Vesturbæjarblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 15
15VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2015 KR-síÐan GETRaUnanÚMER KR ER 107 Allir íslensku borðdómararnir í borðtennis- keppni Smáþjóðaleikanna voru úr KR. Dómararnir voru Finnur Hrafn Jónsson, Guðrún Ólafsdóttir, Hannes Guðrúnarson, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Jóhannes Bjarki Urbancic og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson. Hlöðver Steini Hlöðversson var fjölmiðlafulltrúi í borðtenniskeppninni auk þess að vera aðstoðarmótsstjóri. Kári Mímisson var tæknistjóri og Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir sá um skipulag verðlaunaafhendinga. Aldís Rún Lárusdóttir gegndi lykilhlutverki í skipulagningu borðtenniskeppninnar, auk þess að vera keppandi ásamt Davíð Jónssyni og Guðrúnu G Björnsdóttur. Þá var fjöldi KR-inga í hlutverki annarra sjálfboðaliða í borðtenniskeppni leikanna. KR-ingar í lykilhlutverki KR hafði betur í leik við Stjörnuna í Garðabæ á þriðju- dagskvöld í lokaleik níundu umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en um miðjan síðari hálfleik skoraði Almarr Ormarsson fyrir KR. Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum sem lauk með 1-0 fyrir KR. KR er því í þriðja sæti deild- ar inn ar með 17 stig, þrem ur stig um frá toppn um, en Stjarn an með 12 stig í 6. sæti. Þrátt fyrir markaleysi var fyrri hálfleik ur fjör ug ur og bæði lið fengu færi til að skora. Síðari hálfleikurinn var hins vegar mun fjörugri. Eftir mark Almarrs upphófst enn meira fjör. Í frétt RÚV um leikinn kemur fram að Stefán Logi Magnús son, markvörður KR hafi leikið sér að eld in um þegar hann hafi gefið sér góðan tíma til að taka upp bolt ann og misst hann síðan hann til Ólafs Karls Finsen sem þó náði ekki að koma skoti á markið en féll við í teign um þegar Stefán Logi kastaði sér á eft ir bolt an um. Er lend ur Ei ríks son dóm ari dæmdi þá auka spyrnu á Ólaf Karl vegna þess að Stefán Logi hefði verið kom inn með hend ur á bolt ann í upp hafi þegar Ólaf ur Karl náði hon um. Stjörnu- menn voru æfir og viss ir um að Stefán ætti að fá rautt spjald og Stjarn an víta spyrnu en svo fór þó ekki. Engu að síðuð sauð upp úr á þess um tíma punkti. Kort eri fyr ir leiks lok fékk Gunn ar Nielsen rauða spjaldið þegar hann stöðvaði bolt ann utan víta teigs með hendi þegar Almarr var að elta stungu send ingu. Einum manni færri reyndu Stjörnu menn að jafna met in und ir lok in en höfðu ekki er indi sem erfiði og sig ur KR í höfn. KR í þriðja sæti með 17 stig eftir góðan sigur á Stjörnunni KR-ingar í baráttunni við Stjörnumenn. heitur matur í hádeginu og á kvöldin taktu meÐ borÐaÐu á staÐnum eða Alvöru matur eða Körfuknattleiksdeild KR hefur gengið frá samningi við Björn Einarsson og mun hann þjálfa meistaraflokk kvenna næstu tvö árin. Björn hefur getið sér gott orð fyrir þjálfun yngri flokka í Keflavík en mun nú stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun. Eftirfarandi viðtal birtist á karfan.is Hvað kom það til að þú ákvaðst að taka við KR? Gott tækifæri á hárréttum tíma til að þjálfa í Úrvalsdeild. Hvernig sérðu liðið fyrir þér? Hópurinn verður nokkurn veginn sá sami og í fyrra eins og staðan er í dag. Annars er þetta allt í vinnslu og verður vonandi allt komið á hreint sem fyrst. Hverskonar breytingar koma með þér sem þjálfara? Kem inn með meir i metnað, aga og hugarfarsbreytingu! Við ætlum okkur klárlega að gera mun betur en í fyrra. KR á aldrei að vera í botnbaráttu. Hvernig körfubolta ætlar KR að spila næsta season? Agaðan og skipulagðan körfubolta. Það sem ég ætlast til af þeim sem munu klæðast KR treyjunni næsta vetur er að þær mæti í alla leiki til að leggja sig fram 150%, skutli sér í alla lausa bolta, spili hörku vörn og leggi allt í sölurnar. Kemur ekkert annað til greina! Verður það run-gun Keflavíkurbolti? Tel það ólíklegt en hver veit. Ef þú fengir að velja 2 leikmenn til að byggja á (úr öðru liði), hverjar væru það þá og afhverju? Myndi velja stelpurnar sem eru nú þegar í KR nr 1,2 og 3. Annars eru allir leikmenn velkomnir til mín í KR! Var ekkert erfitt að svíkja lit fyrir hið svarthvíta? Enginn að svíkja neinn. Ég er að gera þetta á réttum forsendum og hlakka til næstu tveggja tímabila. Er búinn að standa mína plikt og rúmlega það í Keflavík undanfarin 5 ár. Það var einfaldlega kominn tími á nýtt “challenge” og þ.a.l. tel ég þetta vera góða ákvörðun fyrir bæði mig og KR. Vann með ótrúlega flottum leikmönnum í Keflavík og mun án efa sakna þeirra, en núna er sá kafli búinn í bili og nýtt ævintýri hefst með KR! Björn Einarsson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna Á myndinni má einnig sjá Sigurð Val Sverrisson, formann Borðtennissambands Íslands, Árna Siem- sen aðstoðaryfirdómara og Ástu M. Urbancic, mótsstjóra úr KR. Mynd: Hlöðver Steini Hlöðversson. Björn Einarsson ásamt leikmönnum mfl. kvenna. Þú færð KR vörurnar í Jóa útherja Áfram KR Ármúli 36 • Reykjavík 108 S: 588 1560

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.