Vesturbæjarblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2015
Sóttu fróðleik
á Aflagrandann
Ungur nemur gamall temur
er gamalt máltæki. Það á vel
við nokkrar unglingsstúlkur úr
Hagaskóla sem unnu verkefni
um Heimsstyrjöldina síðari og
leituðu fanga á meðal fólks í
félagsstarfinu á Aflagranda.
Þar spjöl luðu þær við
fólk og tóku viðtöl við þá
sem muna þessa tíma vel.
Á Aflagrandanum urðu þær
margs vísari um árin frá
1939 til 1945 – bæði um lífið í
Reykjavík sem einkenndist af
hersetu, stóraukinni vinnu,
húsnæðusskor t i og f jö l -
breyttara skemmtanalífi sem
vera hersins leiddi af sér og
einnig alþjóðamálin en bæði
Ríkisútvarpið og dagblöðin
sögðu daglega fréttir af gangi
stríðsins. Verkefni þeirra veittu
viðmælendunum á Aflagranda-
num ekki síður ánægju af því að
miðla fróðleik milli kynslóða en
stúlkunum að fræðast.
Sumarið í Frostaskjóli fer ótrúlega vel af
stað og eru krakkarnir himinlifandi með
dagskrána og þá viðburði sem hafa verið
þessa fyrstu vikur. Metaðsókn er í sumarstarf
frístundaheimila Vesturbæjar og hefur nú þegar
ótrúlega margt skemmtilegt verið í boði, til að
mynda Viðeyjarferð, sundferðir, fjöruferðir og
margt fleira.
Fjölmargar skemmtilegar ferðir eru framundan hjá
krökkunum til 10. júlí en þá lokar sumarfrístundin
í þrjár vikur og opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.
Frosti á hjólum er opinn alla virka daga fyrir
unglingana í Vesturbænum og má sjá dagskrána
þeirra á fésbókinni undir Félagsmiðstöð á hjólum.
Einnig er vert að benda á að ennþá eru nokkur pláss
laus í sumarsmiðjur Tíu12 og í sumarfrístundina og
fer skráning fer fram á www.rafraenu.reykjavik.is.
Metaðsókn í sumarstarf
Frostaskjóls
Stúlkurnar ræða við heldri konu sem sækir félagsstarfið á
Aflagranda 40.
Labradorinn lætur fara vel um sig í návist áhugasamra krakka í sumarstarfi Frostaskjóls.
Gómsæti í göngufæri
Geirsgata 1 • Sími 511 1888
N e m e n d u r 7 . b e k k j a
Melaskóla fóru í Skólabúðir -
nar að Reykjum í Hrútafirði Í
vikunni 26. til 29. maí og var um
óhefðbundna kennslu að ræða.
Farið var í f jöru, fylgst
með sauðburði í sveitinni,
náttúran skoðuð og komið við
í byggðasafn. Einnig var fjörugt
félagslíf í hópnum; söngur,
diskó, þrautir, fótbolti, boltaspil,
hárgreiðslukeppni og margt
fleira. Í þessu fólst áskorun fyrir
krakkana og komu þau reynslunni
ríkari heim.
Náttúran og sagan skoðuð
Melaskóli:
Sjöundubekkingarnir
fylgdust meðal annars
með sauðburði í sveitinni.
Önnumst alla þætti
þjónustunnar með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
Útfarar-
og lögfræði-
þjónusta
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Hugrún Jónsdóttir
útfararstjóri
Rósa Kristjánsdóttir
útfararstjóri
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Snævar Jón Andrésson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
lögfræðiþjónusta
Gestur Hreinsson
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
AUGLÝSINGASÍMI
511 1188