Vesturbæjarblaðið - des. 2017, Blaðsíða 22

Vesturbæjarblaðið - des. 2017, Blaðsíða 22
22 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2017 Félagsmiðstöðin Frosti tekur þátt í ýmsum skemmtilegum viðburðum til að virkja fjölbreytta hæfileika unglinganna og höfða til mismunandi áhugamála þeirra. Í nóvember fór fram Rímnaflæði sem er rappkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hin hæfileikaríka Sunna Dís Helgadóttir tók þátt fyrir hönd Frosta og hreppti 3. sætið með lagi sínu Lygasaga. Fjöldi áhorfenda úr Frosta mættu á viðburðinn til að styðja Sunnu Dís og fylgjast með næstu kynslóð íslenskra rappara stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. Sunna Dís flytur lag sitt Lygasaga. Sunna Dís í þriðja sæti • Harðfiskur • saltfiskur • stórir HumarHalar • skelfléttur Humar skatan er komin! Nesvegur 100 • símar 562-1070, 896-4243 Opið máN - fim kl. 10 - 18:30 föstudaga kl. 10 - 18 Vesturbæjarútibú Landsbankans hélt upp á 55 ára afmæli sitt 1. desember síðastliðinn en útibúið er eitt af elstu útibúum Landsbankans og hefur alla tíð verið starfrækt í sama húsnæðinu. Mikill fjöldi viðskiptavina heimsótti útibúið á afmælisdaginn. Vesturbæjar- útibú 55 ára Hal ldór Ómar S igurðsson dyravörður í Háskólabíói mætt i að sjálfsögðu í afmælið og er hér ásamt útibússtjóranum Önnu Kristínu Birgisdóttur. Starfsfólk Vesturbæjarútibúsins.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.