Vesturbæjarblaðið - Jun 2016, Page 14

Vesturbæjarblaðið - Jun 2016, Page 14
14 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2016 „Já – ég hef góða nágranna,“ sagði Snorri Baldursson líffræðin- gur og rithöfundur þegar tíðin- damaður leit til hans á Ásvallagö- tuna á dögunum. Þar átti hann við bræðurna og kaupmennina í Kjötborg þá Gunnar og Kristján Jónassyni en hann býr á hæðinni fyrir ofan þessa heiðursmenn sem sett hafa svip á Vestur - bæinn um áratugi. Snorri hélt á dögunum ljósmyndasýningu í Gallerí Vest við Hagamel sem hann nefndi “Elocharis” en það er ættkvíslarheiti vatnajurtarinnar vatnsnálar (Eleocharis palustris, á fræðimáli). Snorri hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita árið 2014 fyrir bók sína Lífríki Íslands – vistkerfi lands og sjávar. Bókina prýða um 150 ljósmyndir Snorra auk fjölda mynda annarra ljósmyn- dara. Snorri hefur starfað sem þjóðgarðsvörður í Vatnajökul- sþjóðagarði en er nú í leyfi frá því starfi. Hann vinnur að gerð annarrar bókar – bókar um Lakagíga sem hann segir að vonir standi til að komi út á þessu ári en vinnur einnig að verkefni fyrir Vatnajökulsþjóðgarð við að koma garðinum á heimsminjaskrá UNESCO. Fyrst var Snorri spurður um ljósmyndunina. Er hún hluti af áhuga hans á náttúrunni og rannsóknum hans á náttúru Íslands og skrifum um hana. Hann kveðst lengi hafa fengist við ljósmyndun þó með hléum. „Upp úr fermingu eignaðist ég Pentax myndavél. Minnir að ég hafi keypt hana fyrir hluta af fermingarpeningu- num. Ég tók mikið af myndum á hana en hún týndist í Breiðafirði- num í frægri bátsveltu sem varð í vísindaför 1978. Eftir það varð nokkurt hlé á ljósmynduninni en áhuginn var ávallt til staðar sem varð til þess að ég tók hana síðar upp aftur. Þegar ég fór að vinna að bókinni um lífríki Íslands á fyrsta áratug aldarinnar fann ég fljótt að það vantaði myndefni og sá að ég gæti nýtt mér áhuga minn á myndatökunni og þá reynslu sem ég hafði viðað að mér í gegnum tíðina.“ Lítið fjallað um vistfræði þurrlendis á prenti En hvað varð til þess að Snorri tók sér starfshlé og fór að vinna að þessari viðamiklu bók. „Ég var búinn að ganga nokkuð lengi með þessa hugmynd án þess að hafa fundið mér tækifæri til þess að koma henni í framkvæmd. Ég stundaði mastersnám í líffræði og vistfræði í Bandaríkjunum og fór síðan að kenna. Þá komst ég að því að lítið var um kennsluefni í þessum fræðum og þurfti að tína það saman héðan og þaðan. Þetta sýndi mér þörfina fyrir að taka saman á einn stað það helsta um lífríki og vistfræði Íslands en síðan varð ekkert úr þessu hjá mér. Þetta var um 1980 þannig að ég svaf á hugmyndinni í um aldarfjórðung. Upp úr aldamótunum sá ég bækur sem höfðu verið skrifaðar um vistfræði bæði Færeyja og Grænlands en ekkert sambærilegt heildstætt verk var til um vistfræði Íslandi. Þá sá ég að ég yrði að láta reyna á þetta – hvort ég gæti komið þessari gömlu hugmynd minni í framkvæmd. Ég sótti um og fékk leyfi frá störfum hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands þar sem ég starfaði þá og hóf í framhaldi af því að safna saman gögnum um þetta efni. Ég komst fljótt að því að þó margt hafi verið skrifað um vatnalíf, gróðurfar og fugla, vantaði heildstæða umfjöllum um ýmis vistkerfi, einkum á þurrlendi. Ég var sex ár að vinna bókina. Þótt mér gengi nokkuð vel að fá styrki til verksins þá gat ég ekki unnið eingöngu við það og ýmis önnur verkefni kölluðu á. Bókin kom svo út á árinu 2014.“ Snorri viðurken- nir að mikla vinnu hafi þurft að leggja í gerð bókarinnar og hann tók verulegan hluta af myndunum sjálfur. „Já – ég tók um 60% af öllum myndum í bókinni en eftirlét öðrum að annast mjög sérhæfðar myndatökur á borð við myndir sem teknar eru neðansjávar eða ofan í vötnum og af fuglum og skordýrum.“ Myndefnið af vatnagróðri „Nei – sýningin í Gallerí Vest tengist ekki bókinni – ekki með beinum hætti og það eru ekki myndir úr henni sem ég var að sýna þótt myndefnið sé tengt. Ég hef verið búsettur austur í Skaftárhreppi undanfarin ár og heillaðist af skemmtilegum vatnagróðri sem ég fann þar í litlu vatni. Myndefni sýningarin- nar er allt úr þessu litla vatni og myndirnar eru að mestu náttúr- legar þótt þeim sé aðeins rennt í gegnum photshop myndvinnslu- forrit til þess að skerpa liti þeirra svo þær taki sig betur út á stórum flekum á veggjum sýningarsalarins. Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá Þótt Snorr i sé í f r í i f rá þjóðgarðsvörslu er hann í lausa- mennskustarfi á vegum Vatna- jökulsþjóðgarðs. „Já það er stefnt að því að koma þjóðgarðinum á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta er heilmikil vinna og vanda þarf vel til verka vegna þess að það fer ekki hvað blettur sem inn á þá skrá. Lögð verður sérstök áhersla á þá sérstöðu sem felst í því að hluti garðsins er á flekaskilum þar sem tvo fleka jarðskorpunnar rekur í sundur. Undir flekaskilunum er möttulstrókur sem dælir heitri kviku úr iðrum jarðar upp til yfirborðs og ofan á öllu saman er jökull sem reglulega bráðnar í eldsumbrotum. Og jökullinn hefur auk þess verið að koma og fara í gegn um tíðina. Hvergi í heiminum fer allt þetta þrennt saman, þótt heitir reitir, flekaskil og jöklar finnist víða. Það er samspil þessara kerfa, elds, íss, vatns og andrúms- lofts sem við leggjum áherslu á í tilnefningunni og fjölbreytilegar afurðir þess á yfirborði.“ Ég heillaðist af þessum vatnagróðri Snorri Baldursson líffræðingur og rithöfundur. - segir Snorri Baldursson líffræðingur og rithöfundur sem sýndi ljósmyndir í Gallerí Vest nýverið og hyggur nú á bókskrif um íslenskt gróðurfar Ert  þú  í  söluhugleiðingum? Við  erum  til  þjónustu  reiðubúin -­‐örugg  fasteignaviðskipti Myndin er tekin af myndröð Snorra á sýningunni í Gallerí Vest. Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA www.borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.