Brautin - 15.03.1975, Side 2

Brautin - 15.03.1975, Side 2
BRAUTIN Pdll Þorbjðrnsson — Minning — BRAUTIN 1 ! ♦ | ♦ Utgefandi: AlþýðuFlokksfélögin í Vestmannaeyjum 4 Abyrgðarmaður: Jón Stefánsson. Prentsmiðjan Eyrún h. f. EINOKUN ♦ X Orðið einokun hefur lengi haft sérstaka og mjög nei- kvæða merkingu í íslensku máli, og þarf ekki að fara mörgum orðum um ástæður þess. Flestar þjóðir, þar á meðal þær, sem öðrum fremur eru kenndar við. auðvald, hafa sett ströng lagaákvæði til að verj- ast einokun í hvers konar mynd. Nú hefur það gerst, að ríkja- hópar, sem framleiða bráðnauð synlegar vörur, og eru olíu- íramleiðendur þar fremstir í flokki, hafa myndað með sér einokunarhringi og á þann hátt margfaldað verð fram- leiðslu sinnar á stuttum tíma. Sykurframleiðendur fylgja í kjölfarið og áreiðanlega eiga margir eftir að bætast við, ef ekkert verður gert til að spyrna við fótum. Þessir einokunarhringar valda því, að efnahagskerfi fjöl- margra þjóða riðar nú til falls. Hækkun olíunnar ein veldur að jafnaði um það bil 100 þús. kr. auknum útgjöldum hverr- ar meðalfjölskyldu hér á landi á ári. Að því er okkur íslendinga varðar er þetta þó ekki nema ein hlið vandans. Útflutningur okkar er að verulegu leyti það, sem kalla mætti „lúxusvörur” og er verðlag hans því verulega háð kaupgetu almennings í iðnaðárlöndunum, sem nú fer lækkandi, aðallega vegna verð hækkana á olíu, með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum fyrir eft- irspurn og verðlag á útflutn- ingi okkar. Við allt þetta bætist svo, að olíuvopninu er miskunnarlaust beitt í pólitískum tilgangi með það fyrir augum að knésetja litla en duglega þjóð. Það verður að segjasi, utan- ríkisþjónustu okkar t'il verð- ugs hróss, að fslendingar þorðu, fáir þjóða, að styðja málstað fsraélsmanna á síð- asta allsherjarþingi Samein- uðu þjððanna, þótt mörg stór- veldi hefðu þar kysst á olíu- vöndinn í þeim tilgangi að biarga eigin skinni, án tillits til afleiðinganna fyrir aðrar þióðir. Á sdma hátt og flest ríki telja sér nauðsynlegt að setja lög til varnar myndunar einok- unarhringa innan vébanda sinna, verða Sameinuðu þjóð- irnar, eða önnur samtök þjóða, að berjast gegn myndun einok- unarhringa þeirra, sem hér hafa verið nefndir. Ef það verður ekki gert, verðum við og börn okkar að sætta okk- ur við það, að verða leiksopp- ur þeirra þjóðahópa, sem lengst ganga í þessum efnum hverju sinni. Mm. SIGURBJÖG ENN Framh. af 1. siðu samningagerð B. Á. V. við Breið holt h. f. hafi tafið framkvæmd ir verulega. Þetta er rangt. Samningur, sem náði til hús- anna uppsteyptra var gerður áður en framkvæmdir hófust. Seinni samningurinn náði hins vegar til allra undirverk þátta, t. d. varðandi innrétt- ingu íbúðanna. Læknisíbúð. S. A. segir, að ég hafi sagt ósatt, þegar ég svaraði því til á bæjarstjórnarfundi, að ég hafi ekki vitað hve mikið inn- anstokksmunir í tiitekna lækn- isíbúð hafi kostað. Þegar fyrirspurnin var borin fram hafði ég heyrt mjög há- ar tölur nefndar um kostnað við þessa íbúð. Tölur, sem minnihlutinn smjattaði á. Ekki höfðu þá borist reikningar, er komust neitt nálægt þeim töl- um, sem nefndar voru, og hafa ekki borist enn, svo ég viti til. Hafi of mikið verið keypt fyrir þessa tilteknu íbúð, er vandirtn sá einn, að skipta inn- anstokksmununum milli þeirra þriggja íbúða, sem bæjarsjóður er samkv. lögum skyldur að hafa til reiðu fyrir þá heilsu- gæslulækna, sem hér starfa. . Annars stangast þetta nokk- uð á við þá kröfu S. A. að bæjarsjóður útvegi ýmsum í- búðir, t. d. tannlækninum o. fl., sem við erum þó ekki skuldbundnir að gera, lögum samkvæmt. Þar krefst hún milljóna króna úr bæjarsjóði, umfram lagalegar skyldur, en Framh. á 4. síðu. Laugardaginn 1. mars var til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, Páll Þor- bj.