Vesturbæjarblaðið - des. 2017, Síða 17
Gott hráefni en vantar
meiri stöðugleika
En hvað með íslenska hráefnið.
Er það sambærilegt við það sem
gerist annars staðar þar sem
öflugir kjötstofnar og ræktun
er til staðar. “Íslensk hráefni er
„frábært“. Stofninn sé þó tæpast
nægilega stór til þess að hægt sé
að ná öllum gæðaflokkum og það
vantar enn nokkurn stöðugleika.
En hér er unnið að kynbótum.
Bændur eru vel vakandi yfir þessu
og breytingar eru til batnaðar. Ég
hef trú á að við náum betri tökum
bæði á ræktun og framleiðslu
innan tíðar. Ég finn þetta á því
hráefni sem við fáum til vinnslu.”
Allt kjöt er upprunamerkt
En Kjötkompaníið fæst ekki
aðeins við að framleiða úr
nautakjöti þótt það sé ef til vill
fyrirferðamest í framleiðslu
þessu. “Nei – alls ekki. Við eigum
hráefni á heimsmælikvarða sem
er lambakjötið. Við höfum verið
að þreifa okkur áfram með að
fara óhefðbundnar leiðir við
matreiðslu þess og bjóða fólki
upp á eitthvað nýtt, t.d hefur
lambakonfektið okkar slegið í
gegn. Þótt hefðbundna lambalærið
standi alltaf fyrir sínu þá má líka
breyta út af og prufa nýjar leiðir.
Eins er með grísakjötið. Þar er
hægt að gera margt skemmtilegt
bæði í mareningu og kryddi en
við seljum meira af nauta- og
lambakjötinu.” En hvaðan kemur
kjötið sem Kjötkompaníð vinnur
úr. “Nautið og lambið eru frá
Norðlenska. Allt nautakjöt er
upprunamerkt og hægt að sjá
hvaðan það kemur – frá hvað
bæ og hjá hvaða bónda það er
framleitt . Upprunnin fylgir
hverjum bita alla leið.
Nautakjöt á jólaborðið
Nú er að líða að jólum og fólk
farið að huga að jólamatnum.
Verður Jón var við nýjungar í
matargerð um jólin. “Já – við
verðum það, en við verðum varir
við vaxandi áhuga fólks á að reyna
nýjungar. Þar er t.d nautalund
Wellington gríðarlega vinsæl og
virðist verða vinsælli með hverju
árinu hjá okkur, við afgreiðum
nautalundina tilbúna og pakkaða
í smjördeigið tilbúna í ofninn,
einfaldara gæti það ekki verið að
bera fram veislumáltíð. Fólk er
farið að spyrja meira um nautakjöt
og hvernig best sé að matreiða
það oft með jólaboðin í huga. Við
verðum einnig með lambalærin og
úrbeinaða lamba hryggi í sérstakri
jóla útfærslu ásamt okkar rómaða
tvítaðreykta hangilæri á beini.”
17VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2017
arc-tic Retro ÚRIN
Fyrir DÖMUR og HERRA
VERÐ FRÁ:
29.900,-
Nature Collection
VIÐ SUÐURSTRÖND
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott jólaföt, fyrir flottar konur