Vesturbæjarblaðið - des. 2017, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - des. 2017, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2017 AUGLÝSINGASÍMI 511 1188 Gómgleðjandi Gjafaöskjur - sérsniðnar eða staðlaðar að hætti hússins Grandagarður 35 · 101 Rvk · 551 8400 · www.burid.is Gefðu upplifun. Gjafabréf í ostaskóla Búrsins er tilvalinn í skóin. Ostajól Hillur svigna undan gómgleðjandi ostum og girnilegum kræsingum. Ákveðið hefur verið að endur- skoða áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun á vísindagarðareits á háskóla- svæðinu og ætlar starfshópur á vegum Há skóla Íslands og Reykja vík ur borg ar mun fara yfir áform um upp bygg ingu stúd- entag arða og stækk un vís inda- g arðareits á há skóla svæðinu. Ástæður þess eru að Minjastofn- un hefur gert alvarlegar athuga- semdir við hugmyndir um nýbyggingu við Gamla garð á lóðinni nr. 29 við Hringbraut. Í athugasemdum Minjastofn- unar kemur m.a. að fyrirhuguð bygging muni gerbreyta ásýnd svæðisins og skyggja verulega á Gamla garð sem hefur verið að nokkru leyti falinn á bak við hana. Starfshópurinn á að fara yfir málið með það að mark miði að góð sátt ná ist um nýt ingu lóðar inn ar nr. 29 við Hring braut og skilgreina aðra möguleika til byggingar stúdentagarða. Í bókun háskólaráðs kemur fram að um mjög viðkvæmt svæði sé að ræða og því mikilvægt að breið sátt náist um nýtingu þess. Áform um nýbyggingu við Gamla garð endurskoðuð Gamli garður við Hringbraut. Hluti af heildarmynd háskólasvæðisins. Glæsibær - Álfheimar 74 - S. 544 4088 - www.ynja.is Glæsilegur náttfatnaður og undirfatnaður í verslunni Ynju Glæsibæ Sunnudagurinn 17. desember. Messa kl. 11:00. Sveinn Valgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Æðruleysismessa kl. 20. Séra Fritz Már Berndsen og Díana Ósk Óskarsdóttir leiða stundina, Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Þriðjudaginn 19. desember kl. 20.30-21.00. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar, frítt inn. Fimmtudaginn 21. desember Jólatónleikar Dómkórsins kl. 22. Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Föstudagurinn 22. desember. Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni kl. 21.00. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Aðgangseyrir er kr. 2800 og kr. 2000 fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Aðfangadagur 24. desember. Dönsk messa kl. 15:00, séra Þórhallur Heimisson prédikar. Aftansöngur kl. 18:00, Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30 sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og Hamrahlíðarkórinn stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir. Kári Þormar dómorganisti. Jóladagur 25. desember Messa kl. 11:00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Annar í jólum 26. desember Messa kl. 11:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og organisti Kári Þormar. Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Nýársdagur 1. janúar 2018 Hátíðarmessa kl. 11:00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sjá nánar á fésbókinni eða domkirkjan.is. Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna. Hátíðarmessur og tónleikar í Dómkirkjunni Dómkirkjan óskar sóknarbörnum sínum og landsmönnum öllum gleðiríkra jóla og Guðs blessunar á nýju ári, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.  

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.