Vesturbæjarblaðið - jun. 2016, Síða 12

Vesturbæjarblaðið - jun. 2016, Síða 12
12 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2016 Verslunin Ellingsen hefur fylgt Reykvíkingum lengur en elstu menn muna enda er hún eitt hundrað ára í dag 16. júní. Þessi verslun er afrakstur stórhuga manns Othar P. J. Ellingsen skipasmiðs frá Krókey í Naumdal í Þrændalögum. Hann var ráðinn hingað 1903 til að stýra Slippfélaginu sem þá var nýstofnað. Kona hans var Marie Ellingsen frá Kristiansundi í Noregi. Í upphafi tuttugustu aldarinnar flutti norski skipasmiðurinn Othar Ellingsen til Íslands og með honum eiginkona hans Marie. Hún gekk þá með fyrsta barn þeirra hjóna en börnin áttu eftir að verða sjö talsins. Othar var fæddur 1875 og var því 28 ára gamall þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Slippfélagsins í Reykjavík. Segja má að Íslendingasögurnar hafi vísað Othari veginn hingað en í viðtali sem Valtýr Stefánsson tók við Marie Ellingsen í tilefni 70 ára afmælis hennar segir hún frá því að á unga aldri hafi Othar tekið ástfóstri við þessar fornu íslensku sögur og að strax þá hafi hann haft hug á að komast til Íslands ef ferð hingað byðist. Othar geip svo tækifærið þegar staða framkvæmdastjóra Slippfélagsins í Reykjavík var auglýst laus til umsóknar við stofnun þess 1902. Hann sótti um starfið en þá var Othar búinn að læra skipasmíði í Noregi. Bréfið með umsókninni var svo lengi á leiðinni að búið var að ráða í stöðuna þegar það loks barst til landsins en hann tók engu að síður við stafinu. Sérhæfði sig í sölu á veiðarfærum Árið 1916, eða fyrir réttum 100 árum, ákvað Othar að láta slag standa og stofna sitt eigið fyrirtæki og nefndi það Ellingsen, verslun athafnamannsins, sem sérhæfði sig í sölu á veiðarfærum og ýmsum tækjum og tólum sem tengdust útgerð og tók fljótt flugið. Því var að þakka framsýni þessa unga manns sem þá var aðeins 36 ára og við hlið hans stóð eiginkona hans, Marie, eins og klettur. Hún tók að sér að sjá um bókhaldið til að byrja með og var alveg með á nótunum hvenær herða þurfti sultarólina ef ekki voru til nægir peningar. Þannig tókst þeim í sameiningu að byggja upp fyrirtæki sem átti eftir að setja sitt mark á verslunarsögu Íslands. Othar Ellingsen lést 1936 úr lungnabólgu og árið eftir lést Dagný dóttir þeirra hjóna og varð það Marie mjög erfitt. Sonur þeirra Othar tók þá við Ellingsen og stýrði fyrirtækinu af glæsibrag næstu 58 árin, allt til 1992 þegar synir hans, Óttar Birgir og Steingrímur tóku við stjórnartaumunum þar til ákveðið var að selja allt hlutafé Ellingsen til Olíuverslunar Íslands 1999. Úr sjávarútvegi í útivist Olíuverslunin rak verslunina fram að síðasta ári að hjónin Helga Sverrisdóttir og Bjarni Ármannsson festu kaup á henni. Á þeim tíma var hún flutt í glæsilegt hús við Fiskislóð en hún hafið lengi verið til húsa í eldri byggingum þar skammt frá. Helga segir að verslunin hafi breyst mikið á síðustu árum. Áherslan hafi færst frá útvegsvörum til útivistar þótt enn sé verslað með veiðivörur einkum fyrir sportveiðimenn. Tengingin við sjávarútveginn hafi því rofnað nokkuð en nýir viðskiptavinir komið í staðinn og þá fyrst og fremst almenningur. „Við ætlum okkur að vera hér með alhliða verslun með útivistarvörur – bæði fatnað og annað sem fólk notar til ferðalaga og útivistar og áherslan verður lögð á vandaðar vörur á góðu verði. Fólk er hætt að koma hingað til þess að kaupa kaðla og nætur en ég man að þegar ég var barn fór ég með afa mínum í Ellingsen en hann hafði nótagerð svona sem aukagetu. Ég var því ekki há í loftinu þegar ég kynntist Ellingsen fyrst,“ segir Helga Sverrisdóttir. „Við búum líka vel að því að vera með gott starfsfólk sem sumt hefur fylgt versluninni um áraraðir. Þetta fólk þekkir sögu Ellingsen og er hafsjór af fróðleik um bæði eldri og nýja tíma í sögu verslunarinnar. Það er því mjög auðvelt fyrir viðskiptavinina að leita til þess auk þess sem sumt af því er sjálft útivistarfólk – þekkir hvað hentar hvort sem farið er á fjöll eða bara í sumarbústaðinn. Við leggjum allt upp úr að vera fjölskylduvæn.“ segir Helga. Vonast til að hitta gamla og góða viðskiptavini á afmælisdaginn En hvað á að gera í tilefni af afmælinu. „Við höfum verið að selja fótboltatreyjur í tilefni af EM í knattspyrnu og það hefur verið erfitt að anna eftirspurninni,“ segir Helga. „Við verðum auðvitað með heitt á könnunni og vonumst til að sem flestir af föstum viðskiptavinum okkar líti inn. Ég veit að það verður mikið um að vera og fólk er farið erlendis – meðal annars á EM í Frakklandi en einhverjir verða vonandi eftir i bænum. Ég er full tilhlökkunar vegna þessara tímamóta og að fá vonandi tækifæri til þess að hitta gamla og góða viðskiptavini í gegnum tíðina.“ Ellingsen 100 ára Othar og Marie Ellingsen ásamt börnum sínum. - verslunin leggur áherslu á útivistarvörur í dag Húsið í Hafnarstæti þar sem verslun Ellingsen var lengi til húsa. Þar er veitingastaðurin Hornið nú og inn í vegg á veitingastaðnum er peningaskápur smíðaður í Bergen í Noregi frá tíma Ellingsen verslunarinnar. Gömul mynd úr verslun Ellingsen. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Nú er verið að taka í notkun nýja og stærri grenndargáma fyrir pappír og plast ásamt því að gámur fyrir gler hefur bæst við á margar stöðvar og mun þeim fjölga á næstu tveimur árum. Með bættu grenndargámak- erfi eru fastir losunardagar á öllum stöðvum og tíðni losunar verður endurskoðuð með hliðsjón af notkun gámanna. Staðsetningar grenndar- stöðvanna hafa ekki breyst. Á öllum stöðvum eru gámar fyrir plastumbúðir og á flestum stöðvum er einnig hægt að skila pappír, gleri, fatnaði og skila- gjaldsskyldum umbúðum. Lista yfir grenndargáma- stöðvar er að finna á sorpa.is. Nýtt og betra grenndargámakerfi á höfuðborgarsvæðinu - auknir flokkunarmöguleikar

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.