örnsson, skipstjóri og kaup- maður. Þótt kunnugir hafi vitað, aþ Páll hafi átt við vanheilsu að stríða um nokkurt árabil, setti flesta Vestmannaeyinga hljóða, er skyndilegt andlát hans spurð ist. Þannig bregðast menn jafn- an við, er mikilhæfir menn kveðja. Páll Þorbjörnsson fæddist 7. október 1906 í Vatnsfirði í Norður-ísaf j arðarsýslu. Foreldrar hans voru Þor- björn Þórðarson, héraðslæknir á Bíldudal, og kona hans Guð- rún Pálsdóttir. Á Bíldudal sleit Páll barns- skónum í hópi sjö systkina, þriggja systra og þriggja bræðra, sem ásamt Páli urðu allir þjóðkunnir menn. fyrir störf sín að sjávarútvegs- og heilbrigðismálum. Margar af ljúfustu endur- minningum Páls voru tengdar bernskuárunum á Bíldudal og var skemmtilegt að heyra hann segja frá þeim, þegar sá gáll- inn var á honum. Eins og títt var um drengi í íslenskum sjávarþorpum, hneigðist hugur Páls snemma til sjómennsku og hóf hann sjómennskuferil sinn 14 ára að aldri. Auk verijulegs barnanáms í heimabyggð sinni, lauk Páll gagnfræðaprófi frá Mentaskól- anum í Reykjavík árið 1922, fór hann síðan á sjóinn aftur og gerðist stýrimaður hjá Skipaútgerð ríkis'ins að loknu farmannsprófi árið 1930. Til Vestmannaeyja flutti Páll 1932 og tók við kaupfélags- stjórastarfi hjá nýstofnuðu Kaupfélagi alþýðu í Eyjum. Árið 1933 kvæntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni, Bjarn heiði Guðmundsdóttur, ættaðri úr Árnesýslu og eignuðust þau fimm börn, tvo syni og þrjár dætur, sem öll eru á lífi. Ungur að árum kynntist Páll jafnaðarstefnunni, hóf merki hennar á loft og barðist jafn- an í fylkingarbrjósti íslenskra jafnaðarmanna upp frá því. Páll var aðsópsmikill bar- áttumaður, góður ræðumaður og rökfastur, og ef hann vildi það við hafa, hvass svo undan sveið, ef honum fannst ódrengi lega að málum unnið, en allt persónulegt nart og illdeilur voru fjarri skaplyndi hans. Fljótlega eftir komuna til Eyja, voru Páli falin ýmis trún aðarstörf fyrir Alþýðuflokkinn þar, og jukust afskipti hans af opinberum málum jafnt og þétt. Árið 1934 var hann orðinn einn helsti forystumaður Al- þýðuflokksins í Eyjum, var þá kosinn í bæjarstjórn og átti sæti í bæjarstjórn Vestmanna- eyja á árunum 1934—1950. Jafn framt var hann landskjörinn þingmaður fyrir Alþýðuflokk- inn árin 1934—1937. Árin fyrir seinni heimsstyrj- öldina og á stríðsánmum var Páll skipstjóri og sigldi öll stríðsárin með fisk til Eng- lands. Þrátt fyrir geigvænleg- ar hættur, sem alls staðar lágu í leyni, sigldi hann báti sínum, Skaftfellingi, jafnan heilum í höfn, færandi björg í bú. Segja skipsfélagar hans, að hann hafi í þessum ferðum sýnt frábæra skipstjórnarhæfi leika, m. a. er hann bjargaði 53 Þjóðverjum af sökkvandi kafbáti. Vegna mannkosta sinna og dugnaðar, voru Páli falin marg- háttuð trúnaðarstörf fyrir Vest mannaeyjar og þjóðina alla. Hann átti sæti í stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins, og Al- þýðusambands íslands, var í Hafnarstjórn Vestmannaeyaj og niðurjöfnunarnefnd í tugi ára, í stjórn Sjúkrasamlags Vestmannaeyja í tuttugu ár, þar af í sextán ár formaður og þannig mætti lengi telja. Fljótlega eftir að Páll hætti sjómennsku, hóf hann um- fangsmikla verslun með útgerð arvörur í Eyjum og vann við hana til dauðadags. Mátti þar glöggt kenna sama þróttinn og áræðið, er höfðu einkennt öll hans fyrri störf um dag- ana. Er Páll varð bráðkvaddur að heimili sínu að kvöldi fimmtu- dagsins 20. febrúar sl., var mikið og fjölþætt ævistarf að baki, sem þakkað mun af mörg um. Fyrir hönd jafnaðarmanna í Vestmannaeyjum kveð ég Pál Þorbjörnsson með virðingu og þökk, og bið Guð að styrkja eiginkonu hans og öll ættmenni í söknuði þeirra. Reynir Guðsteinsson.

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.