Breiðholtsblaðið - apr. 2018, Side 14
14 Breiðholtsblaðið APRÍL 2018
Sund í Seljahverfi
Í Seljahverfi er sundlaug sem hefur hingað til aðeins
verið nýtt fyrir skólasund barna í hverfinu en hún er
einmitt ástæðan fyrir því að ég sjálf er synd.
Eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
er að sundlaugin verði opnuð almenningi utan
skólatíma. Útfærslan á þessu er ekki flókin en myndi
gera gríðarlega mikið fyrir nærsamfélag íbúa í
Seljahverfi, foreldra með börn í ungbarnasundi, eldri
borgara, þá sem vilja skella sér í sund og pott eftir
skokkið eða göngutúrinn, o.s.frv.
Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en
borgaryfirvöld hafa hingað til ekki viljað ýta henni úr
vör. Helstu ástæður þess voru eftir því sem ég kemst
næst að laugin uppfyllir ekki skilyrði um dýpt og að
þetta yrði dýr framkvæmd ("Computer says no" - En
hver bjó til tölvuna?). Þetta er bæði nærtækur og
hagkvæmur kostur.
Þarna væri kominn nýr kjarni í hverfinu sem skapar
umhverfi fyrir rekstur, s.s. kaffihús við hliðina á. Líkt
og aðgengi að sundlaug og heitum
pottum yrði það kærkomin viðbót
í Seljahverfi að hafa svoleiðis
samkomustað í göngufæri.
Í dag er ég enn íbúi í Seljahverfi,
og nú í framboði til borgarstjórnar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík
og á meðal þeirra hugmynda sem
ég vil fylgja á eftir nái ég kjöri.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir
því að innviðirnir sem eru þegar
til staðar séu nýttir og lögð sé
áhersla á verkefni sem íbúar geti
raunverulega nýtt sér.
Jórunn Pála Jónasdóttir
Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Jórunn Pála
Jónasdóttir.
Við uppstillingu á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur
í vor var það haft að sjónarmiði að bregðast við
vanda sem einkennt hefur skipan borgarstjórnar
Reykjavíkur síðastliðin tvö kjörtímabil: Hópurinn var
of einsleitur. Til dæmis var enginn með lögheimili
í Breiðholti, sem er stærsta hverfi Reykjavíkur og
þar með stærsta íbúðahverfi á Íslandi. Raunar var
enginn fulltrúanna með lögheimili austan Elliðaáa.
Þrátt fyrir að öllum borgarfulltrúum beri að
sjálfsögðu að hafa hag allra borgarbúa að leiðarljósi
skiptir líka máli að borgarfulltrúar hafi sem bestan
skilning á aðstæðum íbúanna. Erlendis er sums
staðar gengið enn lengra og borgarfulltrúar kosnir af
íbúum hverfanna og þannig tryggt að öll hverfi hafi sinn fulltrúa.
Í efstu tíu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins eru tveir
fulltrúar sem hafa bæði alist upp og búa nú í Breiðholti, þ.e. Jórunn
Pála Jónasdóttir, lögfræðingur, sem er búsett í Seljahverfi (9. sæti), og
undirritaður en sjálfur skipa ég 4. sæti á listanum og bý í Hólahverfi.
Á meðal helstu markmiða okkar er að styrkja tengsl og áhrif íbúa
í Breiðholti í borgarstjórn, hlusta á þá og tala þeirra máli. Þannig
munum við best vinna að hagsmunum Breiðholtsins í samstarfi
við íbúa.
Egill Þór Jónsson
Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Egill Þór
Jónsson.
Þeir stjórna best,
sem hlusta mest
Á Reykjavíkurborg að banna snjallsíma í grunnskólum?
Fjölmargar vísbendingar eru um að snjallsímar
geti haft neikvæð áhrif á athygli, þroska og andlega
heilsu barna og ungmenna. Niðurstöður rannsókna
staðfesta að þeir nemendur sem hafa aðgang að síma
í skólastofunni telja almennt að það efni sem þeir geta
nálgast í símanum sé áhugaverðara en námsefnið, að
þeir eiga erfiðara með að halda athyglinni á því sem
kennarinn segir, að þeir eyða minna tíma en áður í að
vinna með námsefnið, að þeir fá lægri einkunnir og að
þeir eru óánægðari með frammistöðu kennarans en
þeir sem fá ekki að hafa símann með sér. Eru þessi áhrif
einkum tengd við notkun nemenda á samfélagsmiðlum.
Ávani og kvíði
Snjallsímar eru ávanabindandi. Öppin í þeim eru
hönnuð með það að markmiðið að notandinn verði
háður þeim. Íslenskar rannsóknir hafa leitt líkur að því
helstu ástæður kvíðaaukningar megi tengja við hraðari
lifnaðarhætti og snjalltækjavæðingu síðustu ára.
Einelti
Einelti hefur að miklu leyti færst
frá persónulegum samskiptum yfir í
samskipti í netheimil. Það vita allir
sem koma nálægt uppeldi barna.
Snjallsímabann í grunnskólum
er í senn geðheilbrigðismál,
lýðheilsumál og menntamál.
Það er því hlutverk
Reykjavíkurborgar að styðja
við skólastjórnendur, kennara,
nemendur og foreldra með því að
banna snjallsíma í grunnskólum
borgarinnar, á öllum tímum sem
og í frístundastarfi. Með því leyfum við börnunum að
njóta vafans.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sveinbjörg
Birna Svein-
björnsdóttir.
Hólagarður
Persónuleg þjónusta í vinalegu umhverfi
Boltinn í beinni
Gullnáman
Krá • Sportbar
klipp-art
h á r g r e i ð s l u s t o f a n
AfroZone
www.leiknir.com