Brautin


Brautin - 28.09.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 28.09.1977, Blaðsíða 1
I FORUSTUGREIN E3 G3 1 Öréi d vinnumnrkadinum Undanfarin ár hefur órói á vinnumarkaðinum farið vaxandi hér á landi. Mikill tími og mikil vinna fei í hverskonar samningagerðir og flestir eru eftir sem áður sáróánægðir með kjör sín og bera sig þá gjarnan saman við ýmsa aðra, sem þeir telja betur setta. Allur samanburður er þó erfiður. í mörgum tilfellum eru Iaunahækkanir faldar með einum eða öðrum hætti. Sumir, sem telja sig lágtekjumenn, eru mun betur settir en þeir vilja vera láta. Uppmælingaraðallinn svo- kallaði talar t. d. gjarnan um umsamið tímakaup sitt sem um endanleg laun væri að ræða, þótt hann hafi ekki um árabil unnið eftir þessu tímakaupi og ætli sér ekki að gera það. Út á þessa skilgreiningu fékk hann láglaunabætur hér um árið, öllum til undrunar, þegar lítillega átti að koma til móts við þá allra verst settu. Pannig mætti lengi telja. Við íslendingar erum nú einu sinni þannig gerðir, að okkur hættir til að fara í kring um raunveruleikann, eins og kettir í kring um heitan graut. Við búum okkur til allskonar orðaleiki til að losna við að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og til að ná settu marki eftir ýmis konar krókaleiðum. Pað versta við allan þennan feluleik í kaupsamningum er, að þeir lakast settu verða ævinlega verst úti, hvað sem líður góðum vilja forustumanna þeirra, því að að- staða þeirra til að þvinga fram kjarabætur með felu- leik, eða á bak við tjöldin, ef ekki vill betur, er lökust. Aðrir, sem betri aðstöðu hafa, beita henni oft á tíðum án þess að sjást fyrir. Lögmál frumskógarins eru farin að ráða allt of miklu í þessum efnum. Að mati BRAUTARINNAR er nauðsynlegt að taka upp önnur og betri vinnubrögð við ákvarðanir um skiptingu þjóðartekna. Æskilegt væri að finna sem réttlátast tekju- hlutfall milli hinna ýmsu stétta og hópa í þjóðfélaginu og raska því síðan sem minnst og ekki nema verulegt tiíefni gefist til. Einnig þarf að meta á sem allra raun- hæfastan hátt greiðslugetu atvinnuveganna og láta síðan laun hækka eftir ákveðnum reglum með vaxandi þjóðar- tekjurn. Svipað kerfi hefur um langan tíma verið við lýði í Hollandi og gefist vel. Auðvitað verður slíku kerfi ekki komið á nema með fullu samstarfi aðila vinnu- markaðarins og ríkisvalds. Ef unnt væri að koma á samningum, sem gengju í þessa átt, gætum við dregið úr þrotlausum deilum okkar um skiptingu þjóðartekna, en lagst þess í stað öll á eitt um að auka þjóðartekjur verulega, svo að meira komi til skiptanna ,öllum til góðs. l\lm- FRETTATILKYNNING Körfuknattleiksæfingar í. V. hófust í íþróttahúsinu s. 1. mánudag. Verða æfingatímar þessir: Mánudaga kl. 20.45—21.30 12 til 15 ára. Mánudaga kl. 21.30—22,15 16 ára og eldri. Fimmtudaga kl. 21.30—23.30 16 ára og eldri. Körfuknattleikur er vinsæl og skemmtileg ihró+h pess vegna hvetjum við alla þá sem áhuga k.afa á íþróttinni, að koma á æfingarnar. Einnig þá sem aldrei hafa kynnst körfu- knattleiknum. Par sem okkur hefur verið þröngur stakkur skorinn með æfingatíma sjá- um við okkur ekki fært að þjálfa yngri en 12 ára í körfu- knattleik að svo komnu máli, en vonandi sér stjórn ÍBV sóma sinn í því að auka æfinga tíma fyrir körfuknattleik í vet- ur Stjórnin. r Forseti bsjarstjórnor segir o| sér n Segja má að bæjarbúar hafi verið slegnir hálfgerð- um óhug er það fréttist að Einar H. Eiríksson hefði orðið uppvís að stórfelldu fjármálamisferli með sjóði Landakirkju, en Einar hef- ur í mörg undanfarin ár verið gjaldkeri sóknarnefr.d ar. Vitað er, að miklir fjármunir fara árlega um sjóði kirkjunnar, en það er m. a. sóknar- og kirkju- garðsgjöld, sem bæjarfó- getaembættið innheimtir með þinggjöldum og skipta milljónum árlega, ýmsar gjafir og áheit berast Landakirkju í nokkrum mæli á ári hverju og vitað er um verulegar bætur úr Viðlagasjóði til kirkjunn- ar á þessu tímabili vegna skemmda á kirkiunni og munum hennar í gosinu 1973. Allar fjárreiður kirkj- unnar á þessu tímabili eru nú í endurskoðun hjá bók- haldsskrifstofu. Sóknarnefnd Landakirkju hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um þetta alvar- lega mál, sem vel mí skilja meðan málið er enn í rann sókn, en strax að þeirri rannsókn lokinni verður sóknarnefnd að gera bæj- arbúum fulla og skilmerki lega grein fyrir málinu öllu. Einar H. Eiríksson gegndi sem kunnugt er fjölmörg- um trúnaðar- og ábyrgðar störfum í þessu bæjarfé- lagi. Hann var skattstjóri, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og forseti bæj- arstjórnar og auk starfa sinna í sóknarnefnd starf- aði hann í ýmsum félögum í bænum. Á mánudaginn var kall- aður saman aukafundur í bæjarstjórn, þar sem fyrir lá bréf frá Einari H. Eiríks syni, þar sem hann afsal- ar sér stöðu sinni sem bæjarfulltrúi og var sam- þykkt með 9 atkvæðum að taka afsögnina til greina. Pá hefur Einar og látið af störfum sem skattstjóri. Sæti Einars í bæjarstjórn tekur Jón f. Sigurðsson, sem skipaði 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu kosningum. Tl LBOÐ ÖSKAST í VEITINGAAÐSTÖÐU (kaffiteríii) íþróttamiðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðvarinnar í síma 2400, en til hans skal skila tilboðum fyrir 10. október næstkomandi. ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN í Brimhólalaut. FIRMAKEPPNI I INNANHÚSSKNATTSPYRNU Ákveðið hefur verið að ár- leg firmakeppni í innanhúss- knattspyrnu verði háð um mán aðamótin október-nóvember n. k. Rétt til þátttöku hafa að- eins fyrirtæki, og liðin skulu vera skipuð föstum starfsmönn um fyrirtækisins, sem hafa sitt aðalstarf hjá fyrirtækinu og hafa verið á launaskrá hjá því síðustu 10 dagana áður en keppnin hefst. Hvert fyrirtæki má aðeins senda eitt lið í keppnina. Keppnin er útslátt- arkeppni, þannig að lið er úr keppninni eftir tvö töp. Pau fyrirtæki, sem ætla aö taka þátt í keppninni í ár skulu sækja um það skriflega til Knattspyrnuráðs Vestmanna- eyja fyrir 10. október n. k. — Þátttökugjald er kr. 5.000,00 og verður þátttökutilkynning því aðeins tekin gild, að gjaldþetta fylgi með.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað: 26. tölublað (28.09.1977)
https://timarit.is/issue/406140

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

26. tölublað (28.09.1977)

Aðgerðir: