Brautin


Brautin - 28.09.1977, Blaðsíða 4

Brautin - 28.09.1977, Blaðsíða 4
BRAUTIN Framhald úr síðasta blaði. Æskulýðsráð beitti sér fyrir taflkennslu í samráði við Tafl- félag Vestmannaeyja, fyrir börn og unglinga, og voru æf- ingar á hverjum laugardegi frá október og fram í apríl. MilH 50 og 60 krakkar notfærðu sér þessa kennslu, sem var alger- lega ókeypis. Var haldið tafl- mót á miðjum vetri, þar sem teflt var í tveimur „þyngdar- flokkum" og verðlaun veitt. — Starfinu lauk svo með fjöltefli, þar seem tékkneski meistarinn Alsterkom hingað og tefldi við þá sterkustu, ásamt nokkrum gamalreyndum kempum úr Taflfélaginu. Ein málverkasýning var hald- in í húsinu á tímabilinu, yfir litssýning á verkum Ásgríms Jónssonar. Æskulýðsráð beitti sér fyrir helgarnámskeiði fyrir ökumenn léttra vélhjóla (skellinöðru- peeyjar) í samráði við Bind- indisfélag ökumanna, og kom hingað sænskur leiðbeinandi vegna þessa. Vaknaði nokkur áhugi meðal vélhjólamanna við þetta og var klúbbur stofnað- ur skömmu seinna. Þrívegis fengu ungir áhuga- menn um kvikmyndasýningar að sýna í minni salnum 8 mm kvikmyndir (eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allar filmumar væru hæfar til sýningar). íslenska fhugunarfélagið fékk inni í húsinu þrjú kvöld til að kynna starfsemi sína Vest- mannaeyingum. Tvær jólatrésskemmtanir vom haldnar á efstu hæðinni, og knattspyrnufélagið Týr hélt þar „uppskeruhátíð" sína, þar sem verðlaun voru veitt fyrir unnin afrek. Undir vorið fékk megrunar- klúbburinn Línan inni í húsinu og hefur klúbburinn haldið fundi vikulega og hyggst halda því áfram, þar eð enn þykir nokkuð vanta á, að félagskon- ur (engir karlmenn eru í klúbbnum hafi lækkað sig í eðlilega og æskilega þyngd. Þá hefur verið getið þess helsta sem fram hefur farið í salar- kynnum efstu hæðar Félags- heimilisins. Að auki hafa stöku sinnum flokkar aðkomufólks fengið að sofa á efstu hæðinni, en að mestu fluttist það þó í kjallarann, eftir að búið var að fullgera stærri salinn til skemmtanahalds. Aðalsalurinn Aðalsalur Félagsheimilisins, á miðhæðinni, var mikið notaður á þessu tímabili. Leikfélag Vestmannaeyja kom þar mest við sögu, bæði með æfingar og sýningar, en starf félagsins var með miklum blóma, einkum þó um haustið og framan af vetri. Stóð félagið fyrir nám- skeiði í leiklist, og var bæði kennt í aðalsal og á fyrstu hæð. Leikfélagið sýndi leikritiö „Plógur og stjörnur" 6 sinnum um haustið, og barnaleikritið „Rauðhettu" 5 sinnum eftir árarnót. Þá voru og tvær sýn- ingar um vorið á „Margt býrí þokunni". Alls sýndi því L. V. 13 sinnum á þessu tímabili, en tala æfinga í salnum er að sjálf sögðu margfalt hærri. Þrír aðkomuleikflokkar komu í heimsókn með sýningar. — Leikfélag Þorlákshafnar, sem sýndi einu sinni, Leikklúbbur- inn í Vík í Mýrdal sömuleiðis með eina sýningu og Leikfélag Hreppamanna, sem sýndi þrisv ar. Samkór Vestmannaeyja fékk salinn til afnota eitt kvöld vegna plötukynningar. Lúðrasveit Vestmannaeyja hélt tvívegis konsert í salnum. f janúar gekkst íslenska bind- indisfélagið fyrir námskeiði fyr ir þá, sem vildu hætta að reykja, og stóð það í viku. Voru á hverju kvöldi flutt erindi og fengu þátttakendur í nám^keiö- inu salinn þrívegis seinna um veturinn. Allmargar kvikmyndasýning- ar voru á tímabilinu í sam- vinnu við skólana, m. a. sýnd kvikmynd Viðlagasjóðs, og sömuleiðis sýndar myndir um verklega sjóvinnu. Áhugaljós- myndarar fengu inni eittkvöld með kvikmyndir um nýjungar í greininni. Þá voru tvívegis sýningar á skyggnum „slides". Söngflokkurinn „Vísnavinir" hélt vísna- oð þjóðlagakvöld einu sinni í salnum. Félagið „Jassvakning" og á- hugamenn um þá tónlist héldu eina tónleika í maí. Karlakóriin Geysir hélt eina tónleika um mánaðamótin maí- júní. Tónlistarskóli Vestmanna- eyja hélt tvívegis tónleika, jóla- tónleika og í maí lokatónleika. Tvívegis var salurinn feng- inn til fyrirlestrahalds og einu sinni fyrir aðalalfund (Herjólf- ur hf.). Haustið 1976 voru smíðuð létt og færanleg borð, sem hentuðu vel til ráðstefnuhalds, sé þeim smeygt yfir