Vesturbæjarblaðið - dec. 2017, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - dec. 2017, Blaðsíða 4
Á miðjum aldri tók Magnús Jónsson sagnfræðingur og leiðsögumaður nánast U-beygju í lífinu. Hann sagði upp góðu starfi og ákvað að setjast á skólabekk eftir talsvert langt hlé til að nema sagnfræði. Brennandi áhugi hans á sögu þjóðar og margvíslegum tengslum Íslendinga við aðra bæði fyrr og síðar leiddi hann síðan til þess að leggjast í rannsóknir á þessu sviði. Og hann hefur ekki aðeins viðað að sér margvíslegum upplýsingum og þekkingu í gegnum árin heldur hefur hann miðlað henni til bæði gesta og gangandi ef þannig má að orði kom- ast. Magnús sinnti kennslu um árabil og stóð einnig fyrir námskeiðum í íslenskum mið- aldabókmenntum á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Magnús er einnig þekkt- ur fyrir störf sín að ferðaþjónustu. Hann hefur skipulagt ferðir á eigin vegum og verið farar-stjóri þar sem að hluta er farið um söguslóðir þar sem hann miðlar af þekkingu sinni. Magnús er gróinn Vesturbæingur og sagði bernskusögu sína í spjalli við Vestur- bæjarblaðið fyrir nokkrum árum. En nú er komið að öðrum kafla í lífssögu hans. Yfir kaffibolla á Mokka barst talið fyrst að því af hverju hann ákvað að venda kúrs í lífinu og snúa sér að hinum sögulegu þáttum tilverunnar og þá einkum miðöldum eins og þær koma fyrir í bókmenntaarfi okkar sjálfum Íslendingasögunum. “Ég hafði sem krakki mikinn áhuga á Íslendingasögunum, einkum köppunum; Gretti sterka, Gísla Súrssyni, Gunnari á Hlíðarenda og Finnboga ramma. Íslendingasögurnar geyma mikinn fræðilegan arf um samfélag hér á landi fyrir um og eftir ætlað landnám. Þær eru flestar skrifaðar áður en skáldsagnahefð verður til í Evrópu með sögunum Divine Comedy eða Gleðileikur eftir Dante og Lasarus frá Tormes eftir ókunnan höfund. Ég hélt áhuganum við og las sögurnar mikið og máði mér í ítarefni um þessi mál.” Kynnin við Jón Böðvarsson breyttu miklu En hvað vakti áhuga Magnúsar á að gerast ferðafrömuður og tengja söguna ferðum með þeim hætti sem hann gerir. “Fyrir um 30 árum fór ég á námskeið hjá Jóni Böðvarssyni íslenskufræðingi og það dróg ekki úr áhuga mínum. Upp úr því tókst mikil vinátta með okkur Jóni og til að gera langa sögu stutta fór ég að aðstoða hann við að skipuleggja, standa fyrir ferðum og leiðsegja á söguslóðum Íslendingasagna innanlands og erlendis. Þetta leiddi til þess að ég venti mínu kvæði í kross, sagði lausu góðu starfi og fór í sagnfræði í Háskóla Íslands. Ástæðan fyrir því að ég valdi sagnfræði frekar en íslenskar bókmenntir var að öðlast frekari skilning á íslenska samfélaginu á miðöldum, þjóðveldinu, sem hafði skapað þennan einstaka bókmenntaarf. En ég vildi líka öðlast frekari söguþekkingu á þeim löndum sem ég ferðaðist um. Eftir að Jón dró sig í hlé og féll síðar frá hef ég sinnt þessu að mestu einn í tengslum við námskeið sem ég hef haldið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands í nær tvo áratugi.” Sterk tengsl við meginlandsþjóðir Magnús hefur skoðað frásagnir með tilliti til ýmiskonar tengsla okkar við meginlandsþjóðir og það líf og þá strauma sem lágu um Evrópu á þessum tíma. Hvernig tengjumst við öðum löndum og þjóðum þrátt fyrir fjarlægð og þeirra tíma samgöngutækni er um margt mjög merkilegt. Fyrir hverju hefur fólk helst áhuga í svona ferðum – er gangan stór hluti af ferðunum eða dregur sögu- og kannski landfræðilegi hlutinn það áfram. “Örugglega. Ég hef farið í ótal ferðir á söguslóðir um Ísland, vestur til Nýfundnalands og austur í Hólmgarð í Rússlandi og allt þar á milli, aðeins með Íslendinga- og konungasögurnar sem leiðarvísi eða vegahandbók. Þar má nefna Grænland, Ameríku, Færeyjar, Hjaltland, Orkneyjar, England, Skotland, Suðureyjar, Írland, Noreg, Svíþjóð, Finnland, Danmörku, Þýskaland, Pólland, Eystrasaltslöndin, Rússland, Frakkland, Ítalíu, Grikkland, en á eftir að fara til Sikileyjar, Kænugarðs, Miklagarðs og Jerúsalem. Íslendingar fóru ótrúlega víða á miðöldum og því er mjög fróðlegt að skoða þessa staði í ljósi sögunnar og ekki síður hvaða áhrif þetta hafði hér heima.” Dr. Sturla sá söguna í hagmælum En hefur Magnús þá ekki eignast marga góða ferðafélaga á þessum árum. “Ég á margar góðar minningar um þessar ferðir og margir góðir ferðafélagar hafa verið með í för, flestir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. “Vinur minn, ekki látinn fyrir löngu, háaldraður, dr. Sturla Friðriksson, var með í mörgum ferðum. Hann var góður hagyrðingur og orðheppinn. Í Leifsbúð, búð Leifs heppna á Nýfundnalandi orti hann. “Einn víkingur náði til Njúfándlands, og núna þeir séð hafa spor þess manns og segja þann kauða víst son Eiríks rauða Við fórum að leita að Leifum hans. Og Leifur ‘ann gekk ei sem greifi í gæruskinns pelsi með reifi og grædd‘ ekki á berjum, sem gerjast í kerjum, því þeir veittu ei vitingar-Leifi. Er Leifur kom siglandi á súðinni, ‘ann seld‘ af sér allt, inn að húðinni, Voðir og sloppa, En varð uppiskroppa. Og þá lokaði Leifur víst búðinni.” “Þetta var aldamótaárið 2000, ferðin var farin í tilefni að þúsund ár voru liðin frá fundi Nýja heimsins, en þegar Leifur lokaði sjoppunni má segja að landnám okkar Íslendinga Vestan hafs hafi lagst af. Og Sturla greip oftar til orðheppninnar. Á söguslóðum Danakonunga við Limafjörð á Jótlandi orti dr. Sturla.” “Hér var orrusta Haraldar hörð, Og hryðjuverk mörg voru gjörð. Menn limi af skutu og skankana brutu, og skírðu þar af Limafjörð.” Í Normandý fylgdum við Haraldi Englands- konungi konungi Guðnasyni og Vilhjálmi 4 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2017 Átti íslenska útrásin sér hliðstæður á Miðöldum Við hjón in höf um haft mik inn áhuga á úti vist. Árið 2010 geng um við ,,Lauga veg inn” á fimm dög um ásamt barna börn un um Mar gréti og Magn úsi, þá níu ára. - Vesturbæjarblaðið spjallar við Magnús Jónsson sagnfræðing og leiðsögumann sem sérstaklega hefur rannsakað ferðir Íslendinga á miðöldum og tengsl þeirra við aðrar þjóðir. Hann segir áhugavert að finna hliðstæður við samtíma okkar og þessa ævarandi trú á víkingagen um yfirburði Íslendinga Ilmur af jólum Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.