Vesturbæjarblaðið - dec 2017, Qupperneq 8

Vesturbæjarblaðið - dec 2017, Qupperneq 8
8 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2017 Starfshópur um skipulags- og uppbyggingarmál KR hefur starfað síðustu mánuði að tillögum að uppbyggingu á KR svæðinu og skilaði tillögum til borgarinnar á liðnu hausti. Hugmyndir starfshópsins hafa þegar verið kynntar fyrir hver- fisráði Vesturbæjar, íþrótta- og tómstundaráði og á félagsfundi hjá KR. Í framhaldi samþykkti borgarráð vil jayfirlýsingu milli KR og Reykjavíkurborgar um gerð deiliskipulags vegna mögulegrar uppbyggingar á KR- svæðinu á grundvelli hugmynda starfshópsins. Í tillögunum felast miklar breytingar á KR svæðinu. Í aðalatriðum að gert er ráð fyrir rúmlega 30.000 fermetra auknu byggingarmagn á svæðinu. Stærsta breytingin er að gert er ráð fyrir að aðalvellinum verði snúið í austur-vestur og tvær stúkur byggðar við suður- og norðurhliðar vallar. Þá er gert ráð fyrir að byggðar verði íbúðir meðfram Kaplaskjólsvegi og Flyðrugranda. Í tillögum starfs- hópsins kemur fram að mark- miðið með uppbyggingunni sé að bæta aðstöðu KR og auka þjónustu við alla íbúa hverfisins. Þar segir að gerðar séu auknar kröfur til íþróttafélaga um félagsstarfemi allan daginn og eru börn úr grunnskólum hverfi- sins þátttakendur í fjölbreyttu félags- og íþróttastarfi alla daga. KR-ingar hafa að auki áhuga á að auka aðra félagslega þjónustu við alla íbúa hverfisins. Það eru arkitektarnir Bjarni Snæbjörns- son og Páll Gunnlaugsson sem hafa starfað með starfshópnum og munu vinna deiliskipulagið í framhaldi viljayfirlýsingarinnar. Uppbygging KR og Vesturbæjarins geta farið saman Hugmyndir að íbúðabyggingum í sambandi við endurbyggingu KR svæðisins voru unnar af Borgarbrag sem annaðist ýmis- konar grunnvinnu og útfærslu á hugmyndum um framtíð KR svæðisins og Vesturbæjarblaðið greindi frá á sínum tíma. Það er skortur á fjölbreyttari íbúðaúr- ræðum – einkum minni íbúðum sem varð til þess að skoðað var hvort hægt væri að koma til móts Tillögur um uppbyggingu KR svæðisins liggja fyrir k a p l a s k j ó l s v e g u r fr o s t a s k j ó l Horft til norðurs eftir uppbyggingu. Jólagjöf sem allir geta notað Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.