Brautin


Brautin - 08.06.1977, Blaðsíða 2

Brautin - 08.06.1977, Blaðsíða 2
brautin Lóðaleigusamningar Oft hefur Guðlaugur Gíslason alþingismaður og skósveinar hans látið að því liggja, að ákvarðanir bæjarstjórnar Vest mannaeyja um lóðarleigur séu hrot á landslögum, ef ekki ann að ennþá verra. Ekki hýst ég við að margir taki mark á fullyrðingum þess um, enda hefðu ýmsir trúlega farið í mál við bæjarsjóð, ef svo væri. Eigi að síður tel ég rétt og nauðsynlegt að skýra þessi mál á opinberum vettvangi betur en gert hefur verið til þessa. Afstaða bæjarstjórnar. Afstaða bæjarstjómar og á- kvarðanir hafa fyrst og fremst miðast við þau höfuðsjónarmið að allir lóðarleigjendur greiði sem jafnasta Ieigu, hvort sem lóðarsamningar eru gamlir eða nýir og lóðarleigu verði stillt í hóf. Ég held að flestir sæmilega réttsýnir menn viðurkenni bessi höfuðsjónarmið bæjar- stjórnar, og þá er spurningin einungis sú, hvort einhverjir formgallar kunni að vera á framkvæmd þessara mála. Hvort einhverjir geti vegna formsatriða komist upp með að greiða 2 kr. og 40 aura fyrir það sama og aðrir þurfa að greiða þúsund sinnum meira fyrir. Lóðarsamningum má í stór- um dráttum skipta í 3 flokka eftir mismunandi ákvæðum þeirra um heimld til hækkun- ar lóðarleigu, og verður rætt sérstaklega um hvern flokk fyr ir sig. Samningar gefnir út árið 1960 og síðar. f þessum flokki eru allir samningar, sem gefnir hafa ver ið út síðan Vestmannaeyjakaup saðu- keypti landið af ríkis- sjóði árið 1960. Alls eru þetta um 440 samningar. í þeim er upphaflega lóðarleigan ætíð til greind í krónutölu, en síðan segir: „Á 10 ára fresti ákveð- ur bæjarstjórn upphæð lóðar- leigunnar að nýju, en heimilt er lóðarleigjanda að krefjast mats dómkvaddra manna á leigufjárhæðinni." Pað er einkum tvennt, sem valdið hefur misskilningi varð- andi þetta hækkunarákvæði. f fyrsta Iagi telja ýmsir, að leig- una megi ekki fyrr en 10 ár- um eftir útgáfu samningsins. — Þetta er ekki réttur skilningur á samningnum, því í honum segir, að nýja leigu megi á- kveða í bæjarstjórn á 10 ára fresti, en ekki 10 árum eftir út gáfu samningsins. Enda er það augljóst mál, að ekki er til þess æliast, að bæjarstjórn þurfi að samþykkja hækkun á hverjum einstökum samningi sérstaklega þegar 10 ár eru frá útgáfu hans. Slíkt fyrirkomu- lag væri með öllu fráleitt, enda færi þá stór hluti hvers bæjar- stjúrnarfundar í það, að bóka hækkun á lóðarleigu fyrir þessa eða hina húseignina. — Pvert á móti setja samning- arnir beinlínis þá reglu, að ný leiga sé í bæjarstjórn ákveðin á 10 ára fresti. Annað atriði, sem oft er mis- skilið, er það, að bæjarstjórn þurfi að styðja hækkanir sín- ar við mat dómkvaddra mats- manna. Petta er einnig rangt og taka samningar af öll tví- mæli um það. f þeim see:ir beint, að lóðarleigjandi geti krafist slíks mats, og þá vænt- anlega ef honum þætti hækk- anir bæjarstjórnar vera óeðli- lega miklar. Samningar gefnir út 1933— 1960. Hér mun vera um 570 saran- inga að ræða og er þetta bví langstærsti flokkurinn. Einnig i þessum samningum er heim- ild til hækkunar á 10 ára fresti eftir mati dómkvaddra matsmanna og gæti hvor aðili um sig, ráðuneytið (nú bæjar. sjóður) eða leigutaki krafist slíks mats. í öllum þessum samningum er auk þess ákvæði þess efnis, að lóðarleiga skuli þó aldreii vera lægri en 5% af fasteignamati lóðarinnar. Pað er alveg ljóst, að ef bæj- arstjórn hefði vilja til þess að ná til sín sem mestum lóðar- leigutekjum, þá væri henni það í lófa lagið nxeð því að beita þessari hækkunarheimild að fullu. Algengt er, að faseigna- mat lóða í nýrri íbúðarhverf- um bæjarns sé nú 700 kr. á fer- meter, eða á bilinu 350—550 þúsund kr. fyrir hverja hús- lóð. Leigan samkvæmt ákvæð- um lóðarleigusamninganna væri þá á bilinu 17—27 þúsund kr. á ári. Lóðirnar í elstu bæj- arhverfunum eru oftast mun minni, en matsverð hvers fer- meters hinsvegar oft töluvert hærra, eða um 1000 kr. og allt upp í 1300 kr. pr. fermeter. — Einnig þar yrði leigan því veru leg fjárupphæð, ef 5% reglunni væri beitt að fullu. Sú leiga, sem bæjarsjóður krefur eftir þessar lóðir er hinsvegar aðeins brot af því, sem samningarnir heimila, eða gjarnan á bilinu 1000—5000 kr. eftir þá hækkun, sem samþykkt var í bæjarstjórn á síðasta ári. Er leigan eftir þessar lóðir höfð nákvæmlega sú sama og fyrir aðrar húslóðir, eða kr. 6,00 pr. fermeter, og er það í fullu samræmi við þá höfuð- stefnu bæjarstjórns.-, að allir sitji við sama borð í þessum efnum. Pað er einsýnt, að með þess- ari tilhögun afsalar bæjarsjóð- ur sér tekjum, sem numið gætu mörgum milljónum kr. á ári. Hinsvegar mælir öll sanngirni gegn því, að hluti bæjarbúa sé krafinn um, margfalda leigu miðað vió' aðra fyrir þær sakir einar, að í notkun voru önnur samningsform um húslóðir hjá ríkissjóði á einum tíma en öðr um. Samningar, sem gerðir voru fyrir 1933. f þessum samningum eru engin ákvæði um breytingu á leigunni. Slíkt er hvorki bein- línis heimilað né beinlíns bann að. Alls voru gefnir út á sínum tíma um 460 samningar með þessu formi, en fjölmargir þeirra eru nú útrunnir eða fallnir úr gildi af öðrum á- stæðum. Það er einungis varðandi þennnan flokk, sem einhver vafi kann að leika á því, hvort hækkun á leigunni sé heimil og hvaða form skuli- þá haft á við hækkunina. Bæjarstjórn hefur talið, að í 2. gr. laga nr. 75 frá 1917 felist heimild til slíkra hækkana. í þessum lögum segir svo bein- um orðum, að sé lóð tekin til afnota aðeins, skuli hvorum að ila heimilt að krefjast mats á lóðarleigu að nýju á 10 ára fresti. Þessi lög voru að vísu sett um verslunarlóðir eingöngu, en Hæstiréttur fslands hefur þö beitt þeim með lögjöfnun um aðrar lóðir einnig. Því er þó ekki að neita, að málið er flókið lögfræðilegt úr- lausnarefni, bæði að því er varð ar hinn efnislega rétt til hækk- unar og eins hvað forminu við kemur. Eitt slíkt mat hefur af hálfu bæjarsjóðs verið látið ganga til dómstóla, en niður. staða þess liggur enn ekki fyr- ir. Hver sem niðurstaða þess máls verður, er það sannfær- ing mín, að hækkun leigumats eftir þessar lóðir sé hvorki ó- eðlileg né ósanngjörn ráðstöf- un. Sú krafa örfárra lóðarhaía er ekki sanngirnismál, að þeir skuli greiða leigu, sem er að- eins örlítið brot af því, sem aðrir bæjarbúar þurfa að greiða. Ársleigu, sem verðlags. þróunin hefur leikið þannig, að hún nægir e. t. v. fyrir tíunda hluta af verði eins frímerkis á innanbæjarbréf. Bréf, sem senda þarf til að tilkynna um gjalddaga lóðarleigunnar. Líklega kæmi svo eitthvað skrítinn svipur á umráðamenn sumra þessara elstu leigumála ef þeim væri framfylgt bók- staflega, og Ieigureikningur bæjarsjóðs hljóðaði t. d. upp á 16 álnir (vaðmáls) á ári, en slíkir samningar eru hér enn í gildi, útgefnir eftir árið 1900. Aðalatriðið er þó það, að þrátt fyrir allar hækkanir á leigu eftir þessar gömlu lóðir er leigunni þó enn mjög í hóf stillt, gjarnan á bilinu milli 1— 2 þúsund krónur á ári. Víst er, að raunverulegt verðgildi þess- arar leigu nú er miklum mun minna en upphaflegir samning ar hljóðuðu upp á. Hér að framan hefur aðal- lega verið rætt um íbúðarhúsa lóðir, en aðrar lóðir hafa í flestum tilfellum fylgt sömu reglum, þó með áberandi und- antekningum og er þá aðallega um það að ræða, að Sjálfstæð- ismenn í bæjarstjórn og utan hafa gróflega misnotað aðstöðu sína máttarstólpum flokksins til hagsbóta á kostnað almenn ings. Ég tek eitt dæmi um slík vinnubrögð. Árið 1937 fékk fyrir tækið G. Ólafsson & Co. samning um næstum 10 þúsund fermetra lóð á besta stað á hafnarsvæð- inu. Árlegt gjald fyrir lóðina var ákveðið 175 kr. og gildir samningurinn að eilífu. A. m. k. eru engin tímamörk til- greind í samningnum og ekki getið um neinar heimildir til hækkunar á lóðarleigu. Samkvæmt kenningu G. G. á þessi leiga að standa óbreytt í krónutölu, ekki bara í 30 ár, 50 ár, 70 ár eða 90 ár, eins og samningar venjulega segja til um, heldur um alla framtíð. Pó er orðið ískyggilega stutt í það, miðað við þróun siðustu ára, að ársleigan dugi ekki lengur fyrir frímerki á bréf til fyrir- tækisins þar sem tilkynnt er um gjalddaga leigunnar. En við skulum líta á hvern- ig fyrirtækíð sjálft metur samninginn til fjár. Pað vill fá 3000 kr. pr. fermeter fyrir þann hluta lóðarinnar, sem ekki má byggja á. Hvað þá um hinn hlutann? Ef reiknað er með að byggja megi á helm- ingi lóðarinnar og að sá hluti sé fjórfalt verðmætari en hinn (sem ekki má byggja á), þá metur fyrirtækið samninginn á 75 milljónir króna. Fyrir þetta á að greiða 175 kr. á ári, eða 0.000002% af verðmæti lóðarinn ar á sama tíma og aðrir greiða u. þ. b. 2000 sinnum meira fyr. ir sömu þjónust.n. Samkvæmt kokkabókum Sjálfstæðisflokksins er þetta ósk.öp eðlilegt. Forréttindi efn- aðra einstaklinga og fyrir- tækja, hvernig sem þau eru fengin, skulu ávallt sitja í fyr- irrúmi fyrir hagsmunum al- mennings. Hvernig sem G. G. og hans rnenn hamast, er það og verð- ur stefna bæ.iarstiórnar, að fá slíkum samningum hnekkt þannig, að allir sitji við sama borð í þessum efnum eins og öðrum. Mm.

x

Brautin

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2710-9496
Tungumál:
Árgangar:
54
Fjöldi tölublaða/hefta:
473
Gefið út:
1940-2000
Myndað til:
01.05.2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Vestmannaeyjum : Alþýðuflokksfélögin í Vestmannaeyjum, 1940-2000

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (08.06.1977)
https://timarit.is/issue/406125

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (08.06.1977)

Aðgerðir: