Vesturbæjarblaðið - jun. 2016, Side 2
Um 20% færri fá
fjárhagsaðstoð
Notendum fjárhagsaðstoðar
til framfærslu fækkaði á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs um
tæp 24% samanborið við árið í
fyrra, eða úr 1924 í 1469 manns.
Heildarútgjöld Reykjavíkurborgar
til fjárhagsaðstoðar lækkuðu um
ríflega 20% vegna fækkunarin-
nar. Á síðustu árum hefur verið
gripið til fjölbreytilegra ráðstafana
til að auka þjónustu við þá sem
fá fjárhagsaðstoð til framfærslu,
einkum þá sem eru atvinnulau-
sir eða sjúklingar. Ráðstafanir
þessar eru ýmist alfarið á hendi
velferðarsviðs eða í samstarfi við
aðrar stofnanir. Má þar nefna
að virkniráðgjafar voru ráðnir í
upphafi árs 2010 til starfa á þjónus-
tumiðstöðvum, Atvinnutorg opnaði
í febrúar 2012, Stígur, þjónusta við
atvinnuleitendur, var stofnaður í
mars 2014, atvinnumáladeild var
stofnuð hjá Reykjavíkurborg árið
2012, færniteymi með þjónustu
fyrir óvinnufæra og matsteymið
Velvirk hófu starfsemi árið 2014.
Þá hefur verið lögð sérstök áhersla
á þjónustu við ungt fólk og þá
sem ljúka bótarétti sínum hjá
Vinnumálastofnun.
Skólplosun uppfyllir
ströngustu ákvæði
Losunarstaður skólps í Reykja-
vík uppfylla ströngustu ákvæði
reglugerðar nr. 460/2015 um
baðstaði í náttúrunni. Þetta
er niðurstaða yfirgripsmikilla
rannsókna þar sem fram kemur
að frekari hreinsun skólps frá
Reykjavík og nágrannasveitarfé-
lögum myndi ekki leiða til bætandi
áhrifa á umhverfið með tilliti til
ofauðgunar næringarefna.
Um 9,2 milljörðum
varið til viðhalds
borgarmannvirkja
Reykjavíkurborg mun verja
9,2 milljörðum króna á þessu ári
til uppbyggingar og viðhalds á
mannvirkjum borgarinnar. Rúmum
700 milljónum verður varið til
malbiksviðgerða og nýmalbikunar,
unnið verður að uppbyggingu á
skólahúsnæði þriggja grunnskóla
og eins leikskóla auk viðhalds á
öðrum skólabyggingum og áfram
verður unnið að uppbyggingu
útisundlaugar við Sundhöllina.
Þetta kemur fram í fréttabréfi
umhverfis- og skipulagssviðs
Reykjavíkurborgar.
Vatnsmýrin gríðar-
lega mikilvæg
Í máli borgarstjóra á fundi
Viðsk iptaráðs ný lega kom
fram mikilvægi þess að laða að
fyrirtæki sem borga góð laun,
mikilvægi hagkvæmra og afkasta-
mikilla almenningssamgangna og
að þétting byggðar væri mikið
samkeppnismál til þess að gera
borgina spennandi til búsetu.
Borgarstjóri sagði að Vatnsmýrin
væri gríðarlega mikilvægt svæði í
borginni fyrir landið allt til þess að
laða að tækni- og sprotafyrirtæki
með báða háskólana og háskóla-
sjúkrahús sem hryggjarstyk-
kið í þeirri þróun. Nú þegar væri
lyfjafyrirtækið Alvogen að hyggja á
stækkun auk þess sem uppbygging
höfuðstöðva tölvuleikjafyrirtæki-
sins CCP muni hefjast innan
tíðar. CCP hyggst nota um 7000
fermetra af um 11.000 fermetrum
til þess að hýsa minni fyrirtæki
sem spretta frá CCP eða innan úr
háskólaumhverfinu.
Um 44 milljarðar í
hóteluppbyggingu
U m f j ö r u t í u o g f j ó r u m
milljörðum króna verður varið í
núverandi áform um hótelupp-
byggingu í Reykjavík en einnig
verður lögð mikil áhersla á
uppbyggingu atvinnuhúsnæðis
undir þekkingarstarfsemi. Á
síðustu tólf mánuðum er borgin
búin að selja átta lóðir undir
atvinnustarfsemi, sem er mun
meira en í mörg ár þar á undan
Stækkun Berg-
staðastrætis 12 og
endurnýjun Brennu
Sótt hefur verið um leyfi til að
byggja við norður- og austurhlið
Bergstaðastrætis 12 og byggja
lyftustokk utan á vesturhlið
hússins. Einnig hefur verið sótt
um leyfi til að endurnýja stein-
bæinn Brennu á lóðinni og innrétta
sem íbúð samkvæmt samþykktu
deiliskipulag.
Ensímframleiðsla á
Grandagarði
Sótt hefur verið um leyfi til að
innrétta aðstöðu fyrir framleiðslu-
fyrirtæki sem framleiðir ensím
úr sjávarfangi í atvinnuhúsinu nr.
57-59 á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.
