Brautin - 04.12.1968, Page 4

Brautin - 04.12.1968, Page 4
SSCSSSSSD SSSBS9 mm Útgefandi: Alþýðuflokksfélögin í Vestmannaeyj um Ritstjóri og áb. Jón Stefánsson. Prentsm. Eyrún h.f. Athugasemd. Ríkið verður að spara líka í síðasta blaði Brautarinn- ár yar frétt um að Kiwanis- ' klúbbúríníi héf' hefði gefið 10 þús. kr. tíl flóðlýsingar í- þróttavallarins. Af vangá minni féll niður úr fréttinni að geta þess, hvernig þeir öfluðu fjárins. En það gerðu þeir með því að setja af ístað svokaliaða 100 króna jveltu, þar sem einnig var A-eyat að fá menn utan félags Jtil að styrkja málefnið, en þáð vildu Kiwanismenn að ,kæmi fram. Hörmulegt verður að telja að þessi athugasemd þeirra skyldi lenda í höndum S.J., svo óheiðarlega ferst honum f að koma henni á framfæri í Fylki, en þar reynir hann að koma því að, að Brautin hafi §agt ósatt í þessu máli og anægður er hann með þessa hugsmíð sína, að hann getur ekki stillt sig um að vekja athygli bæjarbúa á henni í næsta blaði. En hvort, sem S.J. líkar það betur eða ver, þá er það og verður stað- feynd, að þessar 10 þúsund krónur vérða alltaf taldar gjöf eða framlag (hvort orð- ið, sem menn vilja nota) Kiwanismanna til þessa máls. T.d. má benda á, að á mörgum umliðnum árum, höfum við séð hér í bæjar- blöðunum lista yfir gjafir til ýmissa stofnana t.d. Sjúkra- húss, Landakirkju o.fl., ekki ósjaldan má sjá kvenfélagið Líkn á þessum listum. Allir vita, að Líkn hefur gefið mjög mikið til ýmissa mála, svo mikið, að útilokað er, að Líknarkonur hafi einar get- að lagt fram, enda vitað, að þær safna, með sínum al- kunna áhuga og dugnaði, til þessara framlaga með merkjásölu, kaffisölu, bazar og dansíélkjúm, það eru því að sjálf§ögðu fleiri en félags könur, sém' féð leggja fram, þó er þetta alltaf talin, og það með réttu, að mínum dómi, gjöf frá Líkn, enda áldrei að því fundið. Svo mikið liggur S. J. á að ófrægja Brautina, að hann fer með hreina þvælu. í Brautinni er, eins og áð- ur segir, þetta kölluð gjöf frá Kiwanis, um það segir S. J.: „Þetta er ekki rétt, það voru bæjárbúar, sem gáfu féð”. Hvað meinar maður- inn? Er hann að drótta því að Kiwanismönnum, að þeir hafi ekkert gefið sjálfir eða kannski hann telji þá ekki bæjarbúa? Hvort tveggja er jafn heimskulegt. Læt ég svo útrætt um þessa gjöf, , öðru narti hans Það er (grát)brösiegt að fylgjast með skrifum Fram- sóknarblaðsins og Fylkis um efnahagserfiðleika bæjar- og þjóðfélagsins. Fylkir hneykslast, að von- um, á því, að Framsóknar- blaðið telur, annarsvegar, að allir efnahagserfiðleikar þjóðfélagsins séu ríkisstjórn- inni einni um að kenna, en, hinsvegar, að greiðsluerf iðleikar bæjarsjóðs stafi af óvenjumiklum örðugleikum útgerðar og fiskiðnaðar. Fylkir fer öfugt að. Hann telur réttilega, að efnahags- erfiðleikar þjóðfélagsins stafi fyrst og fremst af stórminnk uðum sjávarafla og lækk- andi verðlags á útflutnings- afurðum samfara vaxandi söluerfiðleikum. Hinsvegar neitar Fylkir alveg að viður kenna, að þessir erfiðleikar snerti bæjarfélagið hér. En mér er spurn, hvar koma þessir erfiðleikar þyngra nið ur, en einmitt í Vestmanna- eyjum, þar sem allt byggist á sjávarútvegi? Fylkir segir, að hér hafi verið lögð á hærri útsvör og aðstöðugjöld, en nokkru sinni fyrr. Það er að nokkru leyti rétt. Þó hafa þessi gjöld staðið í stað og jafnvel lækkað síðustu árin, en til samanburðar er rétt að geta þess, að þau hækkuðu, frá ári til árs, um 25—41% á síðustu valdaárum Sjálfstæð isflokksins hér í bæ. Þá er einnig rétt, að minna Fylki á að tekjur ríkissjóðs hafa vax ið verulega, frá ári til árs, allt fram á þennan dag. Engu að síður eru greiðslu- ' erfiðleikar hans mjög mikl- ir. Fylki varðar ekkert um það (svo notuð séu orðatil-) tæki blaðsins) að það er I ekki nægilegt, að leggja á út í Brautina og kratana, sem virðist fara vaxandi með hverju blaði, hirði ég ekki að svara. Vil aðeins vekja; athygli á að Sindurþætti næst síðasta Fylkis er skipt í tvennt, annar hlutinn er ó- hróður um Brautina og krat- ana, hinn hlutinn fer í það hjá S.J. að. éta ofaní sig og biðja afsökunar á áður birtu efni í þessum þætti. Vísast er því, að maðurinn, í ein- hverjum næstu þátta, éta of- aní sig óhróðurinn um Braut ina og kratana og því óþarfi að vera að eyða orðum að þeim skrifum enda yfirmáta ómerkileg. svör og aðstöðugjöld, ef ekki reynist unnt að ná þeim inn. (Það skyldi þó ekki vera af völdum erfiðleika útgerðar og fiskiðnaðar?) Síðustu ár- in hafa óinnheimtar eftir- stöðvar þessara gjalda einna hækkað um 6 millj. á ári. Ef svo hefði ekki verið væri eki um neina greiðsluerfið- leika bæjarsjóðs að ræða. Fylkir telur einnig, að gjaldþrot Jörgensens hafi engin áhrif haft á bæjarsjóð. Hefir það þá engin áhrif, að öruggustu og stærstu gjald- endur opinberra gjalda hafa komist í svo til algert greiðsluþrot? Þessi dæmi sanna ,að það getur verið erfitt að vera í stjórnarandstöðu í bæjar- stjórn en jafnframt stuðn- ingsaðili ríkisstjórnar, eða öfugt. Eg get að vísu trútt um talað, þar eð ég er stuðnings maður beggja, í þessu til- felli, og veit því, og viður- kenni, að það eru sömu erfið leikarnir sem há bæjarfélög um landsins (ekki hvað síst Vestmannaeyjum) og þjóð- félaginu í heild. Mm. FRÁ BÆJARRÁÐI Bæjarráð Vestmannaeyja, samþykkir, að skora á hæst- virt Alþingi, að samþykkja nú þegar veiðiheimildir fyr- ir botnvörpu innan fiskveiði lögsögunnar. í því sambandi vill bæjarráð benda á tillög. ur frá Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Verðanda og Útvegsbændafélagi Vest- mannaeyja, sem eru í fórum þingmanna Suðurlandskjör- dæmis. Bæjarráð vekur athygli á því, að afli togbáta frá Vest- mannaeyjum, það sem af er Öllum er ljóst, að með gengisfellingunni er ætlast til, að launþegar taki á sig mjög auknar byrðar ofan á þær er fyrir voru, og að þeir geri sér það að góðu, sýni þegnskap, eins og það er kall að. Augljóst ætti að vera, að til þess, að fá launþega til að taka á sig þessar geysi- legu verðhækkanir sem í kjölfar gengisfellinga fara, án þess að til verkfalla eða annarra átaka komi, er að stjórnvöldin gangi í farar- broddi með að draga úr út- gjöldum. Spari öll útgjöld sem hægt er og láti það sama yfir hina hæstlaunuðu ganga, sem hina verst laun- uðu. En gera þau það? Jón Ármann Héðinsson, gerði fyrir nokkru fyrir- spurn til Magnúsar Jónsson- ar, fjármálaráðherra, um bílaeign og bílastyrk ríkis- ins. Upplýsti Magnús, að rík ið ætti á sjötta hundrað bíla að verðmæti um 150 milljón- ir króna, auk þess mun rík- ið veita bílastyrki, sem nema . þó nokkrum milljónum. Flesta þessara bíla hafa ýms ir hálaunamenn ríkisins fyr- ir sig og fjölskyldu sína og hefur oft sézt í blöðum Reykjavíkur, að börn þess- ara manna séu á skemmti- ferðalögum á þessum bílum, er ekki að efa, að viðhalds- kostnaður á þessum bílum er mjög mikill og ríkið borgar, eða réttara sagt þú og ég. Þegar nú þjóðin á í slík- um örðugleikum og raun gef Ur vitni nú, er þá ekki aug- ljóst mál, að ríkið verður að taka hér upp sparnað, eins og ætlast er til að láglauna- fólkið geri. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurninni á þá leið, að ekki væri búið að setja nein ar reglur um þetta. Taldi' hann þetta mjög „viðkvæmt” mál, því þessir bílar væru skoðaðir sem launauppbæt- ur. Var deilt nokkuð harka- lega á fjármálaráðherra fyr- ir þetta ranglæti, að ríkið árinu, er nálægt 25 þúsund tonn miðað við óslægðan fisk. Er hér um að ræða 60 báta, en 40 þeirra eiga ekki önnur veiðarfæri en botn- vörpu. Bæjarráð leggur áherzlu á, að hér er um brýna nauð- syn að ræða, því fyrirsjáan- legt er, að útgerð flestra þessara báta stöðvast, að ó- breyttum aðstæðum og at- vinnulífi Vestmannaeyinga þar með stefnt í voða. láti ýmsa embættismenn fá bíla til umráða á sinn kostn að og borgi allan rekstur þeirra, gæti þetta talizt launauppbót, sem næmi allt að 100 þúsund krónur. Er hér yfirleitt um að ræða tekjuhæstu embættismenn ríkisins. Verður verkalýðsstéttin að krefjast þess skilyrðislaust, að þessi hlunnindi til há- launamanna verði afnumin tafarlaust, annað er ekki sæmandi. Ef láglaunafólk á að taka á sig stórauknar byrðar bótalaust, eða bóta- lítið verður að krefjast þess, að hinir hálaunuðu missi þessi fríðindi sín og raunar hvort sem er, ætti að afnema svona einkahlunnindi effl- bættismanna. Verkamaður. HftMAR Framhald af 1. síðu. verið okkur hjálplegir. VHj- um við þakka veittan stuðn- ing á þessu fyrsta Jtarfsári og væntum áframhaldandi góðs samstarfs sem lengst. LEITAÐ ÁLITS — • á ungtemplara- starfinu í ’Vestmanna eyjum, Eyjólfur Pálsson, skólastjóri: Ungtemplarar hafa unmð hér gott starf og staðið fyrir skemmtanahaldi, sem er við | hæfi ungiinga. Það tel ég mikilvægast, vegna þess, áð eins og við þekkjum, eru þessar almennu dansskemmt anir síður en svo við hæfi fólks á þessu aldursskeiði. Þau hafa verið heppin með forustufólk; þetta er mjög ; duglegt og áhugasamt fólk, sem hefur verið í þessu og mér finnst, að starf þeirra lofi ákaflega góðu, ef þeir geta haldið svona áfram. Sára Jóhann Hlíðar, sóknarprestur: Mér lízt mjög vel á þetta starf, og ég er viss um, að það hefur tekizt ágætlega og er fjölsótt. Eg held, að það sé einmitt stórkostlegt tæki til að varðveita unglinga frá áfengisneyzlu. Félagsskapur inn er heilbrigður, þar ríkir gleði og eining. Eg vil hvetja alla foreldra til þess að sinna þessu starfi og gefa því gaum og styrkja það, bæði með ráðum og dáð. Eg trúi því, að ungtemplarastarfið eigi framtíð fyrir sér og bið því allrar blessunar og heilla. J. S. Broslcgl

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.