heima
í Hólunum frá því ég var átta
ára gömul. Við bjuggum fyrstu
árin í Laugarneshverfinu en
ég kunni aldrei alveg nógu
vel við mig þar. Foreldrar
mínir eru Hafdís Jónsdóttir
og Kristján Gunnarsson og
mamma býr hér enn en faðir
minn býr í Hveragerði. Mamma
var vel þekkt sem dagmamma
í hverfinu og hún hefur líka
staðið fyrir mörkuðum í
Gerðubergi. Mér fannst gott
að koma upp eftir. Það var allt
annað samfélag þar. Bæði var
mikill samgangur á milli fólks
og ekki síst okkar krakkanna
og svo voru allar vegalengdir
svo stuttar. Maður þurfti varla
að fara yfir götu. Það sem mér
er minnisstæðast úr bernskunni
og æskunni er frelsið sem var
ríkjandi. Þegar ég lít til baka þá
er ég ekki frá því að finna megi
samhljóm með hverfismennin-
gunni í Hólahverfinu og skóla-
menningunni í FB
Ég gekk í Hólabrekkuskólann
og þaðan lá leiðin í FB en ég
varð að hverfa frá námi eftir
fyrstu önnina þar. Ég er með MS
sjúkdóminn – þetta ósýnilega
leyndarmál vegna þess að
oft er hægt að halda honum
niðri þannig að það beri ekki
á honum. Ég var þó það slæm
að ég gat ekki haldið náminu
áfram og geri ráð fyrir því að
sjúkdómseinkennin hafi verið
farið að há mér undir lokin í
grunnskólanum. Ég hætti því í FB
á árinu 2004 og tíu árum síðan
tók ég upp þráðinn að nýju.
Byrjaði frá grunni í
Hringsjá
Ég hafði ekki gert mér miklar
vonir um að hefja aftur nám en
þegar Hringsjá kom til sögunnar
sá ég tækifæri til þess að fara í
náms- og starfsendurhæfingu.
Ég varð að taka námið alveg
frá grunni á ný vegna þess að
ég hafði ekki staðið mig neitt
sérstaklega vel í grunnskólanum
trúlega vegna MS sjúkdómsins.
Ég frétti af starfsemi Hringsjár í
gegnum námsráðgjafa sem fóru
að hringja í nemendur sem höfðu
horfið frá námi til að kanna hvað
þeir væru að gera í dag. Hvort
þeir hefði komið aftur að námi
og hver staða þeirra væri í lífinu.
Ég var búin að hugsa um að fara
í sjúkraliðanám en fannst ég ekki
hafa nægilega góðan grunn í það.
En þarna ákvað ég bara að skella
mér út í námið og ég tel að ég
eigi Hringsjá allt að þakka í þeim
efnum. Ég vissi heldur ekkert
um hvernig mér myndi ganga,
Ég hef alltaf verið frekar lengi að
læra. Þurft að liggja svolítið yfir
námsbókunum og leiddi hugann
ekkert að góðum námsárangri
í byrjun. Því síður að ég myndi
dúxa. Ég var búin með eina
námsönn árið 2004. Byrjaði
svo aftur haustið 2014 og lauk
þessu nú fyrir jólin. Útskrifaðist
af sjúkraliðabrautinni með
stúdentspróf að auki. Ég er því
28 ára en ekki tvítug en mér er
sagt að við mæðgur og raunar
amma líka þykjum unglegar
miðað við aldur. En ég er ekkert
að villa á mér heimildir.
Áhugi á heilbrigðis-
fræðum getur tengst
MS sjúkdómnum
Ég var á félagsfræðibraut
þegar ég byrjaði í FB árið 2004
en eftir námið hjá Hringsjá fann
ég að raungreinar áttu ekki
síður vel við mig. Ég hafði alltaf
verið frekar léleg í stærðfærði.
Kunni eiginlega ekkert að reikna
en í Hringsjá byrjaði ég bara
á plús og mínus og svo kom
framhaldið. Ég skal ekki segja
hvernig áhugi minni á heilbrigð-
isfræðum kom til sögunnar en
ef til vill tengist það sjúkrasögu
minn að einhverju leyti. Ég
greindist með MS sjúkdóminn
þegar ég var sautján ára og það
hefur aldrei fengist fyllilega
staðfest hvernig hann kom til.
Ég fékk vírus þegar ég var sjö
ára og hann sest á taugar sem
eru tengdar með slíðrum.
Hvítu blóðkornin halda síðan
að sýkt slíðri séu óvinur sem
veldur því að taugaboð komast
ekki alla leið sem virkar eins
og lömun. Það verður stífla í
boðkerfinu. Mannsheilinn er
mikið ólíkindatól og hann finnur
nýjar leiðir til þess að koma
taugaboðum áleiðis. Ef til vill
ekki eins góðar leiðir en þær
virka samt. Ég veitt ekki til þess
að MS sjúkdómurinn sé í minni
fjölskyldu. Alla vega þarf þá
langt aftur til þess að finna dæmi
um hann þannig að hann virðist
ekki vera arfgengur. Hef þó heyrt
að það séu 0.05% meiri líkur á að
sá sem er með sjúkdóminn í sér
eignist afkomendur sem fái hann.
Sama val og námstíðni
henta ekki öllum
Ég kynntist því bæði hjá
Hringsjá og líka í FB hversu
opna námsferlið og áfangakerfið
hentuðu mér ve l . Ég er
sannfærð um að hvorki sama
val eða sama námstíðni henti
öllum. Áhugasviðin eru mörg
og fólk þarf mis langan tíma til
þess að læra. Ég fékk stundum
að heyra af hverju ég eyddi
stundum kvöldi eftir kvöldi yfir
námsbókunum í stað þess að
gera eitthvað annað. Ég vildi
skilja það sem ég var að læra og
gaf ekkert eftir í þeim efnum. Því
fóru fleiri kvöld í þetta en annars
hefði orðið en það skilaði sér líka
í árangrinum.
Góðir kennarar skipta
máli
Ég er að starfa sem sjúkraliði
um þessar mundir en ætla mér í
hjúkrunarfræðina í Háskólanum
í haust. Mig langar að komast
lengra í þessu. Yngri systir mín
er að læra félagsráðgjöf. Kannski
enda ég í læknisfræði. Hver veit
en ég er ekki farinn að hugsa svo
langt. Mér finnast geðlækningar
áhugavert svið. Við fórum í
verklegt nám á Klepp og þessi
fræði vöktu áhuga minn. Næstu
fjögur árin verða frátekin í hjúk-
runarfræðina en ég er ekki farin
að íhuga neina endastöð í því
efni. En ég vil einkum þakka
þennan árangur minn því hversu
góða kennara ég hef haft – bæði
hjá Hringsjá og í FB. Það skiptir
miklu máli.
Góðir kennarar skipta máli
Fanney Viktoría Kristjánsdóttir var dúx á stúdentsprófi við útskrift úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
með 9,04 í einkunn. Fanney hefur þó ekki farið beina braut í náminu en hún varð að hverfa frá námi í
framhaldsskóla á unglingsárum vegna heilsubrests. Hún er ein af þeim sem nýtti sér þá möguleika sem
Hringsjá bauð til þess að hefja nám að nýju og hefur nú lokið stúdentsprófi með framangreindum árangri.
Fanney hefur búið í Hólunum í Breiðholtinu frá átta ára aldri. Hún stiklar hér á stóru í sögu sinni.
Ég og Dagný systir að bursta tennurnar í Krummahólunum.
Fanney og Dagný systir hennar á fyrstu jólunum í Breiðholtinu.
Mæðgur á góðum degi: Dagný Kristjánsdóttir. Hafdís Jónsdóttir og
Fanney Viktoría Kristjánsdóttir.
Fanney Viktoría ásamt Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur
skólameistara FB á útskriftardaginn.