aðra hverja sæta- röð í salnum. Voru tvær ráð- stefnur haldnar með þessu nýja fyrirkomulagi. Hjálpar- sveit skáta hélt landsþing sitt um haustið, og Landssamband bakarameistara sitt þing nokkru seinna. Þótti salurinn hæfa mjög vel til slíks ráð- stefnuhalds og hafa nokkrir að- ilar sýnt áhuga fyrir honum nú í haust. „Farfuglaheimilf Á neðstu hæð hússins hafa Týr, Þór og ÍBV, hvert um sig, eitt herbergi fyrir starfsemi sína, stjórnarfundi o. þ. h. og Leikfélag Vestmannaeyja hef- ur þar þrjú herbergi fyrir sitt starf, auk geymslurýmis og eldhúss. Af þessu húsnæði hef- ur Æskulýðsráð lítil sem eng- in afskipti. Á neðstu hæðinni er lítill salur (undir senunni) og hefur notkun hans verið töluverð á tímabilinu. Leikfé- lagið var þar um tima með námskeið, karatemenn fengu þar inni með æfingar, skátar og íþróttamenn sýndu þar nokkrum sinnum kvikmyndir, og sérstaklega var salurinn vin- sæll hjá kvenfélögum bæjarins fyrir hlutaveltur og basara hverskonar. Voru 5 basarar haldnir og 4 hlutaveltur á tíma bilinu í þessum sal. Þá hafa líklega mest not ver- ið af salnum vegna gistingar ýmissa- aðkomuhópa, svo sem skólafólks, íþróttamanna, leik- félaga o. fl., sem hér hafa dvalist um skamma hríð. Til- koma hins nýja íþróttahúss hefur mjög aukið á slíkar heim sóknir, þar sem keppnisaðstaða er þar góð, og sömuleiðis hafa Eyjarnar orðið vinsæll ferða- m.annastaöur, og mikið um að ýmsir hópar hafi hér helgar- dvöl.; Hefur þessi salur því verið mjög umsetinn til svefn- dvalar. Er þó langt í frá, að hann sé heppilegur til slíks, lcft ræsting léleg, nema dyr séu opnar upp á gátt, og enginn gluggi. Þá hafði gestagangur þessi þó stundum truflandi á- hrif á aðra starfsemi í húsinu. Notkun tóbaks og áfengis var bönnuð í þessum sal sem og öðrum í húsinu, en misbrestur vildi þar á verða og kom fyrir að Bakkus gerðist allfyrirferð- armikill meðal gesta. Hafði um sjónarmaður hússins oft amst- ur og ónæði af gestum, er tap- að höfðu lyklum sínum, og áttu í þeim og öðrum vandræðum. Er vafasamt, að það lágmarks- gjald, sem upp var sett fyrir afnot af salnum hefði í öllum tilvikum nægt til að greiða tíma kaup vegna hlaupa og útkalla af þeim sökum, auk ræstingar. Sem áður segir er hæpið að reka slíkt „farfuglaheimili" undir sama þaki og almenna félagsstarfsemi kaupstaðarins og verður ekki á vetri kom- anda, þar sem til stendur, að Myndlistarskóli Vestmannaeyja fái salinn til sinna afnota, til bráðabirgða, en Tónlistarskól- inn mun, eins og áður er getið, flytja í Arnardrang, þar sem Myndlistarskólinn var áður tíl húsa. Hér hefur verið drepið á það helsta, sem fram hefur farið í Félagsheimilinu á þessu níu Framhald á 3. síðu. ÆFINGATAFLA TÝS í ÍÞRÓTTAHÚSINU VETURINN 1977 Mánudagur: 17.00—17.45 3. fl. karla handkn. 17.45—18.30 4 fl. karla handkn. 18.30— 19.15 2. fl. kv. handkn. 19.15— 20.00 Mfl. karla handkn. Þriðjudagur: 17.00—17.45 5. fl. karla knattsp. 17.45—18.30 6. fl. karla knattsp. Miðvikudagur: 21.30— 22.15 2. fl. kv. handkn. 22.15— 23.30 Mfl. karla handkn. Fimmtudagur: 17.00—17.45 5. fl. karla knattsp. 17.45— 18.30 6. fl. karla knattsp. 18.30— 19.15 3. fl. kv. handkn. Föstudagur: 20.00—20.45 Mfl. karla handkn. 20.45- 21.30 2. fl. kv. handkn. 21.30— 23.30 Mfl. karla knattsp. Laugardagur: 10.15— 11.15 Mfl. kv. handkn. 11.15— 13.00 Old boys knattsp. Sunnudagur: 9-30—11.00 3. og 4. fl. karla kn. TÝR ' Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Við hér á BRAUT INNI erum þegar famir að undirbúa jólablaðið okk ar og er ætlunin að hafa það bæði fjölbreytt og skemmtilegt fyrir sem flesta aldurshópa. Viljum við hér með óska eftir því að þeir aðilar sem gætu lát ið okkur í té greinar eða annað efni í jólablaðið hafi samband við blaðið. ★ Að gefnu tlefni vill BRAUTIN minna félög og aðra þá aðila í bænum, er senda frá sér fréttatilkynn ingar, að senda þær einn- ig til okkar. — BRAUTIN kemur út vikulega eins og fleiri, og blaðið hefur lagt meira rúm undir fréttir en önnur blöð í bænum. *** Augiýsið í BRAUTINNI

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.