Brautin


Brautin - 08.06.1977, Blaðsíða 4

Brautin - 08.06.1977, Blaðsíða 4
BRAUTIN TJtgefandi: Alþýðuflokksfélögin í Vestmannaeyjum. Abyrgðarmaður: Hermann Kr. Jónsson, sími: 1615. — Pósthólf 172. Auglýsingar: Þóra Guðmundsdóttir, Hásteinsvegi 60. — Sími: 2148. Dreifing: Þorbjörn Pálsson, Bárustíg 1. — Sími 1532. Prentsmiðjan Eyrún hf., Vestmannaeyjum. æ æ EYJASPORT******** HR3AIR KB y. ÍBV hefur nú leikið 5 leifci í 1. deildinni og er enn með þrjú stig, sem liðið innbyrti í tveim ur fyrstu leikjunum. Pað sem er á hinn bóginn öllu verra, er að liðið hefur ekki skorað mark frá því í fyrsta leiknum við fram. Eftir fimm leiki er markatala ÍBV 2—4. Vörnin þarf því ekkert að skammast sín, en framlínan hefur verið algjörlega lánlaus. Ef þessir 5 feikir eru skoðaðir í heild verð ur útkoman sú, að í þeim öll- um hefur ÍBV haft í fullu tré við andstæðingana úti á vell- inum, oftast leikið ágæta knattspyrnu, en verið fyrirmun að að reka endahnútinn á sókn araðgerðir sínar — skora mark. Svona getur þetta ekki gengið endalaust. Við höfum góðan mannskap og þetta hlýt- ur að smella saman einn góðan veðurdag, en það þarf að vera sem allra fyrst, því liðið þarfn- ast undirstöðu í stigum í deild inni. Um helgina lék liðið í Kefla- vík, og þar blasti þetta vanda- mál ÍBV kannske skýraítt við manni. Liðið var mun meira með boltann og sótti af tölu. verðum þunga, en það var ÞÖR ÚR LEIK 1. flokkur Þórs lék á sunnu- daginn við Keflvíkinga í bikar- k^ppni 1. flokks á malarvellin- um í Löngulág. Keflvíkingar sigruðu í leiknum 3—1 eftir framlengdan leik. Þórararnir náðu forustunni í leiknum með marki Hlöðvers Pálssonar eftir góðan undir- búning Sævars Tryggvasonar. Það var svo langt liðið á leik- inn, er Keflvíkingar jöfnuðu metin með sárgrætilegu sjálfs- marki. Steinar Birgisson, sem varið hafði mjög vel allan leik- inn, missti mjög klaufalega lausan bolta frá Barga Stein- grímssyni og boltinn skoppaoi i netið. Var fram lengt í 2x15 mín, og þá gerðu Keflvíkingar út um leikinn með tveimur mörkum og lokastaðan því 3— 1 fyrir ÍBK. Þór er þar með úr leik í keppninni, en ÍBK heldur á- íram. varla að færi skapaðist hvað þ áheldur að mark væri skorað. Aftur á móti fékk liðið á sig leiðindamark á fyrstu mínútu leiksins, og þegar upp var stað ið í Ieikslok, var þetta eina mark Keflvíkingum nægilegt til þess að hljóta bæði stigin. Svona er knattspyrnan. Næsti leikur ÍBV verður n. k. FRÁ EYJAFLUGI Flogið á Hellu og Sel- foss föstudaga og sunnudaga, siðdegls. Flogið á Skógasand á laugardögum. EYJAFLUG, sími 1534 01 G1 10 10 10 10 10 10 10 Fasteignaúrvalið er hjá okkur. Viðskipta* þjónustan h/f Tangagötu 1 Síml 2000 01 10 10 10 10 10 10 10 10 I01alal0[alslgig[g|a FASTEIGNA* MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega. SkrUstofm Vm.: Báruf, 2, 2. hsð Viðtalstiml: 15.30—19, mlftvlkud. —fftstudmgm. Símt 1847. Skrlfstofm Rvik: GmrflmstræU 13. Vlðtmlstiml: Minudmfm og þrtflju- dagm. — Simi 13945. JÖN HJAITASON, hrl. Vel heppnuð hátíðahöld Hátíðahöld Sjómannadagsins fóru fram með hefðbundnum hætti um helgina. Mikill fjöldi fólks tók þátt í hátíðahöldun- um, sem fóru íram samkvæmt dagskrá í ágætis veðri. mánudag hér heima og mætir liðið þá Þór frá Akureyri. Nú er að duga eða drepast. Þessi leikur verður að vinnast. Áhorf endur geta hjálpað liðinu mjög með því að koma nú út úr bíl- unum, mynda kallkóra og hvetja Iiðið áfram með jákvæð um hvatningarhrópum. NÖG A Ð GERA HJÁ ÍBV Mikið verður að gera hjá 1. deildarliði ÍBV á næstu vik- um. Mánudaginn 13. júní verð ur leikur hér heima við Þór, miðvikudaginn 15. júní kemur KB hingað, laugardaginn 18. júní fer ÍBV upp á Akranes, miðvikudaginn 22. júní er svo leikur við Víking í Reykjavík. Þá kemur loks smá pása, þrír dagar!!! Það verður því lítill tími til æfinga, nema þá veður- guðirnir taki í taumana. Yngri flokkar ÍBV verða einnig á fartinni um helgina. 3. fl. leikur hér heima við ÍBK á laugardag kl. 16, en 2., 4. og 5. flokkur leika í Reykjavík. PEYJARNIR BYRJA VEL Nú um helgina hófst keppn- in hjá yngri flokkum ÍBV í ís- landsmótinu og á laugardag léku bæði 4. og 5. flokkur hér á heimavígstöðvunum. Bæði lið in unnu góða sigra á andstæð- ingum sínum. 4. flokkur ÍBV lék við FH og vann stórsigur, 9—1. Hlyn- ur Stefánsson var svo sannar- lega á skotskónum í leiknur-i. Hann skoraði 5 mörk, en Sam- úel Grytvig skoraði 2 mörk og þeir Ómar Hreinsson og Heim ir Geirsson 1 mark hvor. 5. flokkur lék síðan við Fram og enn fagnaði ÍBV sigri, 2—1. Ólafur Árnason skoraði bæði mörk ÍBV. Ingibergur Einarsson þjálfar 3. fl. ÍBV, Sævar Tryggvason er með 4. flokk og Friðbjörn Valtýsson þjálfar 5. flokk. • * * * * Þeir á afgreiðslu Flugfé- lagsins sögðu okkur ágæt- an brandara á dögunum, er við áttum þangað er- indi. Dag einn er sem oft- ar hringt og karlmaður í símanum spyr hve lengi sé verið að fljúga til Lon- don. Það var Þröstur John sen, sem svaraði í símann og áður en hann fletti upp í doðrantinum, sagði hann af sjálfsagðri kurteisi: — Augnablik. — Takk fyrir, sagði sá á hinum endanum og lagði Við höfum hlerað, að bráðlega taki til starfa hér nýr matsölustaður. — Það eru kokkarnir og nafnarnir Hörður Rögnvaldsson og Hörður Adolfsson sem eru sagðir standa fyrir þessu fyrirtæki og munu opna í gömlu Brynjólfsbúðinni seinna í sumar. — Er nú unnið að innréttingum, en auk þess að hafa á boð- stólum ýmsa grillrétti mun þarna verða boðið upp á „venjulegan" heimilismat. I framhaldi af þessari „matarfrétt" má svo geta þess, að sá ágæti og vin- sæli matsölustaður, Gest- gjafinn, mun síðar í sum- ar flytja sig um set og opna í mun stærra og betra húsnæði að Heiðar- vegi 3. Þar er nú unnið við að innrétta húsnæðið. Okkur hefur borist til eyrna, að ísfélag Vestm,- eyja sé alvarlega að hugsa um að setja hér upp fiski- mjölsverksmiðju. Er okk- ur tjáð, að forráðamenn ',fyrirtækisins hafi nýlega farið til Færeyja til þess að skoða og semja um kaup á verksmiðju þar, sem síðan yrði flutt hing- að og sett upp. Segja hejm ildir okkar, að verksmiðj- unni sé hugsaður staður í Miðstræti fyrir ofan salt- hús ísfélagsins. Hvort af þessu verður, mun skýrast á næstunni, en eflaust á eftir að deila um staðar- valið, ef rétt er sem sagt er.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.