Vesturbæjarblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2015
Leikskólinn Mýri
fær grenndarsvæði
Leikskólinn hefur fengið
fa l legan vet tvang fyr ir
umhverfismennt og útinám.
Fyrir skemmstu gerði leikskól-
inn Mýri samning við Reykja-
víkurborg um grenndarsvæði
í nágrenni skólans.
Markmið samningsins er að
skapa vettvang fyrir umhverfis-
mennt og útinám í nágrenni
skólans ásamt því að efla
tengsl við nærumhverfi skólans
og styrkja umhverfisvitund.
Svæðið sem jafnan nefnist
Holtið meðal barnanna á Mýri
er staðsett í „litla Skerjafirði“
á milli stúdentagarða Háskóla
Íslands og Reykjavíkurflugvall-
ar. Svæðið er er vel fallið til
útináms og leikja. Tré eru á
svæðinu, einnig stór grjót sem
hægt er að príla í, gjótur og
síðast en ekki síst dásamlega
polla þegar rignir. Svæðið er
eitt af fáum í Reykjavík þar
sem sjá má ummerki eftir
síðustu ísöld enda grjótið þar
sorfið eftir ísaldarjökulinn og
ummerkin nokkuð greinileg.
Félagar í Strandróðrafélaginu
Brandi róa á Nauthólsvíkinni á
færeyska sexæringnum Svani
og hafa gert undanfarin sumur.
Strandróðrafélagið Brandur
var stofnað af Vesturbæingum
og flestir félagsmenn búa í
Vesturbænum.
Félagar í Brandi hafa tekið
bæði Svan og einnig Skálabátinn
s e m h e f u r u p p s á t u r v i ð
grásleppuskúrana við Ægisíðu að
sér og hafa annast um viðhald
á Svani eða dittað að honum
eins og stundum er sagt. Til
þessa hefur eingöngu verið róið
um Nauthólsvíkina og félagarnir
æft áralag og bætt tækni sína.
Reykjavíkurborg hefur veitt
róðrarfélaginu góðan stuðning
og aðstöðu í Nauthólsvík auk
aðstöðu til þess að geyma bátinn
undir þaki. Svanur er í eigu Skúla
Guðbjarnarsonar en hann Skúli
áformaði að bjóða túristum upp
á róðra frá Ægisíðunni en hann
flutti af landi burt áður en af því
varð og býr nú í Noregi. Engin
útgerð eða ferðaþjónusta er því
við Skúrana við Ægissíðuna.
Myndasmiður Ólafur Hauksson
Róið á Nauthólsvíkinni
Róið á Svanium um Nauthólsvíkina.
Krakkarnir á Mýri skemmta sér í grenndargarðinum.
Frítt söluverðmat
Reynsla og vönduð vinnubrögð
Hringdu núna.
Davíð Ólafsson
Löggiltur fasteignasali
Sími: 897 1533
david@fr.is
prent.indd 1 18.5.2015 15:45:00
LÁTTU ÞAÐ EFTIR ÞÉR, VERTU FRJÁLS, NJÓTTU LÍFSINS.
Sumar er Sangría
KOMDU Á TABASBARINN OG SMAKKAÐU Á SUMRINU
Glas 1.790 kr.
RESTAURANT- BAR
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík
Sími 551 2344 | www.tapas.is
Ísköld og svalandi Sangríameð ferskum ávöxtum, SOLAZ
rauðvíni, appelsínusafa og blöndu af sterku áfengi og líkjörum.
Félagar í Strandróðrafélaginu Brandi róa í Nauthólsvíkinni á góðviðrisdegi.
Ánægt róðrarfólk
um borð í Svaninum.