Brautin - 04.12.1968, Page 1
22. árgangur
Vestmannaeyjum, 4. des. Ií)ö8
5. tölublað
14vcr cr tilgangurinn?
Guðlaugur Gíslason, al-
þingismaður, ritar grein í
Fylki þ. 22. nóv. sl., þar sem
hann ræðir um fjármál
Vatnsveitunnar og er í
Sjálfu sér ekkert nema gott
um það að segja.
Þó eru í greininni ýmis
atriði, sem gera þarf athuga
semdir við, og gerði forseti
bæjarstjórnar það í síðasta
tbl. Framsóknarblaðsins, og
hef ég þar litlu við að bæta.
Þó vil ég ræða eitt atriði
greinarinnar, en það eru að-
dróttanir þingmannsins í sam
bandi við kaup á dælustöð
veitunnar.
Eg hélt, satt að segja, að
nú væri okkur meiri nauð-
syn á öðru en aðdróttunum
um óþarfa eyðslu og sérstak-
lega, þegar um er að ræða
atriði, sem þegar er búið að
samþykkja einróma í bæjar-
stjórn, eftir að umsagnir fær
ustu manna lágu fyrir og eft
i
ir að búið er að ganga frá
öllum samningum varðandi
dælustöðina svo að litlu eða
engu verður þar um breytt.
Tilgangur þingmannsins
getur því ekki verið sá, að
breyta neinu varðandi kaup
dælustöðvarinnar, heldur sá
einn, að vekja tortryggni
bæjarbúa og freistr. þess, að
koma höggi á pólitízka and-
stæðinga, hvað sem það kost
ar.
G.G. hlýtur að gera sér
ljóst, að aðdróttanir um ó-
þarfa eyðslu, svo milljónum
eða milljónatugum skiptir,
eru ekki vel til þess fallnar,
að ná fram bráðnauðsynlegri
aukningu á aðstoð ríkisvalds
ins og lánastofnana við þess
ar framkvæmdir. Hann virð
ist fara eftir hinni mjög svo
illræmdu kenningu Jesúít-
anna gömlu, að tilgangur-
inn helgi meðalið.
Þegar svona stórar og
margbrotnar framkvæmdir
<er um að ræða hlýtur ýmis-
legt að orka nokkuð tvímæl-
is, meðan á framkvæmdum
stendur, ýmislegt, sem reynsl
an ein fær skorið úr um,
hvort rétt hafi verið að stað
ið eða hvort hagkvæmara
hefði verið að gera á ein-
hvern annan hátt. Eg gæti
t.d. haft ýmislegt að athuga
við gérðir fyrrverandi bæj-
arstjóra í þessum efnum, en
ég mun láta allar ásakanir
bíða, þar til málið er komið
í heila höfn. Þá verður bæði
hann og ég og að sjálfsögðu
fleiri aðilar að svara til saka,
ef eitthvað reynist hafa far-
ið úrskeiðis. Þangað til held
ég, að öllum sé fyrir beztu
að slíðra sverðin, varðandi
þetta stórmál, en snúa held-
ur bökum saman, því ekki
mun af veita, eins og nú
horfir í efnahagsmálum
þjóðarinnar, ef vatnsveitan
á að komast í heila höfn á
viðunandi tíma.
Saga dælustöðvarinnar er
í stórum dráttum þessi:
Þegar samið var um gerð
fyrri neðánsjávarleiðslunn-
ar, var þess krafist, að hún
þyldi vinnuþrýsing, sem
næmi a.m.k. 70 kg/cm2
(sem jafngildir 700 metra
vatnssúlu). Þessi mikli þrýst
ingur á að þrefalda flutnings
getu leiðslunnar og þó nokk
uð betur. Auðvitað var það
því frá upphafi ætlunin að
kaupa dælustöð, sem fram-
leitt gæti þennan óvenju
mikla þrýsting, annars hefðu
kröfurnar, sem gerðar voru
til leiðslunnar verið úlger-
lega út. í hött.
Þegar áætlunin um fram-
kvæmdakostnað Vatnsveit-
unnar var gerð, í júnílok
1967, var reiknað með að
dælustöðin kæmi til með að
kosta 7 millj. kr. (5 fyrir
dælurnar og 2 vegna húss-
ins). Var þá eingöngu stuðst
við ágizkanir amerísks fyr-
irtækis, sem framleiðir neð-
ansjávarleiðslur, en ekki
dælustöðvar.
Næst gerðist það, að þekkt
danskt dælufyrirtæki (Krug-
er) var beðið að áætla kostn
að við slíka dælustöð. Mjög
lausleg áætlun þess hljóðaði
up á liðlega 3 millj. fyrir
dælusamstæðurnar, en fyrir-
tækið taldi nauðsynlegt að
húsið yrði um 1300 rúmmetr
ar að stærð, ef dælur frá
þeim ýrðu notaðar. Slíkt
hús myndi kosta um 6 millj.