Verslunarhúsnæði á
Grandagarði 13
Samþykkt hefur verið leyfi til að
innrétta verslun og þjónustuhús-
næði á 1. og 2. hæð og til að koma
fyrir skilti utan á húsið á lóð nr. 13
við Grandagarð.
Joe and the Juice og
Gló við Laugaveg 10
Sótt er um leyfi til að innrétta
tvo veitingastaði, annan í flokki I
sem verður staðsettur og hinn í
flokki 2 við Laugaveg 10 þar sem
veitingastaðurinn Asía var áður til
húsa. Einnig er sótt um aðgengi frá
Bergstaðastræti.
Húsrif og viðbygging
við Laugaveg 12
Sótt hefur verið um leyfi til að
rífa austari hluta húss hækka
þann vestari um eina hæð og
byggja steinsteypta viðbyggingu,
fjórar hæðir og kjallara, opna yfir
lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt
anddyri/aðalinngang og stækkun á
Hótel Skjaldbreið sem þar er á lóð
nr. 12B við Laugaveg.
Raðhús við Mýrargötu
Sótt hefur verið um leyfi til
að byggja raðhús, tvær hæðir
og ris með tveimur íbúðum úr
forsmíðuðum timbureiningum á
lóð nr. 27 við Mýrargötu.
Fjölbýli við
Norðurstíg
Sótt hefur verið um leyfi til að
byggja þriggja íbúða steinsteypt
fjölbýlishús á fjórum hæðum með
innbyggðum tveggja stæða bílskúr
á lóð nr. 5 við Norðurstíg.
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Morgunblaðið
6. tbl. 19. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107 og 101.
S T U T T A R
b o r g a r f r é t t i r
N ú er hafið niðurbrot húsa á svonefndum Brynjureit á milli Hverfisgötu og Laugavegar. Á sama tíma er verið að leggja lokahönd á nýjar byggingar á öðrum reit –
Hljómalindarreit örlítið neðar við götuna. Ofar nær Hlemmi
er einnig unnið en miklum endurbótum – byggingum nýrra
húsa. Í þessum húsum sem byggð hafa verið, eru í byggingu og
áformað er að byggja á næstunni verður komið fyrir íbúðum,
verslunarrými, veitingastöðum og gistiaðstöðu. Gatan hefur
einnig verið endurgerð að nokkru í vistgötustíl og umferð bíla
takmörkuð.
Um langt skeið var Hverfisgatan ein ömurlegasta gata Reykjavíkur. Um hana fór stríð umferð bíla á tveimur
akreinum til austurs þar sem lítt var skeytt um umferðarhraða.
Þessi miðborgargata var ekkert annað en hraðakstursgata á milli
Lækjartorgs og Hlemmtorgs. Einstaka verslunarmaður þraukaði
en flestir gáfust upp. Verslunarstarfsemi þreifst ekki og íbúar
leituð burt í tímans rás. Margar byggingar urðu viðhalds- og
umhirðuleysi að bráð. Héngu uppi – sumar hálf brunnar og
ónýtar og aðrar setnar fólki sem lifði á jaðri samfélagsins – oftast
háð áfengi og fíkniefnum.
Þessi þróun á sér rætur í hugarfari sem algengt var á sjöunda og áttunda áratug fyrri aldar og jafnvel lengur. Augu
manna beindust ekki að miðborginni. Miðborgarlíf þótti ekki
eftirsóknarvert. Úthverfin áttu að heilla. Líf með görðum og
grillum, stofum og matarboðum. Lengi var rætt um þörf á nýrri
miðborg. Þær hugmyndir enduðu sem verslunarmiðstöð og
leikhús í Kringlumýrinni en ekki önnur miðborg – sem betur fer.
Síðar var tekið að færa dagvöruverslun að útjöðrum byggðar.
Nær öll borgarþróun kallaði eftir einkabílnum. Nú kallar fólk eftir
þjónustu til baka. Nær mannfólkinu. Uppbyggingin í Örfirisey er
dæmi um svörum við því kalli.
Á síðustu árum hefur önnur hugsun orðið til og ný viðmið skapast. Margt yngra fólk hefur tileinkað sér aðrar
hugmyndir um borgarlíf og annan lífsstíl. Áhrifa erlendis frá
gætir og mannleg samskipti fara meira fram á almennum stöðum
á borð við kaffihús og öðrum veitingastöðum en á heimilum
fólks. Miðborgin og svæði í nánd hennar - einkum Vesturbærinn
hafa orðið vinsæl til búsetu og nú er verð fasteigna í þessum
borgarhlutum það hæsta í höfuðborginni og sést best á að
Þingholtin eru nú eitt dýrasta borgarhverfi Reykjavíkur. Þetta
hefur aukið áhuga á að endurbæta miðborgina og endurskapa
bæði mannvirki og lífsstíl. Hverfisgata er þar engin undantekning
frekar en önnur miðborgar- og vestursvæði. Blómleg
búseta, verslunarstarfsemi og gistiaðstaða eru að taka við af
niðurníðslu, hústöku, hraðakstri og umferðarmengun.
Ný hugsun Ný viðmið
Vesturbæingar
Þarf ekki að bæta
aðstöðuna hjá KR?
JÚNÍ 2016
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs ko ar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson