Vesturbæjarblaðið - des. 2017, Síða 14
14 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2017
Frístundamiðstöðin Tjörnin stóð á dögunum
fyrir réttindagöngu barna, en gangan er
árlegur viðburður sem ætlaður er til að minna
á barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og
mikilvægi hans.
Vikuna fyr ir gönguna lærðu börnin í
frístundaheimilum Tjarnarinnar um sáttmálann og
eigin réttindi, meðal annars í gegn um allskonar
réttindasmiðjur, spurningakeppnir þar sem reynir
á þekkingu þeirra á réttindum barna, ljóðasmiðjur
og listasmiðjur tengdar þemanu, en rauði þráðurinn
í starfi frístundaheimilanna er að börnin hafi val
um þátttöku og viðfangsefni og að lýðræðisleg
vinnubrögð séu í heiðri höfð þannig að raddir
þeirra, skoðanir og þarfir leggi grunninn að starfinu.
Börn í öðrum bekk í þjónustu Tjarnarinnar gengu
þannig frá Skólavörðuholti og niður Skólavörðustíg,
alla leið niður að Alþingishúsi, þar sem tekið var á
móti áskorunarbréfum, en skorað var á stjórnvöld
til að hafa réttindi barna hugföst og minnt var á þær
skyldur sem barnasáttmálinn leggur á löggjafann
í allri vinnu sinni. Eftir herlegheitin fór hópurinn í
ráðhúsið þar sem tekið var vel á móti hópnum.
Með réttindagöngunni lauk þemavikunni
um réttindi barna, en vinnunni með lýðræðisleg
vinnubrögð og réttindi barna er þó hvergi nærri
lokið í frístundaheimilunum.
Réttindaganga barna er árlegur viðburður
Kröfuspjöldin voru litskrúðug. Börnin á leið niður Skólavörðustíginn.
ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK
Ný heimasíða: www.systrasamlagid.is
www.facebook.com/Systrasamlagid
Sími: 511 6367
AFGREIÐSLUTÍMI:
Mán. - fös.: 9:30 - 18.
Laugardagar: 11 - 16.
MÖNTRU ARMBÖND
& -HÁLSMEN
Í einstaklega fallegum
gjafaumbúðum.
Silfur, gull, rósagull.
Klassísk ást-vinagjöf.
FLOTHETTAN
Frábær hönnun og fáanleg
í fjórum litum /munstrum:
Tilboð 15.000 kr.
til 17. des.
Líka í netsölu á
www.systrasamlagid.is
VEGAN
HÁTÍSKU-
NAGLAKK
Dýrðlegt litaúrval
og gæði.
Laust við 12
skaðlegustu efnin.
JÁKVÆÐAR
VATNSFLÖSKUR
Vatnsflöskur úr þýsku
ölpunum hlaðnar
jákvæðum náttúrusteinum.
Einstök gæðahönnun.
Skoðaðu málið í
Systrasamlaginu.
JÓGADÝNUR
Í JÓLAGJÖF
Manduka í miklu úrvali.
20 ára saga:
Einstök gæði
Margar tegundir og fylgihlutir.
Slökun í borg
Sérstakur jólaafgreiðslutími:
Lau 16/12: 11-18.
Sun 17/12 : 13-17.
20-22/12 : 9.30-20.
Þorláksmessa 11-22.30.
Slökun í borg:
Daglega 11.-19. des.
kl. 16.30.