Vesturbæjarblaðið - jún. 2016, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - jún. 2016, Blaðsíða 15
15VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2016 „Opnunin tókst frábærlega. Hingað vor u allir mættir klukkan sjö á fimmtudags- morgni og biðröðin náði út undir Íslandsbanka þegar mest var,“ segir Agnar Kárason ver- slun-arstjóri í BYKO Fiskislóð en ný og endurbætt verslun BYKO var opnuð 21. maí en formleg opnunarhátíð samtímis nýjum verslunum ELKO og Rúmfatalagersins á dögunum. „Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum og allur mannskapur hefur staðið sig frábærlega vel.“ Hin nýja verslun BYKO er nokkuð frábrugðin hinni eldri. Leitast hefur verið við að allar vörur séu sem aðgengilegastar fyrir viðskiptavininn og mun opnari en eldri verslun okkar og virðist hafa tekist vel þótt verslunin sé á minni gólffleti en hin eldri. „Við breyttum skipu- lagningunni nokkuð auk þess sem við erum einnig með verslun á útisvæði,“ segir Agnar þegar hann gengur með tíðindamanni um hina endursköpuðu verslun. Skipulagningin er væntanlega vísir að því sem við köllum fram- tíðarverslun og við leitumst við að sýna fólki á hvern hátt má gera ýmsa hluti heima fyrir. Áherslan hefur aðeins verið færð til og þá tekið mið af staðsetningu verslun- arinnar hér á Grandanum. Við höfum verið að færa okkur nær þörfum heimilanna og því sem fólk er að sækjast eftir bæði þegar það er að vinna sjálft á heimilum sínum og eða fær iðnaðarmenn til verka. Við byggjum einnig á þeirri hugmynd að fólk finni til ákveðinnar upplifunar við að koma inn og fái hugmyndir um hvað það getur gert heima fyrir. En við höfum ekki lagt eldri þjónustu sem einkum beindist að iðnaðarmönnum af og erum með timbur og lagnadeild eftir sem áður þótt heimilisvöru- deildin sé nokkru fyrirferða- meiri og sýnilegri en var í eldri versluninni. Þetta er einkum gert til þess að mæta kröfum íbúanna hér á svæðinu sem nær alveg að póstnúmeri 105 og lengra. Agnar kveðst bjartsýnn eftir þær viðtökur sem verslunin hefur fengið. „Grandinn er vaxandi menningar- og þjónustusvæði og fleira og fleira fólk leggur leið sína hingað. Fólk þarf heldur ekki að kvíða því að hitta ekki sama starfsfólkið og áður þegar það kemur í verslunina. Guðmundur, Skæringur og aðrir reynsluboltar eru hér áfram þótt við höfum fært okkur aðeins til í húsinu og gefið versluninni nýtt yfirbragð,“ Þessi eining BYKO, ELKO, Rúm- fatalagerinn og Krónan er alveg gríðarlega sterkt verslunarsvæði með góðum nágrönnum og næg bílastæði segir Agnar að lokum. Frábær opnum í BYKO á Granda Verslun BYKO á Granda. Guðmundur Bjarnason og Agnar Kárason verslunarstjóri í BYKO Granda. Endurbætt verslun BYKO á Granda. EM-TILBOÐ Hamborgaratilboð á Mímisbar á meðan EM 2016 er í gangi ÁFRAM ÍSLAND Radisson BLU Hótel Saga • Hagatorg • 107 Reykjavík • Ísland • hotelsaga.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.