þannig, að heildarkostnaður
yrði um 9 millj. Þess skal
getið, að dælusamstæður
þessa fyrirtækið gátu aðeins
skilað 50 kg/cm2 þrýstingi.
Bæði fyrrnefnd fyrirtæki
gerðu ráð fyrir stöðugri
vakt á dælustöðinni og að að
eins væri um að ræða, að
Framhald á 2. síðu
ATHUGASEMD
Að gefnu tilefni í Fylki,
frá 2. nóv. s.l. (Sindur) vil
ég taka það fram, að ég
skrifa engar greinar, hvorki
í Brautina né önnur blöð, án
þess að merkja mér þær.
Bæði er, að ég vil ekki taka
á mig ábyrgð af skrifum ann
arra og heldur ekki láta aðra
liggja undir ámæli af mín-
um eigin skrifum.
Annars finnst mér þær á-
deilur, um veizluhöld bæjar-
stjórnar, sem birtast hafa í
„Sindri” að undanförnu, svo
lítilmótlegar, að ég tel enga
ástæðu til að svara peím. Fg
vil aðeins láta þess getið, að
engar veizlur hafa verið
haldnar án samþykkis allra
meðlima bæjarráðs, þ.m.t.
fulltrúa Sjálfsfæðisflokksins,
svo að „Sindur” beinir geiri
sínum engu síður að þeim,
en meirihluta bæjarstjórnar.
Ef til vill er það einmitt til-
gangur „Sindurs”.
Annað atriði, sem „Sind-
ur” staglast stöðugt á, eru
laun mín sem bæjarstjóra.
Þau voru á sínum tíma á-
kveðin af bæjarstjórn og frá
þeim hefir a.m.k. einu sinni
verið skýrt í Fylki, svo að
S.J. ætti að eiga auðvelt með
að afla sér allra þeirra upp-
lýsinga, sem hann telur sig
vanhaga um
Mm.
Ungtempla raíélagið
HAMAR
STJÓRN HAMARS.
Brautinni hefur borizt blað íslenzkra ungtemþlara. Suni-
annál. Kemur Hamar, félag ungtemplara í Vestmannaeyjum,
þar allmjög við sögu og þykir Brautinni bæði rétt og skylt
að' vekja athygli bæjarbúa á starfsemi þessa félags, sem, þó
það sé ekki nema rúmlega ársgamalt hefur náð hylli fjöl-
margra ungmenna þessa bæjar og vill blaðið hvetja foreldra
og ungmenni öll til að kynna sér nánar starf og stefnu Ham-
ars. Tekur blaðið sér það bessaleyfi, félaginu til stuðnings
ao birta hér það, sem í Sumarmálum stóð um Hamar.
STUTT VIÐTAL VIÐ FORMANN HAMARS
Syðsta ungtemplarféú'g á
íslandi var stofnað 26. nóv-
ember 1967 og er því eins
árs um þessar mundir. Þetta
er Hamar í Vestmannaeyj-
um. Við, sem á meginland-
inu erum, vitum næsta lít-
ið um starfsemi þessa yngsta
félags innan samtaka okkar,
og því höfum við ieitaS
svara við nokkrum spurn-
ingum hjá formanni félags-
ins, Þorkeli Guðfinnssyni.
Þá er það fyrst urh upþ-
hafið?
Eg var boðinn á Jaðars-
mótið 1967 og kynntist þá
ungtemplarastariseminni.
Við Sigmar Georgsson athug
uðum síðan möguleika á að
stofna ungtemplarafek.g í
Vestmarmaeyjum. Undir-
bjuggum við stofnunma, sem
var 26. nóvember. Þrír ung-
templarar komu á vegum
ÍUT og aðstoðuðu okk’ r, en
stofnendur voru 89.
Og hvernig hefur gengið?
Nú eru í félaginu um 200
unglingar á aldrinum 14—21
árs, flestir þó 14—16 ára, og
áhuginn er mjög mikiil.
Dansleikir og skémmíikvöld
hafa verið hálfsmánaðarlega
en í vetur verður auk þess
opið hús í Gagnfræð'askólan-
um í þriðju hverri viku.
Hefur verið mik’ð sam-
starf við önnur félög?
Nei. Vegna mikils ferða-
kostnaðar höfum við ekki
getað tekið þátt í sameigin.
Þorkell Guðfinnsson
legum mótum í sumar. ÆU-
unin er að reyna að fara
með hóp á landsmótið næsta
sumar og jafnvel að taka
þá þátt í handbolta stúlkna.
Hvað tm framtíðina?
Eg er bjartsýnn. Þegar við
verðum komin í Stúkuiiús:ð,
sem kallað er, þá verður
þetta allt miklu betra. Hús-
ið er enn í byggingu, en
Hamars-félagar hafa boðizt
til að vinna eitthvað í sjálf-
boðavinnu, og gæti það ílýtt
fyrir því, að hægt verði að
taka húsið í notkun. Bærinn
hefur veitt okkur fjárliags-
aðstoð, og margir aðrir hafa
Framhald á 4. síðu